Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2018, Blaðsíða 25
Siglfirðingablaðið 25
Bragi starfaði lengi og vel að
íþrótta og félagsmálum. Hann
var um langt árabil einn af bestu
knattspyrnumönnum Siglfirðinga,
traustur og útsjónarsamur
bakvörður sem mótherjar liðs
ins lærðu fljótt að bera fulla
virðingu fyrir. Hann var og góður
sundmaður en keppti ekki í
þeirri grein. Golf stundaði hann
allmikið á síðari hluta ævinnar.
Skíði stundaði hann dálítið og
keppti í göngu á skíðamótum
á yngri árum. Vegna farsælla
starfa hans í íþróttahreyfingunni
hlóðust á hann störf í þágu
skíðaíþróttarinnar langt fram
eftir aldri, m.a. var hann lengi
dómari við skíðastökk, bæði á
landsmótum og í heimahögum.
Þá stundaði hann stangaveiði og
var mjög áhugasamur um ræktun
Fljótaár sem Stangaveiðifélagið á
Siglufirði hafði á leigu um langt
skeið.
Bragi eignaðist traustan hóp vina
og félaga í íþróttahreyfingunni
á Siglufirði á æskuárum, en
nýir bættust stöðugt í hópinn,
starfsfélagar og fleiri sem höfðu
ánægju af samvistum við þennan
fjölhæfa, greinda og skemmtilega
mann. Í honum var listrænn
strengur sem nýttist ákaflega
vel til skemmtunar í góðra vina
hópi en var aldrei sleginn til
frægðar né fjáröflunar. Hann
var ágætur teiknari að eðlisfari
en mun aldrei hafa orðið sér úti
um neina tilsögn eða kennslu
í þeirri grein, umfram það sem
læra má í almennum skólum. Á
yngri árum fékkst hann talsvert
við skopmyndateikningar og
efndi 1946 til sýningar á slíkum
myndum. Er hún enn mörgum
minnisstæð. Á seinni árum
teiknaði hann einkum myndir
af gömlum húsum á Siglufirði.
Líklega hefur hann orðið
fyrstur til þess að vekja athygli á
minjagildi gamalla mannvirkja í
bænum, einkum síldarbrakkanna,
með grein sem hann birti í bæjar
blaðinu Mjölni á Siglufirði árið
1975, ásamt teikningum sínum af
nokkrum þessara mannvirkja.
Þá var hann góður hagyrðingur,
orti lausavísur, og fáein ljóð eftir
hann hafa birst á prenti auk
greina og smásagna í blöðum og
tímaritum. Út kom barnabók
með myndum og texta eftir hann,
Sagan hennar Systu, og varð
mjög vinsæl. Hann var ákaf
lega handlaginn og hafði gaman
af að spreyta sig á verkum sem
útheimtu nákvæmni og vandað
hand bragð. Meðal hluta sem
hann smíðaði og ég man sérstak
lega eftir voru gítar, veiðistöng
samanlímd úr sex lengjum og
dingulklukka með verki úr tré.
Hann var formaður eða í stjórn
margra félaga á Siglufirði. Má
þar nefna Skíðafélag Siglfirðinga,
Knattspyrnufélag Siglufjarðar,
Íþróttabandalagið, Golfklúbbinn,
Stangaveiðfélagið, Slysavarnadeild
karla, Starfsmannafélag Siglu
fjarðar og Kiwanisklúbbinn
Skjöld. Hann safnaði margvís
legum fróðleik og skráði um
íþróttahreyfinguna á Siglufirði
og mun sú samantekt hafa náð
talsvert út í nágrannabyggðirnar.
Nokkrar blaðagreinar um íþrótta
mál birti hann í blöðum en
trú lega er miklu fleira að finna í
minnispunktum og handritum.
Þá tók hann upp á segulbönd
viðtöl við gamla Siglfirðinga um
liðna tíma. Er vonandi að þessi
fróðleikur varðveitist á vísum
stað, ásamt teikningum hans sem
hafa menningarsögulegt gildi fyrir
Siglufjörð.
Eftir að Bragi kom til Siglu
fjarðar vann hann öll algeng
störf. Vann við síldar söltun,
smíða vinnu, þar á meðal við
að byggja Síldar verksmiðjuna
SR 46. Bragi hóf störf hjá lög
reglunni 7. nóv. 1948. Árið
1966 hætti Bragi í lögreglunni
og tók við gjaldkerastarfi hjá
bæjarfógetanum í Siglufirði og því
starfi gegndi hann þar til hann
hætti störfum fyrir aldurs sakir.
Hann gegndi mörgum störfum
fyrir hin ýmsu félög og var lengi
í stjórn Skíðaborgar, eða allt þar
til skíðafélögin voru sameinuð.
Hann vann mikið fyrir KS auk
þess að vera aðalmaður í liðinu.
Bragi var í mörg ár skíðadómari
og fór víða um land til þeirra
starfa. Upp úr 1950 veiktist
Harða eiginkona Braga af berk
lum og var langtímum saman
á Kristnes hæli. Harða náði sér
aldrei af berklaveikinni og þá
sýndi Bragi hvern mann hann
hafði að geyma, að sjá um dætur
sínar ungar og að heimsækja
eiginkonu sína inn á Kristneshæli.
Þá var póst og mjólkurbáturinn
tvisvar í viku. Þær voru ófáar
ferðirnar með póstbátnum sem
báru bréf Braga til Hörðu.
Eins og fram kemur hér að ofan
hefur það verið mér mikil ánægja
og heiður að sjá um sýningu á
horfnum húsum og mannvirkjum
á Siglufirði. Vona ég að þar með
hafi ég launað mínum gamla
nágranna þegar hann gerðist
áskrifandi af vikublaðinu Strákar
á sjötta áratug síðustu aldar sem
nokkrir Brekku og Bakkaguttar
fjölrituðu sér og öðrum vonandi
til gamans.
Gunnar Trausti
Sýningarskráin, sem er
ómissandi inn á hvert
siglfirskt heimili, er til sölu
hjá Merkismönnum,
Ármúla 36 og kostar 2.000 kr.
gunnar@merkismenn.is
Afar skemmtileg bók,
hverrar krónu virði.
68 ára gamall kall.