Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2018, Blaðsíða 6
Siglfirðingablaðið6
Grafarvogskirkja 27. maí
Hátíðardagskrá í Siglfirðingakaffi
Grafarvogskirkja var þétt setin
í Siglfirðingakaffinu þegar á
fjórða hundrað manns mættu
til messu, í kaffið og í sérstaka
hátíðardagskrá. Þeir félagar
Karíus og Baktus skemmtu
yngri kynslóðinni á neðri hæð
kirkjunnar.
Dagurinn hófst með messu.
Séra Vigfús Þór Árnason
þjónaði fyrir altari ásamt
siglfirsku prestunum Arnfríði
Guðmundsdóttur, prófessor við
Háskóla Íslands, séra Kjartani
Erni Sigurbjörnssyni, sjúkra
húspresti og séra Díönu Ósk
Óskarsdóttur sjúkrahúspresti.
Snævar Jón Andrésson þjónaði
einnig. Ritningarlestra lásu
Hermann Jónasson, Kristján L.
Möller, Jónas Skúlason og Rakel
Fleckenstein Björnsdóttir. Kór
Grafarvogskirkju söng undir
stjórn Hákonar Leifssonar.
Hlöðver Sigurðsson söng einsöng
en síðan fluttu þeir bræður Hlöð
ver og Þorsteinn Sólsetursljóð séra
Bjarna Þorsteinssonar.
Siglfirðingakaffið
Kökuborðið svignaði að vanda
undan kræsingum. Bæjarstjórn
Fjallabyggðar sendi félaginu
köku í tilefni dagsins, Geiri
Erlends í Geirabakaríi og Kobbi
og Elín í Aðalbakaríi gáfu
kökur og árgangar 1958, 1968,
1978 og 1988 gáfu kökur og
aðstoðuðu við borðaröðun,
uppvörtun og frágang. Stjórn
Siglfirðingafélagsins færir þessum
aðilum og öllum þeim fjölmörgu
sem gáfu kökur kærar þakkir.
Hátíðardagskrá eftir kaffi
Sætabrauðsdrengirnir, með
Hlöðver Sigurðsson í broddi
fylkingar, hófu dagskrána og
skemmtu afmælisgestum á sinn
einstaka hátt með fallegum
söng, gríni og glensi. Steinunn
Sveinsdóttir, formaður bæjarráðs
Fjallabyggðar hélt tölu og færði
Siglfirðingum öllum kveðjur frá
bæjarstjórn Fjallabyggðar.
Hátíðarræðuna flutti Kristján
L. Möller, fyrrv. bæjarfulltrúi,
ráðherra og alþingismaður.
Guðmundur Stefán Jónsson
sýndi klippuna sem gerð var úr
sjónvarpsþáttum RÚV og sagði
frá gjöfinni sem Vildarvinir
Siglufjarðar og Siglfirðingafélagið
færðu Fjallabyggð.
Leó R. Ólason og Hallvarður
Óskarsson lokuðu síðan dag
skránni með siglfirskum tónum
og allir héldu glaðir út í daginn
eftir mjög svo ánægjulega
samveru.