Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2018, Blaðsíða 16
Jón Kjartansson bæjarstjóri var
að halda árshátíðarræðuna og
var orðinn ansi langorður að
mati Jónasar og ræddi m.a um
fráveitumál, líkt og Gunnar
Birgisson gæti gert í dag. Jónas
samdi vísu og stakk í kassann og
var síðan kallaður upp til að fá
fyrstu verðlaun fyrir vísu sína sem
var svona.
Ræðan hans Jóns var nokkuð góð
þar sem hann stóð.
En það er svo margt í þessum bæ -
sem rennur út í sæ.
Good bæ
Já þetta voru dýrðartímar en
erfiðir og tóku sinn toll.
Mörgum utanbæjarmönnum
finnst landið vera fullt af
Siglfirðingum, þeir eru alls staðar
og eru hreyknir af uppruna
sínum. En sagan um hversu
Siglfirðingar eru margir er best
sögð svona: Siglfirðingar eru í
kringum 25 þús. alls, 1250 eru
nú á Siglufirði að gera það sem
þar þarf að gera, hinir 23.750
hafa dreift sér um landið og
heiminn og gegna þar ýmsum
nauðsynlegum trúnaðar og
ábyrgðastörfum. T.d. má geta þess
að Siglfirðingar áttu annan stærsta
þingflokk á Alþingi árið 2003
eða samtals 18 þingmenn og geri
aðrir betur.
Ég fæ ekki fullþakkað að hafa
fæðst og alist upp á þessum stað
og á þessum tíma. Engar tölvur,
gemsar eða Ipaddar, bara samvera,
vinna og endalausir leikir.
Munið þið t.d. eftir þessu: Kóka
kóla og þrjár heitar kótilettur
í raspi í hálfleik í bíóinu!
Siglingar á drekkhlöðnum blikk
kæjökum, án björgunarvestis!
Boltaleikurinn – yfir við hjallinn
á Laugarveginum, þar sem einn
í hvoru liði hafði það hlutverk
að plokka út harðfisk handa öllu
liðinu! Haustin þegar byrjað var
að dimma að fara um og gera at í
fólki!
Já og að hreinsa upp þessi fáu
jarðarber sem uxu í garðinum hjá
Stebba í Seljalandi!
Og svona mætti lengi telja.
Ég get líka þakkað það að hafa
getað endurgoldið Siglufirði
að nokkru þetta atlæti á
uppvaxtarárunum með vinnu
minni fyrst sem Íþrótta og
æskulýðsfulltrúi bæjarins þar sem
mikil uppbygging átti sér stað,
síðan sem bæjarfulltrúi til 12 ára,
þar sem ég kom m.a. annars að
sölu raf og hitaveitu Siglufjarðar
til að grynnka á skuldum bæjar
sjóðs, sem voru mjög miklar,
en um leið með samningi við
þáverandi ríkisstjórn um yfirtöku
mikilla skulda hitaveitunnar áður
en til sölu kom, svo að mörgum
ráðherrum blöskraði atgangur
okkar. Af þessu tilefni orti
Sighvatur Björgvinsson ráðherra:
Siglfirðingar suður héldu
saman gerðu ys þar
eigur sínar allar seldu
í það minnsta tvis-var.
Einnig kemur upp í hugann
barátta fyrir Héðinsfjarðar
göngum allan þennan tíma.
Og að lokum fæ ég seint þakkað
mikinn og góðan stuðn ing í
mínum heimabæ við nokkuð
mörg prófkjör svo og kosningar
til Alþingis, en á Alþingi starfaði
ég í tæp 17 ár og sem samgöngu
ráðherra í rúm þrjú ár, m.a á
verktíma Héðinsfjarðarganga
þegar allt stefndi í óefni í hruninu
margfræga þar sem menn óttuð
ust oft um framhald verksins
vegna ýmissa utanaðkomandi
aðstæðna. Sú saga verður etv sögð
síðar.
En Héðinsfjarðargöng voru
kláruð og tekin í notkun haustið
2010 og ég fullyrði að engin
einstök framkvæmd hefur haft
eins jákvæð áhrif á að snúa
vörn í sókn í heimabæ okkar.
Endurreisn bæjarins hófst þá
og ekki get ég látið hjá líða að
minnast á alla hina miklu og
glæsilegu uppbyggingu Róberts
Guðfinnssonar og ýmissa annara
bæjarbúa.
Siglufjörður er aftur kominn á
landakortið, ekki sem höfuð
staður síldveiða, heldur sem
einn mest spennandi kaupstaður
landsins til að heimsækja og
dvelja í, fallegt umhverfi, gott
mannlíf, eitt besta skíðasvæði
landsins, nýr golfvöllur, ótal
margar fallegar gönguleiðir og
margt margt fleira.
Í lokin finnst mér gott að fá að
koma því að að í dag er 100
ára fæðingarafmæli föður míns
Jóhanns G. Möller, eins mesta
Siglfirðings sem ég hef kynnst.
Hann fæddist 27. maí 1918,
fjórði í röð 8 barna Christians
Ludvig Möller lögreglu
þjóns og Jónu Sigur bjargar
Rögnvaldsdóttur. Hann kom
víða við í félagsmálum bæjar
ins og var m.a. bæjarfulltrúi
Alþýðuflokksins í aldarfjórðung
frá 1958 1982.
Og meira af afmælum, því Alda
systir mín er 70 ára í dag.
Sem sagt, stór hátíðardagur.
Ég þakka enn á ný fyrir það
tækifæri að fá að halda hátíðar
ræðu dagsins hér á 100 ára afmæli
bæjarins okkar. Við eigum öll
sterkar rætur í bænum sama
hvernig hann breytist og hvar
við erum og ég vil leyfa Snorra
Jónssyni að eiga hér síðustu orðin:
Ennþá kúrir bærinn sig
inn á milli fjalla
og ennþá vakir þráin
í huga sérhvers manns.
Það er alveg sama hvar
Siglfirðingur sefur
silfurtær er fjörðurinn
ætíð í draumum hans.
Siglfirðingablaðið16