Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2018, Blaðsíða 21
Siglfirðingablaðið 21
og hafði m.a. það sérstæða
hlutverk að sitja fyrir framan
bassatrommuna til að hún yrði
kyrr á sínum stað meðan Guðni
lamdi húðirnar, en hann átti þó
einnig til að taka eitt og eitt lag
inn á milli.
Nafnlausu hljómsveitirnar.
Um svipað leyti og Óskar
Elefsen, Finni Hauks, Biggi
Inga og Siggi Blöndal hófu
æfingar í kjallaranum heima
hjá Óskari á Suðurgötunni, var
unglingahljómsveitin Hendrix
að leysast upp. Þórhallur vildi
spreyta sig með einhverjum lengra
komnum og hóf æfingar með
Þolla Halldórs, Stúlla Kristjáns og
Vidda Jóhanns. Þetta band sem
enginn sem ég þekki til man eftir
að hafi borið neitt nafn, spilaði á
einu balli í Æskó og var saga þess
þar með öll því að Stúlli þurfti
að skila rafmagnsorgelinu sem
hann fékk lánað hjá þeim sem
þetta ritar. Fáeinum mánuðum
síðar lá leið Þórhalls í Lísu með
Eið og félögum, en hann átti
auðvitað eftir að koma meira
við sögu síðar. Kjallarabandið
á Suðurgötunni náði aldrei að
spila opinberlega og kom sér
heldur aldrei upp neinu nafni.
Helmingur þess sameinaðist
síðan helming Hendrix, en sú
afurð fékk æfingaraðstöðu í
kaffistofunni í Ísafold. Þökk
fyrir það Skúli Jónasson.
Þar með varð til enn ein
nafnlausa hljómsveitin sem
samanstóð af Óskari Elefsen,
Bigga Inga, Guðna Sveins og
undirrituðum. Guðni sem nú
var orðinn sólógítarleikari, æfði
stíft endalausar fingraæfingar,
var sendur í sveit um sumarið
inn á Reykjarströnd í Skagafirði,
en tók auðvitað gítarinn með.
Við Óskar hjóluðum þá upp á
Krók, m.a. í því skyni að veita
honum móralskan stuðning í
æfingabúðunum, en snérum
reyndar við þar vegna þess hve við
vorum orðnir þreyttir.
Fyrsta og jafnframt síðasta giggið
okkar var í Gagganum, en þar
fengum við náðarsamlegast að
koma fram á Diskóteki. Það fór
bókstaflega allt úrskeiðis sem
farið gat úrskeiðis. Bilaðar snúrur,
sambandsleysi í magnara, suð og
urg sem enginn vissi hvaðan kom
og allir við það að fá taugaáfall.
Útkoman var verulega vond
svo ekki sé meira sagt og eftir
fjögur lög hrópaði ein skólasystir
mín eins hátt og raddböndin
leyfðu: “Komiði með diskótekið
aftur”, og það varð endirinn á
útgerðinni. Ég fann Guðna vin
minn svolitlu síðar um kvöldið
sitjandi úti á tröppum þar sem
hann bar sig ekki sérlega vel.
Ég mælti einhver huggunarorð
sem dugðu þó skammt og
sagði eitthvað í þá áttina að
þetta gengi nú bara betur næst.
“Skítt með hvernig þetta gekk
hjá okkur, en hvað heldurðu að
stelpurnar segi eftir þetta” svaraði
sólógítarleikarinn.
Hljómsveitin með undarlega
nafnið.
Það er ekki hægt að ljúka
upptalningunni á siglfirskum
unglingahljómsveitum sem lifðu
mjög stutt og spiluðu lítið sem
ekkert án þess að nefna eina
til, en val á nafni hennar olli
Við Guðni Sveins vorum miklir mátar og áttum það jafnvel til að klæða okkur með
svipuðum hætti eins og sjá má.
Guðmundur Ingólfsson söngvari og
gítarleikari hljómsveitarinnar FART.