Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.04.2022, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 22.04.2022, Qupperneq 24
Þá eru hjólin smíðuð fyrir hvern og einn, bæði venjuleg reiðhjól og rafmagns- hjól. Jón Óli Ólafsson Ávinningur af því að nota rafmagnshjól er næstum jafn góður og fæst á venjulegu hjóli. Hjólreiðar til og frá vinnu eru að mörgu leyti afar hag- kvæmar, ekki einungis auka þær heilbrigði heldur getur samfélagið sparað háar fjár- hæðir ef fleiri hjóla til vinnu. elin@frettabladid.is Það er alveg sama hvort fólk hjólar á venjulegu reiðhjóli eða rafmagnshjóli, samkvæmt því sem ný norsk rannsókn sýnir. Útiveran og hreyfingin gerir heilsunni gott. Jafnvel þótt ekki sé hjólað daglega til vinnu þá eru allar hjólreiðar líkamlega til bóta. Þær geta til dæmis dregið úr hjarta- og æðasjúkdómum. Til að fólk verði duglegra að hjóla til vinnu þarf að fjölga reiðhjólastígum. Sú fjárfest- ing mun skila sér margfalt til baka fyrir þjóðfélagið. Norskur vísindamaður, Solveig Nordengen sem starfar við Norsku íþróttaakademíuna og Háskólann í Vestur Noregi, hefur fundið út að hjólreiðar, jafnvel bara einu sinni í viku draga úr áhættu á hjarta- sjúkdómum um 22 prósent. Það er verulegur árangur í lýðheilsu og því ætti að vera mun meiri hvatning til fólks að nota hjólið sem farartæki. Flestir sem hjóluðu til vinnu voru með vinnustað í innan við fimm kílómetra frá heimili sínu og flestir voru búsettir á sæmilega sléttum svæðum. Hjólreiðar snúast um heilsuna og eru hagnýt lausn til að bæta hana. Allir vita að líkamleg áreynsla dregur úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Ekki þarf að hjóla mikið eða daglega til að ná bættri heilsu, að því er Solveig segir. Ávinningur af því að nota rafmagnshjól er næstum jafn góður og fæst á venjulegu hjóli. Rafhjólið gerir fólki kleift að komast hraðar og léttar til vinnu um leið og það nýtir útiveruna og fær aukna hreyfingu. Hvert skref í hreyfingu skiptir máli fyrir heils- una. Fleiri karlar en konur hjóla til vinnu og það er rík ástæða til að hvetja konur til að hjóla meira. Samkvæmt rannsakendum eru góð heilsuáhrif þess að hjóla marg- falt meiri en hættan á meiðslum. Í Danmörku er áætlað að komið hafi verið í veg fyrir um 5.700 til- felli af hjarta- eða æðasjúkdómum árlega vegna mikillar notkunar á reiðhjólum. Danir hafa lengi verið mikil reiðhjólaþjóð og hafa með því bætt heilsu þjóðarinnar auk þess að vernda umhverfið. Solveig telur að samfélagið geti hagnast mikið á því að hafa góða stíga fyrir hjólreiðafólk og það gæti orðið til þess að fleiri kjósi að nýta þennan möguleika til og frá vinnu. Vinnuveitendur þurfa líka að hvetja starfsmenn til að hjóla í vinnuna með því að hafa stað þar sem hægt er að geyma hjólin og jafnvel hafa sturtu á staðnum. Samræmt hjólastíganet sem skapar öryggi fyrir hjólreiðamenn er ein af mikilvægustu aðgerðum sem stjórnvöld geta gert til að auka hjólreiðar og bæta lýðheilsu. Sol- veig hefur hannað teljara sem telur hversu margir fara um á reiðhjóli á hjólastígum daglega. Síðasta haust höfðu 209 slíkir mælar verið settir upp í Noregi. Með þeim er hægt að fylgjast með hversu margir hjóla á stígunum og þar með mælt gagn- semi þeirra. Komið hefur í ljós að hjólreiðar jukust mikið á Covid- tímum í Noregi og má því segja að faraldurinn hafi haft jákvæð áhrif á hreyfingu fólks og þar með bætt lífsgæði. Vonast er til að enn fleiri sjái kosti þess að fara á reið- hjóli í vinnuna og minnki þannig bílaumferð og mengun. ■ Bætt heilsa þegar hjólað er í vinnuna Þegar hjólað er til vinnu eykur það lífsgæði fólks auk þess sem bílaumferð og mengun minnkar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Reiðhjólaverzlunin Berlín er þekktust fyrir klassísk hjól í gamaldags stíl. En í verslun- inni fæst fjölbreytt úrval hjóla af öllum stærðum og gerðum. Reiðhjólaverzlunin Berlín er stað- sett á Háaleitisbraut í Reykjavík. Þar er hægt að skoða hjólin og prófa mismunandi stærðir og tegundir til að finna hvaða hjól hentar best. „Við eigum allan skalann af reiðhjólum. Við erum þekktust fyrir þessi klassísku vintage hjól þar sem þú situr upprétt þegar þú hjólar. En núna erum við líka komin með rafmagnshjól í þeim stíl. Vinsælustu reiðhjólin okkar eru Ladies Classic og Berlin Classic. Vinsælustu rafmagnshjólin eru Ladies Classic eBike og Ladies Encore. Svo eru væntanleg raf- magnshjól með fótbremsu, sem eru svipuð eins og Berlínarhjólin okkar,“ segir Jón Óli Ólafsson eigandi verslunarinnar. „Við erum líka með allt þarna á milli. Fjallahjól, rafmagnshjól, fulldempuð hjól og borgarhjól. Við erum líka með ferðahjól sem fólk getur sett búnað á, eins og til dæmis tjald. Svo erum við núna að fá rafmagnsþríhjól. Það kom til okkar einstaklingur sem er að nálgast 78 ára aldur. Hann hafði pínu áhyggjur af jafnvæginu. Á þríhjólinu getur hann bara hjólað afslappaður og fengið smá hjálp frá mótornum,“ segir Jón Óli. „Það er aðili í Hollandi sem smíðar þríhjólið fyrir okkur. Þeir smíða alls konar hjól. Það er hægt að fá hjól þar sem tveir sitja hlið við hlið eða einn fyrir framan og einn fyrir aftan. Við erum líka með aðila í Þýskalandi sem smíða fyrir okkur burðarhjól, með og án mótors. Það eru hjól sem hægt er að flytja vörur á. Þeir eru með alls kyns útfærslur, ef þú ert til dæmis með einhvern viðburð eða markaðsherferð þá getum við látið smíða hjól í þeim litum fyrir þig. Við getum líka látið smíða hjól með mismundandi merkingum til dæmis ef þú vilt búa til hjólaleigu. Það er margt í boði og um að gera að spyrja.“ Smíða hjól eftir pöntun Reiðhjólaverslunin býður einnig upp á að láta smíða venjuleg reið- hjól eftir pöntun. „Við erum með tvo aðila sem gera það. Annar þeirra er Achielle, en þar geturðu valið lit á hjólum og dekkjum, hnakk, handföng og pedala. Þá eru hjólin smíðuð fyrir hvern og einn, bæði venjuleg reið- hjól og rafmagnshjól. Venjulega er afgreiðslutíminn átta vikur frá því hjólið er pantað og þar til það er afhent. Hinn aðilinn er Pashley. En þau gera hjól sem er svona fínni útgáfa af venjulegum reiðhjólum. Þetta eru mjög skemmtileg reiðhjól í gömlum stíl. Við erum með lita- pallettur sem við getum sýnt fólki og flest hjólin eru til hér í búðinni svo fólk getur komið og prófað hjólin,“ útskýrir hann. „Auk þessara merkja eru helstu hjólamerkin okkar Reid, Marin, Cinelli og Schindelhauer, sem eru reiðhjól og rafmagnshjól sem hafa alltaf verið með belti en ekki keðju. Kosturinn við belti umfram keðju er að þú heyrir ekkert í beltinu, hjólið er því mjög hljóðlátt. Eins fylgir því minna viðhald, en það þarf ekki að smyrja beltið og það er sagt að það dugi fjórum sinnum lengur en keðja. Þannig að ef keðjan dugar í 2.000 kílómetra þá dugar beltið í 8.000 áður en þarf að skipta um það.“ Verkstæði og aukahlutir Reiðhjólaverzlunin Berlín er einn- ig með verkstæði þar sem gert er við reiðhjólin. Þar er boðið upp á yfirferð eins og að stilla gíra og bremsur, smyrja keðjur, setja á sumardekk og vetrardekk og svo framvegis auk almennra viðgerða. „Við bjóðum líka upp á þá þjónustu að ef þú býrð til dæmis á Akureyri, Ísafirði, Raufarhöfn, eða bara hvar sem er á landinu, og kaupir hjól hjá okkur þá kem ég persónulega með hjólið til þín. Ég mæti fyrir framan hurðina heima hjá þér og við stillum stýri og hnakk. Við erum við með fast verð fyrir þessa þjónustu, 15.000 krónur óháð því hvar þú ert á landinu. Þú þarft bara að geta tekið á móti mér og gefið mér 10 mínútur og þá ertu tilbúin til að hjóla. Okkur finnst mjög skemmtilegt að geta hitt kúnnana á sínum stað og afhenda hjólið tilbúið,“ segir Jón Óli. Hjá versluninni fæst einnig úrval aukahluta og búnaðar fyrir reið- hjól. Til dæmis bögglaberar, bretti, hjálmar, lásar, töskur, barnastólar og körfur í alls kyns útfærslum. „Fólki finnst oft ágætt að gefa sér smástund til að prófa hjólið og þá áttar það sig betur á hvaða auka- hluti það þarf, en svo eru sumir sem kaupa þá með hjólinu. Úrvalið er mjög fjölbreytt hjá okkur,“ segir Jón Óli. ■ Nánari upplýsingar má finna á: reidhjolaverzlunin.is Mæta með hjólið heim að dyrum  Reiðhjólaverzlunin Berlín selur mjög fjölbreytt úrval reiðhjóla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 10 kynningarblað 22. apríl 2022 FÖSTUDAGURÚT AÐ HJÓLA

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.