Fréttablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 15
KYNN INGARBLAÐ ALLT MIÐVIKUDAGUR 25. maí 2022 Birgir Már hefur lengi haft gríðarlega ástríðu fyrir viskíi og segist hafa byrjað að smakka það áður en hann mátti byrja að drekka. Hér stillir hann sér upp fyrir framan eimunargræjurnar í Þoran distillery í Hafnarfirði. Hann segir það gefandi en þó krefjandi að starfa í sterkvínsbransanum á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Eimar af einlægri ástríðu Birgir Már Sigurðsson er einn af þeim sem hafa á síðustu árum lagt í það krefjandi en spenn- andi verkefni að framleiða íslenskt áfengi. Ásamt því að framleiða íslenskt gin og eina ís- lenska Limoncello-ið á markaðnum, liggja nú 4.000 lítrar af viskíi í þroskun á tunnum. 2 thordisg@frettabladid.is Flestir vilja njóta ferðalaga án þess að þurfa að takast á við veikindi. Til að minnka líkur á veikindum þarf ferðalag vandaðan undir­ búning. Þetta á sérstaklega við um ferðir á framandi slóðir þar sem sjúkdómar sem ekki þekkjast á Íslandi eru landlægir. Ávallt skal ganga úr skugga um hvort óhætt sé að drekka kranavatn í landi sem dvalið er í. Algengt er að kranavatn sé ekki neysluhæft. Getur þar verið um að ræða mengun vegna efna, einfrumunga, baktería og veira. Suða í 5 mínútur drepur einfrum­ unga og örverur í vatni en losar það ekki við efnamengun. Til þess þarf sérstaka filtera. Heimamenn sía gjarnan kranavatn með filterum en einfaldara er fyrir ferðafólk að kaupa vatn á innsigluðum flöskum. Heimamenn vita best Á ferðum úti í náttúrunni þarf að kanna hvort óhætt sé að drekka vatn úr ám og lækjum. Séu lækir tærir og hreinir er óhætt að drekka vatnið ef síað með filter sem hreinsar úr því einfrumunga eða örverur sem valdið geta sjúk­ dómum. Filterar eru mismunandi eftir því hvort vænta má eingöngu einfrumunga eða hvort sía þarf úr örverur. Best er að kaupa filtera á staðnum því afgreiðslufólk þar veit hvað þarf að nota á svæðinu. Til eru vatnsbrúsar með slíkum filterum sem nota má á ferðalögum í náttúr­ unni. Á svæðum þar sem vatn er sýnilega óhreint eða hætta er á efnamengun ætti að bera með sér allt drykkjarvatn. n HEIMILD: HEILSUVERA.IS Vatn á ferðalagi Kranavatn getur reynst varasamt. ALOE VERA MELTING & BÓLGUR 85%VIRKTCURCUMIN www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.