Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2018, Blaðsíða 5
Siglfirðingablaðið 5
Boðið var upp á fjölda viðburða í
bænum þessa helgi. Meðal annars
opnun sýningar Ólafar Birnu
Blöndal “Þótt líði ár og öld” og
síðan stóðu Siglfirðingafélagið
og Vildarvinir Siglufjarðar fyrir
tveimur sýningum.
Fjölmenni í Bláa húsinu
Fjölmenni var á opnu húsi
Siglfirðingafélagsins en félagið
bauð bæjarbúum og gestum
bæjarins á opið hús í Bláa húsinu
laugardaginn 19. maí milli kl.
16 og 18. Þar stóðu félögin fyrir
tveimur sýningum:
Húsin í bænum og
Andlit bæjarins frá 1960.
Húsin í bænum er sýning
með teikningum eftir Braga
Magnússon, lögregluþjón, af
húsunum í bænum sem sum hver
eru nú horfin. Lögð var mikil
vinna í veglega sýningarskrá sem
inniheldur um 80 myndir eftir
Braga sem munu nú varðveitast
um ókomna tíð.
Gunnar Trausti Guðbjörnsson og
fjölskylda Braga áttu veg og vanda
að sýningunni.
Sýningarskráin, sem er ómissandi
inn á hvert siglfirskt heimili, er til
sölu hjá Merkismönnum,
Ármúla 36 og kostar 2.000 kr.
gunnar@merkismenn.is
Teikningar Braga þökktu veggina
en uppi á stórtjaldi í enda salarins
var brugðið upp myndbrotum
úr kvikmyndum sem teknar
höfðu verið á Siglufirði fyrir
50 árum – sýningin Andlit
bæjarins frá 1960. Megnið af
myndunum höfðu félagar í
kvikmyndaklúbbnum Linsunni
tekið.
Um er að ræða skemmtilega og
líflega kvikmyndabúta og hljóð
upptökur af lífinu í Æskó, síldar
vinnslu, byggingu Strákaganga,
æfingum hjá KS og fleira og fleira.
Aðstandendur útgáfu bókarinnar um myndir Braga; Gunnar Trausti,
Kristján Benediktsson og Systa Braga.
Alli Rúts afhenti ferðafélagi Félags eldriborgara á Skálarhlíð veglega peningagjöf sem
safnaðist við sölu bókarinnar um Alla, sem kom út fyrir síðustu jól. Með honum á
myndinni eru Ingvar Ágúst Guðmundsson, formaður félags eldri borgara á Siglufirði
og Björg Friðriksdóttir, gjaldkeri félagsins.