Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2018, Blaðsíða 11
Afmælisgjöfin sjálf
- efnisyfirlit
Forsala hjá Síldarminjasafninu
í síma 467 1604 eða með tölvupósti: safn@sild.is
Verð kr. 9.500,-
Fáir bæir eiga jafn viðburðaríka sögu og Siglufjörður; hið ótrúlega ris staðarins sem
byggðist á síldinni, einum helsta örlagavaldi Íslendinga á 20. öld. Lítið og afskekkt hákarla
þorp komst óvænt í alfaraleið erlendra fiskveiðiþjóða og varð að höfuðstað síldarinnar í
Atlantshafi. En svo hvarf síldin – hvað gerðist þá í þessari litlu borg við ysta haf?
Hér er sagan rakin í 140 völdum ljósmyndum og stuttum textum á íslensku og ensku.
Sam tímis því að skoða meginþættina í sögu staðarins er skyggnst ofan í hið smáa og
hvers dagslega, athafnir hinna fullorðnu og leiki barnanna svo dæmi séu nefnd.
Þetta er bók sem allir þeir sem áhuga hafa á sögu Siglufjarðar, eða tengjast honum á einn
eða annan hátt, ættu að eiga.
Höfundar bókarinnar eru starfsfólk Síldarminjasafns Íslands, Anita Elefsen safna
og sagnfræðingur, Steinunn M. Sveinsdóttir sagnfræðingur og Örlygur Kristfinnsson
mynd listarmaður.
Ný og glæsileg ljósmyndabók væntanleg í desember:
Sigluf jörður
Ljósmyndir / Photographs
1878–2018