Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2018, Blaðsíða 20
Siglfirðingablaðið20
laust við að okkur strákunum yrði
svolítið bilt við þegar fyrstu tónar
fyrsta lagsins á Asíðunni “Good
times, bad times” rauf þögnina
í herberginu sem hafði verið
þrungin talsverðri eftirvæntingu.
Eftir að hafa hlustað á alla
plötuna sagði einhver í hópnum:
“Jú, þetta er nú bara alveg þó
nokkuð gott”.
Bláu Bítlarnir og fleiri
upprennandi barnastjörnur.
Við Hendrixliðarnir byrjuðum
að æfa í kjallaranum heima hjá
Óttari, en síðar fengum við inni
í Æskó um tíma. Um svipað
leyti æfði barnaskólahljómsveitin
Bláu Bítlarnir þar uppi í risi, þ.e.
þeir Finni Hauks, Siggi Blöndal,
Bjössi Sveins og Robbi Guðfinns.
Halli Gunni mun einnig hafa
staldrað við alveg örstutt, en
hann var látinn fara þar sem
hann taldist ekki eiga samleið
með hinum strákunum af þeirri
ástæðu að hann var allt of góður.
Þegar leið á líftíma bandsins sem
var reyndar ekkert mjög langur,
gerðist Robbi umboðsmaður og
Biggi Inga tók við trommunum,
en hann hafði aðeins spilað með
lúðrasveitinni sem Hlynur Óskars
stjórnaði um þær mundi. Simon
says, You can dance, Yummy
yummy yummy og Money
money voru vinsælustu lögin og
á þessum tíma var Simon says
líklega á lagalista allra starfandi
hljómsveita á Siglufirði og þótt
víðar væri leitað. Meira að segja
líka hjá Hrím og var þar mikið
stílbrot innan um allan blúsinn
og eðalrokkið. Stjáni bróðir Finna
söng You can dance í Max, og
Finni söng það þess vegna líka
í sinni hljómsveit, en Gunna
Finna söng það svo líka heima á
Eyrargötunni á góðum stundum
og spilaði að sjálfsögðu undir
á kassagítarinn. Bláu Bítlarnir
munu hafa spilað á einu balli
í Æskó auk þess að koma einu
sinni fram hjá Max.
Finni sagði að Robbi hefði
verið góður umboðsmaður og
hann hefði hugsað mikið um að
græjumálin væru í góðu lagi. Á
þessum tíma voru flestir að nota
hvítu Teisco88 magnarana sem
reyndust ágætlega, en öryggin í
þeim áttu það þó til að springa.
Kannski var það vegna þess að
stundum voru margir að nota þá
á sama tíma og þeir ekki þolað
álagið, en dæmi voru þess vegna
um að þau voru fjarlægð og
nagli settur í staðinn. Einhvern
tíma mun Robbi hafa verið að
sýsla með sprungið öryggi, en
fyrir einhverja rælni stungið
fingrinum í gatið þar sem öryggið
átti að vera. Ekki var að sökum
að spyrja, mikill hvellur, reykur
og eldglæringar fylgdu þessari
aðgerð og umboðsmaðurinn
sem varð þarna vel upplýstur
um hvernig rafmagn hegðaði
sér, mun framvegis hafa betur
kunnað fingrum sínum forráð í
öryggismálum.
Stebbi Fidda, Matti Ægis og
Bjössi Jósefínu (og e.t.v. einhverjir
fleiri) æfðu nokkur vel valin lög
um svipað leyti og komu fram
við ýmis tækifæri. Bjössi var
söngvarinn í hópnum og söng
m.a. rússnesk þjóðlög, en hann
hafði mikla og djúpa rödd.
Stebbi sagðist hafa eignast
sinn fyrsta gítar á eins konar
fjármögnunarleigu hjá Robba.
Stutta útgáfan af sögunni var að
Stebba vantaði gítar en átti ekki
pening. Robbi átti pening en
vantaði ekki gítar. Robbi keypti
gítar handa Stebba sem borgaði
Robba þegar hann fékk borgað
fyrir að spila á gítarinn. Ekki
mjög flókið.
Og Stebbi Fidda kom víðar við
á þessum árum, því hann varð
einnig liðsmaður í hljómsveitinni
Áhrif sem æfði stíft um tíma í
kjallaranum í Æskó um eða upp
úr 1970 en spilaði þó eitthvað
lítið. Þar voru einnig liðsmenn
þeir Raggi Tona (söngvari) Baldur
Jörgen, Guðni Sölva, Matti Ægis,
Kristinn Ásmundsson (örfhentur
gítarleikari úr Fljótunum sem
síðar spilaði með Upplyftingu) og
Björn Valur Gíslason skipstjóri,
fyrrverandi alþingismaður og
aðal hugmyndafræðingurinn í
Roðlaust og Beinlaust. Ekki má
svo gleyma að nefna til sögunnar
Halla Bó sem var sérlegur
fylgifiskur hljómsveitarinnar
Í Gagganum varð til hljómsveitin Tupamaros, en þar voru á ferðinni að miklu leyti
sömu drengir og skipuðu Bláu Bítlana áður, en þeir voru Stebbi Fidda, Bjössi Sveins,
Höddi Júll og Siggi Blöndal. Tupamaros spilaði meðan hún var við lýði á nokkrum
böllum í Gagganum, Æskó og a.m.k. einu sinni í Allanum.