Fréttablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 6
Þetta verkefni er svo miklu miklu stærra en að það sé hægt að leysa það með nokkrum átaksverkefnum. Þórunn Sveinbjarnardóttir, for- maður stjórnskipunar- og eftir- litsnefndar Þessi markaður hefur verið eyðilagður, bæði með reglugerðum og með kjarasamningum. Kristófer Oliversson, formaður FHG Fjármagna þarf geðheilbrigð- isþjónustuna til lengri tíma, að mati formanns stjórn- skipunar- og eftirlitsnefndar. Heilbrigðisráðuneytið er gagnrýnt í nýrri skýrslu um málaflokkinn. Stjórnvöld hafa ekki yfirsýn, upplýs- ingum er ekki safnað og mis- munun hefur viðgengist. erlamaria@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL „Skýrslan staðfestir í raun það sem vitað er um veikleik- ana í geðheilbrigðisþjónustunni og heilbrigðiskerfinu hvað hana varðar,“ segir Þórunn Sveinbjarnar- dóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, um nýlega skýrslu Ríkisendurskoðunar um stöðu geðheilbrigðismála. Þórunn segir skýrsluna áfellis- dóm yfir heilbrigðiskerfinu. Geð- heilbrigðismálin séu olnbogabarn þess og löngu tímabært sé að hætta tilviljanakenndum átaksverkefnum. Skortur á yfirsýn er rauður þráður í skýrslunni. Upp lýs ing ar um tíðni og þróun geðsjúk dóma liggja ekki fyr ir, ekki er hald in miðlæg skrá um biðlista og ekki hef ur farið fram grein ing á þjón ustu og mannafla- þörf Land spít ala. Þá liggja ekki fyrir upp lýs ing ar um fjárþörf og raun kostnað þjón ust unn ar. Töl- ur um óvænt eða al var leg at vik við veit ingu geðheil brigðisþjón ustu eru ekki nægilega aðgengilegar né upp- lýsingar um fjölda kvartana til land- læknis. Engin skráning á beitingu þvingunarúrræða er fyrir hendi. Ríkisendurskoðun varð sjálf fyrir barðinu á þessari óreglu en í skýrslunni er gagnrýnt hve erfið- lega gekk að fá svör og upplýsingar frá heilbrigðisráðuneytinu vegna úttektarinnar: „Mátti Ríkisendur- skoðun bíða mánuðum saman eftir svörum við tilteknum spurningum, þrátt fyrir ítrekanir. Ríkisendur- skoðun telur jafnframt sum svör ráðuneytisins hafa verið óskýr og illa rökstudd þegar þau loks bárust,“ segir í skýrslunni. Fréttablaðið sendi ráðuneytinu fyrirspurn þann 2. maí og óskaði viðbragða við gagnrýninni. Nú þremur vikum síðar hefur fyrir- spurninni enn ekki verið svarað. Þá er bent á innbyggða mis- munun í geðheilbrigðiskerfinu. „Aðgengi að þjónustu ræðst gjarn- an af efnahag, tegund geðvanda og búsetu. Mismunun felst einnig í því að tilteknir hópar lenda á svoköll- uðu gráu svæði og fá ekki þjónustu við hæfi,“ segir í skýrslunni. „Við verðum hér að hugsa um fjármögnun þjónustunnar til lengri tíma með skýrum markmiðum. Um það snýst málið. Geðheilbrigð- isstefnan ein og sér getur verið ágæt, en á henni þarf að byggja aðgerðaáætlanir og hana þarf að sjálfsögðu að fjármagna. Hverja einustu aðgerð, hvert einasta skref. Og þar reynir á pólitíkina,“ segir Þórunn. Hún segir að vissulega séu margir veikleikar í kerfinu, grá svæði og gloppur, sem skýrslan bendi rétti- lega á. „Það er til dæmis ekki verið að tryggja fólki samfellda þjón- ustu og aðgengi er ekki nægilega gott,“ segir Þórunn. Mönnunarvandi sé einnig stór þáttur og skortur á eftirfylgni þeirr- ar stefnu sem stjórnvöld hafi mark- að. „Það hefur vissulega verið farið í tiltekin átaksverkefni en þetta verkefni er svo miklu, miklu stærra en að það sé hægt að leysa það með nokkrum átaksverkefnum.“ Það þurfi langtíma fjármögnun úr ríkis- sjóði til að bæta geðheilbrigði í land- inu. „Það mun á endanum auðvitað skila sér margfalt til baka ef okkur tekst að fækka sjálfsvígum, draga úr því að fólk missir starfsgetu eða lendir á örorkubótum og þar fram eftir götunum,“ segir Þórunn. „Ég lít svo á að þessi skýrsla sé tækifæri fyrir þingið til að samein- ast um það sem við vitum öll að við þurfum að gera. Þá þarf pólitíkin að eiga það samtal mjög heiðarlega,“ segir Þórunn. n Skýrsla um geðheilbrigðisþjónustu áfellisdómur yfir heilbrigðiskerfinu Þórunn Svein- bjarnardóttir, þingkona Sam- fylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar, segir þingið þurfa að nota tækifærið og gera það sem gera þurfi. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR ser@frettabladid.is IÐNAÐUR Tekjur samstæðu Orku- veitu Reykjavíkur á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022 jukust um 14 prósent frá fyrra ári og er helsta skýringin auknar tekjur Orku nátt- úrunnar af raforkusölu til stóriðju, en hluti af raforkusölu hennar er tengdur markaðsverði á áli. Álverðið var liðlega 50 prósentum hærra fyrstu þrjá mánuði ársins 2022 en 2021 og 90 prósentum hærra en 2020 sem leiddi til þess að tekjur Orku náttúrunnar jukust um milljarð króna frá fyrstu þremur mánuðum ársins 2021 til jafnlengd- ar í ár. n OR græðir á sífellt hærra verði á áli ser@frettabladid.is VERSLUN Útlit er fyrir að Vínbúð ÁTVR verði áfram rekin í Austur- stræti, en engin ákvörðun hefur verið tekin um að loka henni eins og til stóð á tímabili, að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarfor- stjóra ÁTVR. Vínbúðin í Austurstræti hefur verið þyrnir í augum veitingamanna um árabil, enda selur hún áfengar veigar á langtum lægra verði en öldurhúsin í kring geta boðið upp á. Af þeim sökum, meðal annars, hafa verið áform uppi um að flytja verslunina í annað húsnæði, en þau hafa nú verið sett á bið. n Vínbúðin áfram í Austurstræti ÖRFÁ SÆTI LAUS Í ÞESSA VINSÆLU FERÐ ÍTALÍUÆVINTÝRI SUMARFEGURÐ Í VERONA VIÐ GARDAVATN Komdu með í einstaka, vikulanga ferð til einnar af elstu borgum Evrópu, Verona verður heimsótt ásamt þekktustu svæðum við Gardavatn. Í þessari ferð komum við til með að skoða, smakka, njóta og upplifa alls hins besta sem Ítölsk menning hefur upp á að bjóða með Önnu Ólöfu sem heldur vel utan um hópinn á meðan á ferðinni stendur. Bjóðum upp á fjölda sérferða og pakkaferða til Ítalíu í beinu flugi í sumar. Kíktu við á uu.is! BEINT FLUG FRAM OG TIL BAKA, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR, GISTING Á HÓTEL ITALIA 3* MEÐ HÁLFU FÆÐI, VÍNSMÖKKUN, SKOÐUNARFERÐIR, ÍSLENSK FARARSTJÓRN, AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI INNIFALIÐ Í VERÐI: 12. - 19. JÚNÍ VERÐ FRÁ 256.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir fararstjóri thorgrimur@frettabladid.is FERÐAÞJÓNUSTA Atvinnurekendur í ferðaþjónustunni eru sammála um að mannekla í starfsgeiranum sé vandamál sem gangi hönd í hönd við húsnæðisvandann á landinu. „Nú þegar við þurfum að fá f leira af erlendu starfsfólki inn en fyrir faraldur þá verður húsnæðis- skorturinn enn meira vandamál,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar. „Húsnæðisskorturinn er farinn að hamla atvinnuþróun á ýmsum svæðum á landinu alveg verulega.“ Kristófer Oliversson, formaður FHG - fyrirtækja í hótel- og gisti- þjónustu, tekur í sama streng. „Þetta verður alltaf svolítill víta- hringur því þegar ferðaþjónustan fer í gang fer Airbnb líka á fullt og sogar upp húsnæðið. Þá er ekki pláss fyrir heilsársstarfsemi og uppbyggingu þessara kjölfestu- fyrir tækja sem hótelin eru í hverju héraði. Skortur á húsnæði hægir á allri uppbyggingu í greininni,“ segir Kristófer. Jóhannes og Kristófer segja mannekluna sumpart vera vegna eftirkasta kórónaveirufaraldursins. Kristófer segir að þróun mála sé að mjakast í rétta átt en telur jafnframt að það ætti að gera fyrirtækjum auðveldara að ráða til sín ungt fólk til starfa. „Þessi markaður hefur verið eyðilagður, bæði með reglugerðum og með kjarasamningum sem eru þannig að það er of lítill launamun- ur á þessu unga fólki, sem er í raun að læra að vinna, og hinu eldra,“ segir Kristófer. n Segir húsnæðisskort hamla ferðaþjónustu Ekki skellt í lás. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 6 Fréttir 25. maí 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.