Fréttablaðið - 22.04.2022, Síða 16
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652.
Rafhlaupahjól eru
að verða mjög
vinsæll ferðamáti þar
sem fleiri og fleiri átta sig
á kostum þeirra, sem eru
jafn ólíkir og þeir eru
margir.
Gottskálk Daði Bernhöft Reynisson
2 kynningarblað 22. apríl 2022 FÖSTUDAGURÚT AÐ HJÓLA
Torrot hjól eru
mjög vönduð
evrópsk hjól
sem eru þægileg
og auðveld í
notkun.
Hjá Þrumunni er
hægt að fá allan
nauðsynlegan
aukabúnað.
Super Soco hjólin eru mjög vinsæl og vönduð rafmótorhjól.
Gottskálk
segir að helsta
áherslan hjá
Þrumunni sé á
rafhlaupahjól
og að úrvalið sé
eitt það breið-
asta á Íslandi,
en Þruman er
innflytjandi og
umboðsaðili
fyrir fimm mis-
munandi merki.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Þruman er sérverslun með
farartæki framtíðarinnar. Helsta
áhersla Þrumunnar eru rafhlaupa-
hjól og er úrvalið eitt það breiðasta
á Íslandi. Þruman er innflytjandi
og umboðsaðili fyrir fimm mis-
munandi rafhlaupahjólamerki
og selur rafhlaupahjól á breiðu
verðbili, frá 69.990 krónum og upp
í 599.990 krónur, en auk þess selur
Þruman rafmótorhjól og rafdrifin
mótorkrosshjól fyrir börn 3 til 11
ára.
„Þruman var opnuð vorið 2019
og frá fyrsta degi hefur stefna
okkar verið að selja vandaðar
vörur á góðu verði, veita einstaka
þjónustu og að setja þarfir við-
skiptavinarins í fyrsta sætið,“ segir
Gottskálk Daði Bernhöft Reynis-
son, innkaupa- og viðskiptastjóri
Þrumunnar.
Vilja uppfylla þarfir
viðskiptavina
„Við kappkostum að öll þjónusta
sé eins fullkomin og hægt er. Þetta
þýðir að við eyðum góðum tíma
með hverjum viðskiptavini til að
tryggja að hver og einn gangi út
með hjól sem hentar, í staðinn fyrir
að reyna að selja öllum dýrasta
hjólið,“ segir Gottskálk. „Markmið-
ið er að hjá okkur finni allir hjól
við sitt hæfi, sem hentar notkunar-
mynstri og þörfum þeirra.
Við leggum mikla áherslu á
að segja satt og rétt frá, þar sem
hornsteinn þjónustunnar okkar
er að allir viðskiptavinir séu vel
upplýstir varðandi hjólið sem á
að kaupa og hafi ekki óraunhæfar
væntingar til hjólsins,“ segir Gott-
skálk. „Við leggjum einnig ríka
áherslu á skjóta og góða þjónustu
ef eitthvað kemur upp á. Það felur
í sér stuttan biðtíma á þjónustu-
verkstæðinu, réttar bilanagrein-
ingar og síðast en ekki síst að eiga
alla varahluti til á lager, svo hægt
sé að þjónusta öll mál f ljótt og
örugglega.
Að auki erum við með dygga
viðskiptavini sem við höfum til
að mynda farið í hlaupahjóla-
túra með og það stendur til að
gera meira af því í sumar,“ segir
Gottskálk. „Einnig erum við að
skipuleggja námskeið í sumar til
að kenna fólki grundvallaratriðin
varðandi öryggi, notkun og við-
hald rafhlaupahjóla.“
Sífellt fleiri sjá kosti þess
að nýta rafhlaupahjól
„Rafhlaupahjól eru að verða mjög
vinsæll ferðamáti þar sem fleiri og
f leiri átta sig á kostum þeirra, sem
eru jafn ólíkir og þeir eru margir,“
segir Gottskálk. „Að keyra um
á rafmagni er að sjálfsögðu stór
hluti af vinsældunum, þar sem
margir eru að leggja bílnum og
skipta yfir í grænni ferðamáta sem
minnkar bæði bensínreikninginn
og kolefnisfótsporið.
Að auki eru flest rafhlaupahjól-
in fyrirferðarlítil og henta því vel í
innanbæjarakstur sem auka farar-
tæki á heimilið, þar sem flestum
hjólum er auðvelt að pakka saman
og setja í skottið,“ segir Gottskálk.
„Við sjáum mikið af fólki sem fær
sér rafhlaupahjól í stað annars bíls
eða strætókorts, og margir eru að
leggja bílnum og skipta alfarið yfir
í þennan ferðamáta.
Rafhlaupahjólin eru klárlega
vinsælust að sumri til, þegar
hjólastígar eru auðfærir og veðrið
hefur minni áhrif. Það er allt farið
á fullt hjá okkur núna eftir að
snjórinn fór að hverfa og þetta
sumarið höfum við tjaldað öllu
til – verslunin er stútfull af hjólum
og enn er að bætast í, auk þess sem
við eigum skemmtilegt sumar í
vændum með fullt af uppákomum
og skemmtilegheitum.
Svo erum við líka með nóg af
vetrarlausnum sem hafa gert mjög
stórum hópi fólks kleift að nota
rafhlaupahjólin allan veturinn, en
við bjóðum til dæmis upp á nagla-
dekk og hanska með innbyggðum
hitara, svo eitthvað sé nefnt,“ segir
Gottskálk.
Frábær rafmótorhjól í boði
„Við erum með eitt mesta úrvalið
sem finnst á Íslandi og bjóðum
líka upp á frábær rafmótorhjóla-
merki eins og Torrot og Super
Soco,“ segir Guðni Kristjánsson,
eigandi og framkvæmdastjóri.
„Torrot hjól eru mjög vönduð
evrópsk hjól frá fyrrverandi
framleiðanda Gas Gas á Spáni.
Þetta eru bestu byrjendahjólin
fyrir krakka sem vilja byrja í
mótorkrossi og það þarf ekkert
að standa í því að blanda bensín,
skipta um olíu, hreinsa síur, sinna
mótorviðgerðum eða bregðast við
lekum og lykt,“ útskýrir Guðni.
„Það er hægt að stjórna þeim og
aðlaga kraftinn í þeim með appi
og hægt er að flytja hjólið með
hvaða bíl sem er, því það er hægt
að leggja það á hliðina án þess að
bensín leki úr því.
Undanfarin ár hefur komið
mjög góð reynsla á þessum hjólum
hér heima,“ segir Guðni. „Torrot
uppfærði hjólin líka töluvert
fyrir ekki svo löngu og núna eru
þau komin með útskiptanlega
rafhlöðu, svo það er hægt að hafa
eina fullhlaðna með og skella
henni í með einu handtaki í stað
þess að þurfa að hætta að nota
hjólið.
Svo erum við líka með breitt
úrval af vönduðu Super Soco
hjólunum, bæði f lottum raf-
mótorhjólum og rafvespum,“ segir
Guðni. „Við verðum einnig með
gott úrval af 25 km gangstéttar-
hæfum mótorhjólum, en fyrir þau
þarf engar tryggingar og ekkert
próf og það er bara 13 ára aldurs-
takmark.“
„Úrvalið okkar er mjög breitt svo
allir geta fundið sér hjól við hæfi
hjá okkur, þó vissulega séu dýrari
hjólin vinsælli og þá sérstaklega
hjá áhugafólki um rafhlaupahjól
og þessa grænu ferðabyltingu sem
er að eiga sér stað,“ segir Gott-
skálk. „En hjá okkur finnurðu
rétta hjólið fyrir þig, óháð kyni,
þyngd eða aldri, og stefnan okkar
er að keyra frekar alltaf á góðum
verðum í staðinn fyrir að veita
afslætti og vera með tilboð – hjá
okkur eru allir á vinadílnum.“
Þrjú spennandi ný merki að
koma inn núna í sumar
„Þetta sumarið erum við að bæta
við okkur þremur rafhlaupahjóla-
merkjum, Vsett, Blade og Nami,
sem eiga það sameiginlegt að vera
ný merki á markaðnum sem eru
öll að koma fáránlega öflug inn,“
segir Gottskálk. „Vsett hlaupahjól-
in hafa verið að fá þannig viðtökur
úti að við höfum sjaldan fundið
jafn mikla spennu fyrir hlaupa-
hjólum, en þau komu á lager fyrir
um mánuði síðan og hafa rokið
út. Öflugasta Vsett hjólið hefur
uppgefna drægi allt að 220 km,
sem eru ótrúlegar tölur, jafnvel þó
uppgefið drægi sé sjaldnast raunin
við raunverulegar og sérstaklega
íslenskar aðstæður með mikið af
brekkum og mótvindi.
Nami hlaupahjólin eru svo
algjör tryllitæki sem láta ekkert
stoppa sig og eru með þeim fremri
hvað varðar útbúnað hjóla. Sem
dæmi má nefna TFT-skjá sem
sýnir töluvert meira magn af
upplýsingum varðandi hjólið og
aksturinn en áður hefur verið,
carbon fiber stýrisstöng, fjögurra
stimpla bremsudælur, stýrisdemp-
ara, þumalinngjöf og svo mætti
lengi telja,“ útskýrir Gottskálk.
„Þetta eru frábær hlaupahjól fyrir
lengra komna.
Svo eru Blade að byrja í forsölu
hjá okkur og þau eru að koma
ótrúlega sterk inn með frábæra
eiginleika og lága verðpunkta,“
segir Gottskálk.
„Þessi merki bætast við Kaabo,
sem hefur algjörlega slegið í gegn
hér á landi og er vel þekkt innan
rafhlaupahjólasenunnar sem
sterkasta merkið. Þetta sumarið
bætist nýtt hjól við Kaabo úrvalið,
en Wolf King GT hlaupahjólið sem
margir hafa beðið lengi eftir er
loksins komið til landsins. King GT
er algjört skrímsli með drægi allt að
180 km og svo má nefna þumalinn-
gjöf, run-flat dekk og glussa-
bremsur, sem gera hjólið eitt það
glæsilegasta í sölu hjá okkur.“ n
Þruman er með sýningarsal að Há-
túni 6B í Reykjavík, sem er opinn
alla virka daga frá kl. 13.00 – 17.00.
Nánari upplýsingar má finna á
heimasíðunni, thruman.is, og á
Facebook-síðunni facebook.com/
thruman.is.