Fréttablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 12
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Venjulegir Íslendingar vilja bjóða fólk á flótta velkomið en stjórn- völd vilja reka það á dyr með skilvirkum hætti. Horfumst í augu við eigin fordóma, afneitum þeim ekki. Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur @frettabladid.is Ísland er að breytast hratt og til hins betra. Einsleitni er ekki lengur ráðandi og Íslendingar eru alls konar. Við sem lítum út fyrir að geta rakið ættir okkar til miðalda í Íslendingabók þurfum að aðlagast nýjum veruleika. Eins og dæmin sanna gengur sú aðlögun upp og ofan. Forsenda þess að við getum byggt upp lýðræðis- legt fjölmenningarsamfélag er að við öll horfumst í augu við eigin fordóma, afneitum þeim ekki heldur göngumst við þeim og vinnum með þá. Hversdagslegur rasismi sem birtist í alls kyns öráreitum er daglegt hlutskipti margra samborgara okkar. Hann getur birst á tiltölulegan meinlausan en afar þreytandi hátt, til dæmis með því að einstakl- ingar eru ávarpaði á ensku í verslunum og á vinnu- stöðum. Hann getur birst sem áreiti, beint og óbeint: Má ég snerta á þér hárið? Hvaðan ertu? Úr Breiðholtinu? Nei, ég meina HVAÐAN ertu? Hann birtist í því að heyra ekki hvað fólk er að segja heldur hvernig það segir það. Og þannig mætti áfram telja. Í athugasemdakerfum fjölmiðlanna virðist marka- leysið algert. Þar fær hatursorðræðan að bólgna út í ógeðfelldri blöndu af íslamófóbíu, rasisma og kven- fyrirlitningu. Ég velti því fyrir mér hvort skrifarar mundu láta það sem þar má lesa út úr sér augliti til augliti við manneskjuna sem um ræðir. Hinum kerfislæga rasisma verður ekki heldur afneitað. Nýlegt dæmi um framgöngu lögreglunnar við leit að strokufanga afhjúpaði hann með sárs- aukafullum hætti. Við erum öll jöfn fyrir lögunum – eða hvað? Íslenskt samfélag stendur á tímamótum og nú reynir á að stjórnmálafólk skynji og skilji hlutverk sitt og ábyrgð og taki forystu í baráttunni gegn mis- munun og rasisma hér á landi. Eigi það að takast skulum við ekki afneita veruleikanum, heldur viðurkenna eigin fordóma, vanda okkur í daglegum samskiptum og ráðast af öllu afli gegn kerfislægum rasisma. n Við erum ekki/öll rasistar Þórunn Sveinbjarnar- dóttir þingkona Sam- fylkingarinnar – jafnaðarmanna- flokks Íslands ser@frettabladid.is Fasistastjórn! Það hvein heldur betur í tálknum Laugarnessklerksins í gærdag sem lét það út úr sér, si sona, að „í fréttum er það helst að fasistastjórn VG hefur ákveðið að míga á Barnasátt- mála SÞ.“ Nú er séra Davíð Þór Jónsson harla vanur að grípa til gasalegustu lýsingarorðanna, en líklega er þetta nokkuð vel í lagt, af hans hálfu, svo ekki sé meira sagt. Ummælin atarna verður líka að setja í samhengi, en vel að merkja, formaður Vinstri grænna var einu sinni í sambúð með skrifara þessara þungu orða, sálnahirðinum í Laugarnesi. Helvíti Þessi umtalaða stöðufærsla Davíðs Þórs á fésbókinni, sem eflaust hefur farið öfugt ofan í einhverja og jafnvel f leiri til, kemur í kjölfar kröftugrar yfirlýsingar biskups á forsíðu Fréttablaðsins í gærdag sem for- dæmdi þar fyrirhugaðar fjölda- brottvísanir hælisleitenda. Ætla má að undirmaðurinn Davíð Þór skáki nokkuð í skjóli þeirra orða. Eða hvað? Hann segir sér- stakan stað vera til í helvíti fyrir VG-liða sem ætli að senda fjölda barna úr langþráðu öryggi á Íslandi í býttum fyrir völd og vegtyllur. Nú er bara spurning hvort Davíð Þór vísi sinni fyrr- verandi veginn. n FRÉTTAVAKTIN KL. 18.30 Fréttaumfjöllun fyrir alla. í opinni dagskrá á virkum dögum á Hringbraut og frettabladid.is Þótt rasistar leynist í flestum íslenskum stjórnmálaflokkum hafa þjóðernis- sinnar og flokkar sem hafa útlend- ingaandúð og rasisma sem sitt helsta stefnumál aldrei unnið kosningasigra hér, líkt og í sumum nágrannaríkjum okkar. Mikill meirihluti Íslendinga vill bjóða það fólk velkomið sem leitar skjóls hjá okkur og langflestum okkar er alveg sama hvort einhver önnur Schengen-þjóð hafi áður lofað skjóli. Ef fólk vill búa hér hjá okkur frekar en í Grikk- landi, höfum við bæði nóg pláss og næga vinnu. Svo virðist þó sem báðar hendur ríkisstjórn- arinnar séu bundnar. Lögin standa í vegi fyrir gestrisni hennar. Útlendingaandúðin er í lögun- um og þeim þarf því miður að framfylgja. Þetta er kunnuglegt stef. Í hvert skipti sem íslenska þjóðin rís upp gegn illsku í garð flóttafólks beita ráðherrar löggjöfinni sem málsvörn. Af þessum sökum hefur endurskoðun útlendinga- laga staðið yfir næstum sleitulaust frá arabíska vorinu þegar mikill straumur flóttafólks leitaði til Evrópu í leit að skjóli. Það kemur því ekki á óvart að nú kalli ráðherrar ríkisstjórnarinnar eftir heildarumræðu um útlendingalöggjöfina. Við erum flest sammála um að eyða þurfi útlendingaandúð úr lögum. En það er með hatrið eins og margt sem sprottið er af illum rótum. Því er komið fyrir milli lína og undir rós. Hverju skrefi í átt til meiri mannúðar fylgir líka aukin illska. Þrátt fyrir að útlendingaandúðin nái aldrei kjöri ræður hún því að gestrisnin fær aldrei að vera markmið laganna heldur skil- virkni. Í frumvarpi dómsmálaráðherra sem nú er til meðferðar á Alþingi er lagt til að allar synj- anir Útlendingastofnunar kærist sjálfkrafa til kærunefndar um útlendingamál. Lítur vel út samkvæmt orðanna hljóðan en þýðir í raun að umsækjandinn hefur mun styttri tíma til að undirbúa varnir sínar gegn brottvísun. Þrengja á að möguleikum fólks til fjölskyldusameining- ar og heimila Útlendingastofnun að skerða eða fella niður rétt hælisleitenda til grunnþjónustu á borð við fæði, húsnæði og nauðsynlega heil- brigðisþjónustu þegar ákvörðun um brottvísun liggur fyrir. Það er ekki að ástæðulausu að þetta frumvarp hefur verið kallað ógeðslegasta frum- varp sem lagt hefur verið fram. Svona er afrakstur heildarumræðu um útlendingalöggjöfina. Það er trúnaðarbrestur í þessum málaflokki sem er tilkominn af því að venjulegir Íslendingar vilja bjóða fólk á flótta velkomið en stjórnvöld vilja reka það á dyr með skilvirkum hætti. Í því liggur ágreiningurinn en ekki í lagatæknilegum útfærslum. n Skilvirk illska SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 25. maí 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.