Fréttablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 10
Okkur er annt um vörumerkið og viljum styrkja stöðu okkar hægt og bítandi. Helgi Rúnar Óskarsson Hrafnhildur Hermannsdóttir starfar sem markaðsstjóri Eldum rétt. Hún nýtur þess að hreyfa sig og skipa hlaup stóran sess í hennar lífi. Hver eru þín helstu áhugamál? Síðustu ár hafa hlaup skipað stærstan sess í þeirri deild. Ég nýt hvers konar hreyfingar mikið en hlaupin gefa mest. Ég hef náð að flétta saman hreyfingu og samveru­ stundum með vinkonum mínum sem er ómetanlegt. Við höfum sett okkur saman markmið, við hlupum hálfmaraþon í kringum Mývatn síðasta sumar og svo stefnum við á Dyrfjallahlaupið á Borgarfirði eystri í sumar. Hlaupin eru líka svo dásam­ leg hugleiðsla sem gefur tækifæri til að hreinsa hugann. Hvernig er morgunrútínan þín? Þegar best lætur fer ég þrisvar í viku á æfingu áður en fjölskyldan fer á fætur. Það er draumabyrjun á deginum, að fara full af orku inn í daginn. Við reynum að eiga rólega morgna með krökkunum áður en þau fara í skóla og leikskóla og það tekst oftast. Stundum er þetta þó eins og upphafsatriðið í Home Alone þegar allir hlaupa sitt í hverja áttina og enginn finnur neitt. Þá er líka ansi góð stund að setjast niður með kaffibollann í kyrrðinni í vinnunni og skipuleggja daginn. Hver hafa verið mest krefjandi verkefnin á undanförnum miss- erum? Það er líklegast eins og hjá flest­ um – Covid. Yngsta barnið okkar fæddist í febrúar 2020 svo ég var að byrja í fæðingarorlofi þegar Covid skall á. Ég hafði séð fyrir mér langa göngutúra og kaffihúsahittinga með vinkonum. Þetta er þriðja barnið okkar svo markmiðið í fæðingar­ orlofinu var að slaka vel á og njóta. En það breyttist ansi snögglega. Miklar áskoranir biðu okkar næstu tvö ár í Eldum rétt. Það var mikil aukning í pöntunum og á sama tíma samkomutakmarkanir. Skrif­ stofustarfsfólk vann heima svo ég og maðurinn minn unnum saman heima með yngsta krílið í fæðing­ arorlofi og hin tvö óreglulega í leik­ skólanum. Við komum sem betur fer vel undan Covid á vinnustaðnum og enginn veiktist alvarlega. Ég fékk þó frekar slæma Covid­ sýkingu sjálf og missti heilsuna í nokkra mánuði. Ég hef verið mjög heilsuhraust í gegnum tíðina svo þetta var mjög krefjandi tímabil og þá ekki síst andlegi hlutinn sem fylgir svona líkamlegum veikindum. Ég hef þurft að læra að kúpla mig niður og taka einn dag í einu. Hvaða áskoranir eru fram undan? Við erum í stöðugri þróun á okkar starfsemi. Við erum byrjuð með prófanir á nýju áskriftakerfi sem verður eitt það persónumiðaðasta sem sögur fara af. Þá erum við að fara að hefja vegferð með nýjum eig­ endum sem gerir okkur kleift að fara af stað með stór verkefni. Eldum rétt á mikið inni og möguleikarnir eru endalausir. Við fáum mikla endur­ gjöf frá viðskiptavinum okkar sem hika ekki við hrósin, hvetja okkur áfram en láta okkur líka vita hvar er rými fyrir bætingar. Ég hef mikla þörf fyrir að láta gott af mér leiða og í starfi mínu fæ ég mörg tækifæri til þess. Ef þú þyrftir að velja annan starfs- frama, hvað yrði fyrir valinu? Mér þykir óneitanlega alltaf mjög vænt um hjúkrunarfræðina. Áður starfaði ég á sængurlegudeild á Land­ spítalanum og á Heilsugæslunni, meðal annars í ungbarnaeftirliti, og þar fann ég mig vel. Það er mjög gefandi að vinna með nýbökuðum foreldrum og ungbörnum í nánum samskiptum. Þetta er viðkvæmur hópur sem þarf að styðja vel við og hlúa að. Hver er þín uppáhaldsborg? París er uppáhaldsborgin mín. Hún hefur allt að mínu mati – góðan mat og fallegt umhverfi, það er hægt að ganga um alla borgina og njóta. n Hlaupin hafi skipað stóran sess Hrafnhildur segir að uppáhaldsborgin hennar sé París enda sé þar einstak- lega góðan mat að fá. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Nám: Hjúkrunarfræði. Störf: Markaðsstjóri Eldum rétt. Fjölskylduhagir: Er í sambúð með Kristófer Leifssyni og eigum við saman þrjú börn, Áróru 7 ára, Al- bert 4 ára og Matthildi Söru 2 ára. n Svipmynd Hrafnhildur Hermannsdóttir 66°Norður hyggst opna 300 fermetra verslun á Regent Street í London fyrir lok september. Forstjórinn segir rökrétt að fikra sig inn á breskan markað eftir vel­ gengni fyrirtækisins í Dan­ mörku síðustu ár. ggunnars@frettabladid.is Verslun 66°Norður í London verður sú þriðja sem fataframleiðandinn opnar utan Íslands en fyrir eru tvær verslanir í Kaupmannahöfn. Helgi Rúnar Óskarsson forstjóri segir undirbúning hafa staðið yfir um nokkurra ára skeið. „Við höfum lagt áherslu á að vanda okkur í þessu. Við höfum í raun verið til­ búin í talsverðan tíma en ákváðum að bíða af okkur heimsfaraldurinn. Þetta er í raun mjög rökrétt skref á þessum tímapunkti.“ London hefur verið leiðandi í fataiðnaði og smásölu á evrópskan mælikvarða og segir Helgi því um mikilvægt skref að ræða og stóra fjárfestingu. „Félagið stendur vel og er með sterkan efnahagsreikning. Það skiptir máli þegar stigið er inn á svo stóran markað. En við höfum unnið okkar heimavinnu og byggj­ um þessa ákvörðun á ítarlegum greiningum. Við vitum að breskur markaður er mjög móttækilegur fyrir okkar vörum og sjáum það greinilega í vefversluninni okkar sem dæmi. Þar eru Bretar stór hluti núverandi viðskiptavina okkar. Íbúar London eru meira að segja mjög áberandi,“ segir Helgi. 66°Norður opnaði sína fyrstu verslun í Kaupmannahöfn árið 2014. Fyrirtækið rekur tvær versl­ anir í borginni í dag og hefur átt í samstarfi við þarlenda fatafram­ leiðendur og hönnuði undanfarin ár. „Okkur hefur gengið vel í Dan­ mörku og vörumerkið er komið á kortið. Við áttum okkar besta ár í sölu úti í Danmörku í fyrra. Sem er merkilegt því verslanirnar voru lok­ aðar svo mánuðum skipti vegna far­ aldursins. Það er meðbyr með okkur og við finnum að vörumerkinu vex ásmegin.“ Helgi segir miklu máli skipta að hafa fulla stjórn á því hvernig vörumerki er byggt upp á nýjum markaði. „Það er helsti kosturinn við að opna eigin verslanir og þess vegna leggjum við mikla áherslu á það. Okkur er annt um vörumerkið og viljum styrkja stöðu okkar hægt og bítandi. Við sjáum klárlega fyrir okkur að opna fleiri verslanir í Bret­ landi í framtíðinni en við tökum eitt skref í einu. Þetta er þolinmæðis­ vinna og mikilvægt að gera þetta rétt og vera raunsær.“ Verslun 66°Norður á Regent Street verður flaggskip fataframleiðand­ ans. Helgi vonast til að geta tekið á móti fyrstu viðskiptavinunum í London fyrir lok september. „Við eigum eftir að fá húsnæðið afhent. Ef samningar ganga eftir og allt verður eins og um var samið þá á það að ganga upp. Við erum full eftirvænt­ ingar og hlökkum til að taka þetta skref,“ segir Helgi Rúnar. n Ný verslun í London verður flaggskipið Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður, segir London rökrétt næsta skref fyrir ört vaxandi vörumerki. MYND/AÐSEND 10 Fréttir 25. maí 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 25. maí 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.