Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2018, Blaðsíða 14

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2018, Blaðsíða 14
mála sannast að oft fór síldin að heiman. Oft var fjör þegar mikið veiddist af síld – eins og t.d. lýðveldisárið 1944 ­ sem var metsíldarár, svartur sjór af síld á Grímseyjarsundi og skipin sigldu drekkhlaðin dag eftir dag til hafnar á Siglufirði. Þetta var minnisstætt síldarár og eins konar morgungjöf til lýðveldisins og staðfesting á því að þjóðin gat verið sjálfstæð. En oft var líka dapurt þegar síldarleysi var, eins og t.d. árið á eftir – árið 1945 og Siglfirð­ ingar hafa reynt það, öðrum Íslendingum fremur, að fáar þjóðir eru jafn háðar náttúru­ öflunum og Íslendingar því að lengi byggðu þeir hagsæld sína á kenjóttustu skepnunni í sjónum – síldinni – silfri hafsins. Álög síldarleysis hvíldu þyngst á okkur Siglfirðingum í lok sjöunda áratugarins. Þá hvarf síldin alveg og erfiðleikatímabil hófst og þjóðin öll gekk í gegnum mikla kreppu, því síldin var þá jafn mikilvæg þjóðarbúskapnum og aðrar fisktegundir hin síðari ár. Þetta er hollt að hafa í huga. Ég minni á það sem ég sagði hér fyrr að árið 1950 bjuggu um 3100 manns á Siglufirði en í dag um 1250. Ég fullyrði að enginn kaupstaður hefur þurft að glíma við aðra eins erfiðleika og íbúafækkun út af atvinnháttabreytingu. Við tóku döpur ár, allt of mörg ár var beðið eftir að síldin kæmi aftur, sem ekki gerðist. Því þurfti að snúa vörn í sókn, skapa ný atvinnutækifæri sem tókst að vissu leyti ­ en ekki öllu. Mér hefur verið tíðrætt um fortíðina og hina glæstu sögu Siglufjarðar á fyrri hluta síðustu aldar þegar við Íslendingar vorum að berjast fyrir fullveldi og við Siglfirðingar fyrir viðurkenningu kaupstaðarréttinda í hinum ört vaxandi bæ okkar. Ég ætla núna að ræða um tímann frá því að ég var barn og unglingur að alast upp á Siglufirði og til dagsins í dag. Ég er fæddur árið 1953, er árgangur ´53 eins og okkur er tamt að segja, og náði því sem barn í sporðinn á síldinni. Á sumrin urðum við sannarlega vör við síldarævintýrið og hrifumst með, en svo var það allt í einu á enda, einmitt þegar við vorum að nálgast fullorðinskaupið. Ég fékk að vinna hjá Skafta á Nöf við að ýta slorinu og hausunum í úrgangsþróna og passa upp á hreinsa ristina sem átti að sía vatnið frá til að það færi ekki of mikið af því í þróna, því þá mátti rekja slóð vörubílsins frá þrónni upp brekkuna og um bæinn niður í Ríki eða Rauðku þar sem þetta gúmmilaði var brætt. Göturnar á Sigló voru nefnilega ekki malbikaðar á þessum árum,heldur slori lagðar ef svo má að orði komast, en vel á minnst. Vissuð þið að á Siglufirði var ein af fyrstu götunum á Íslandi lögð varanlegu slitlagi? Nei etv. ekki, en þetta á við um hluta Tjarnargötunnar sem steyptur var á árunum 1935­ 1938. Seinna var ég hækkaður í tign á Skaftaplaninu og fékk það verkefni að gefa tunnur og hringi, eins og enginn væri morgun­ dagurinn. En söltun hjá Skafta á Nöf tók enda eins og margt annað og nú hófust flutningar á bræðslusíld frá fjarlægum miðum á nútímalegan hátt. Á vegum SR var útbúið heljarinnar mikið og vel tækjum búið síldarflutningaskip – Haförninn, sem kom með marga farma af síld til bræðslu hjá SR. Á þessum árum sem eru unglings­ ár mín vann ég á rannsóknarstofu SR sem sendill og það á 6 tíma vöktum og þá var oft mikið fjör­ sérstaklega á næturvöktunum því ekki var mikið að gera annað en að ná í mjölprufu út í mjölhús á klukkustundar fresti og rannsaka það næstu 10 mín og skila svo niðurstöðu til kyndaranna í SR 46, hinar mínútur klukkutímans voru í raun og veru frjálsar og þá var hjólað um bæinn og fylgst með mannlífinu, bæði úti á götu, á skemmtistöðunum og ekki síst í brökkunum en „Ekki er spurningum öllum þó svarandi ­ um það sem gerðist þar “ ­ eins og segir í einu síldarkvæðinu sérstaklega vegna þess að við erum nú stödd í Guðshúsi. En eftir á að hyggja skilur maður ekki hvers vegna íbúatalan fór niður en ekki upp. Já það var gaman að fylgjast með brakkalífinu á Sigló á þessum unglingsárum, sennilega sæti maður inni á Litla Hrauni ef Siglfirðingablaðið14 Hér fylgist Krisján ungur með Hannesi Baldvinssyni meta síldar.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.