Fréttablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 14
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Síðasta síldartunnan frá Dale til Íslands er loks á leiðinni til lands- ins eftir áratuga dvöl í Hrífudal. arnartomas@frettabladid.is Í norska bænum Dale í Dalsfirði voru síldartunnur framleiddar og seldar til Íslands áratugum saman, fram á níunda áratug síðustu aldar. Árið 1986 var flutningaskipið Suðurland á leið úr höfn Dalsfjarðar með síðustu sendinguna til Íslands þegar tunna féll fyrir borð og hafnaði í sjónum. Tunnuna rak á land við Hrífudal þar sem maður að nafni Petter Jonny Riverdal bjargaði henni og hefur varðveitt hana á á heimili sínu síðan. Nú er tunnan væntanleg heim til Íslands sem hluti af íslensk-norsku sam- starfsverkefni. Eftir hátíðlega athöfn í norska sendiráðinu mun þessi síðasta síldartunna ferðast norður á Siglufjörð þar sem hún verður afhent Síldarminja- safni Íslands. Bernskuslóðir landnemans Tunnuvörðurinn og Hrífdælingur- inn Petter Jonny hefur sjálfur sterkar taugar til Íslands en auk þess að gæta síldartunnunnar hefur hann einnig haft umsjón með styttu Ingólfs Arnar- sonar í Hrífudal. Sú er afsteypa af stytt- unni sem stendur á Arnarhóli og var afhjúpuð 1961 af Bjarna Benediktssyni þáverandi forsætisráðherra. Staðsetning styttunnar er engin tilviljun en bernsku- slóðir Ingólfs eru taldar vera í Hrífudal. Það var árið 2008 þegar Björn Bjarna- son, fyrrverandi ráðherra, heimsótti Hrífudal að hugmyndin kviknaði, að koma síðustu síldartunnunni frá Dale til Íslands. Peter Jonny og fjölskylda verða heiðursgestir norska sendiráðsins á sunnudag þar sem sögu tunnunnar verður fagnað í hópi valinkunnra gesta. Það verður mikil hátíðarstund en Petter Jonny hefur aldrei áður fengið tækifæri til að heimsækja Ísland þrátt fyrir mik- inn áhuga á sögulegum tengslum Íslands og Noregs. Íslandsvinur í fjarvinnu „Við erum rosalega peppuð fyrir þessu,“ segir Silje Beite Løken hjá norska sendi- ráðinu. „Við erum oft í menningarsam- starfi og það er í uppáhaldi hjá okkur þegar við finnum tengsl á milli landanna sem hægt er að styrkja með svona verk- efni.“ Þegar tillaga að verkefninu var borin fram af íslenska sendiráðinu í Noregi segir Silje að norska sendiráðið hafi ekki látið á sér standa. „Við sögðum strax já því okkur fannst þetta svo merkilegt, bæði út af land- námstengslunum við Hrífudal og líka út af sögunni í kringum síldarárin,“ segir hún og bætir við að það sé gaman að fá Petter Jonny með í för. „Hann er mikill Íslandsvinur án þess að hafa komið hingað áður. Ég reikna með að hann verði enn meiri Íslandsvinur þegar hann fer heim aftur!“ n Hrífdælingur fylgir síðustu síldartunnunni heim Afsteypa styttu landnámsmannsins Ingólfs Arnarsonar í Hrífudal. MYND/PETTER JONNY Petter Jonny með tunnuna góðu. MYND/ STEINAR BAUGE Við sögðum strax já því okkur fannst þetta svo merkilegt, bæði út af landnámstengslunum við Hrífudal og líka út af sögunni í kringum síldarárin. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðmunda Hjartardóttir Grundarfirði, lést að Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Fellaskjóli í Grundarfirði, þann 17. maí síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Grundarfjarðarkirkju, föstudaginn 27. maí, kl. 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Fellaskjóls. Athöfninni verður streymt á YouTube-síðu Grundarfjarðarkirkju. Hafsteinn Hermann og Elísa Anna Ingi Hans og Sigurborg Kristín Hjördís og Sævaldur Fjalar Guðmundur H. og Margrét barnabörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Pétur Sveinsson fv. rannsóknarlögreglumaður, Prestastíg 9, Reykjavík, lést á líknardeild Landakots fimmtudaginn 12. maí. Útför hans fer fram frá Guðríðarkirkju föstudaginn 27. maí klukkan 10. Hjartans þakkir til Heru og starfsfólks Landakots fyrir ljúfa og yndislega umönnun. Streymt verður frá athöfninni. Hlekk á streymi má nálgast á www.mbl.is/andlat. Bjarney K. Friðriksdóttir Jón, Edda, Sveinn, Bergrún, Arnfríður, Arngrímur, Pétur Ingi, Sara Dögg, Guðný, Friðrik, Stella, Davíð, Anna Birna, afa- og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, fyrrum eiginmaður, faðir, tengdafaðir, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur, Jón Ágústsson þroskaþjálfi, lést fimmtudaginn 19. maí umvafinn fjölskyldu sinni. Jarðarförin fer fram frá Guðríðarkirkju mánudaginn 30. maí kl. 13. Guðrún Sigríður Ólafsdóttir Brynhildur Guðmundsdóttir Þengill Fannar Jónsson Elín Jónsdóttir Þorgils Máni Jónsson Ingileif Valdís Jónsdóttir Rannveig Pálmadóttir Ólafur Leifsson Pálmi Ágústsson Guðrún Fema Ágústsdóttir Gunnar Valur Sveinsson Sigurður Már Ólafsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Kristjana Kristjónsdóttir frá Ólafsvík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 23. maí. Hún verður jarðsungin frá Ólafsvíkur- kirkju laugardaginn 28. maí kl. 14. Guðlaug J. Steinsdóttir Guðmundur Gísli Egilsson Leidy Karen Steinsdóttir Jóhann Magni Sverrisson Randver Agnar Steinsson Kristín I. Rögnvaldsdóttir Ragnheiður G. Steinsdóttir Gunnar Björn Gíslason barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Lilja Magnúsdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 20. maí. Jarðsungið verður fimmtudaginn 2. júní frá Háteigskirkju kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kristniboðssambandið. Guðbjörn Baldvinsson Ingibjörg Sigurðardóttir Lilja Baldvinsdóttir Kristján Árni Baldvinsson Magnús Þ. Baldvinsson Bettina Wilhelmi Halldór Baldvinsson Katrín Garðarsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma, Guðbjörg Anna Pálsdóttir Rjúpnasölum 10, Kópavogi, lést í faðmi fjölskyldunnar föstudaginn 22. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hreiðar Sigurbjarnason Ingibjörg Torfadóttir Ragna Sigríður Reynisdóttir ömmu- og langömmubörn. 1986 Hands Across America: 6,5 milljónir manna mynda mannlega keðju í þágu baráttu gegn hungri, fátækt og heimilisleysi. 1986 600 farast þegar ferju hvolfir á ánni Meghna í Bangladess. 1987 Mesti jarðskjálfti á Suðurlandi síðan 1912 verður í Vatnafjöllum, suður af Heklu, hann er 5,7 stig. 1995 Ísafjarðarkirkja er vígð. 2000 Ísrael dregur herlið sitt frá Líbanon eftir 22 ára her- setu. 2001 Erik Weihenmayer verður fyrsti blindi maðurinn sem kemst á tind Everestfjalls. 2008 Knattspyrnufélagið Valur vígir Vodafonevöllinn við Hlíðarenda. 2008 Geimfarið Phoenix lendir á Mars. 2013 Hallsteinsgarður í Grafarvogi er vígður. Merkisatburðir TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 25. maí 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.