Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2018, Page 13

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2018, Page 13
Siglfirðingablaðið 13 konungi með 2.000 kr. í árslaun úr lands sjóði.” Til að gera langa sögu stutta voru kaupstaðarréttindi til handa Siglufirði samþykkt á Alþingi laugardaginn 18. maí með 12 samhljóða atkvæðum ­ og lýk ég nú hinni sögulegu yfirferð um gang mála á Alþingi 1918 hvað Siglufjörð varðar. En ungu fólki er ekki tamt að hugsa mikið um fortíðina. Það lifir í nútíðinni og leggur stór plön fyrir framtíðina eða lætur sig að minnsta kosti dreyma. Þannig var það í mínum uppvexti og félaga minna. Við vissum auðvitað að Siglu­ fjörður var mjög merkilegur staður. Þegar landafræði þess tíma var skrifuð var bærinn okkar hinn þriðji í röð þeirra staða sem mestra tekna öfluðu þjóðarbúinu og oft þurfti að bíða niðurstöðu um síldarvinnslu á Siglufirði til að koma saman fjárlögum á Alþingi fyrir landið allt. Á landa­ kortum var Siglufjörður oftast merktur inn á kortið auk Heklu og Vatnajökuls og árið 1950 var Siglufjörður fimmti stærsti kaupstaður landsins með 3100 íbúa. Í mínum huga er saga Siglufjarðar að mörgu leyti samofin sögu þjóðarinnar en þó er hún mjög sérstök. Fram eftir öldum er hreppsins varla getið, enda tíðkaðist ekki fyrr en síðar að skrifa um lífsbaráttu alþýðunnar. Hvanneyrarhreppur bjó auk þess við mikla einangrun – svo mikla að boð og bönn verslunar­ einokunar náðu ekki þangað og hreppsbúar áttu fjörug en leynileg viðskipti við erlenda farmenn í skjóli fjallanna. En þetta átti eftir að breytast og á mestu uppgangsárum bæjarins var jafnvel sagt að Siglufjörður væri eins og ríki í ríkinu. Siglfirðingar hafa átt sína brautryðjendur, menn sem hafa staðið fyrir málefnum og verkum sem leitt hafa til mikilla framfara – og fyrstan má nefna mann sem var bæði hugsjónamaður og athafnamaður. Hann hét Snorri Pálsson og var Eyfirðingur. Hann kom til Siglufjarðar 1864 og var verslunarstjóri. Hann var m.a. kjörinn á Alþingi fyrir Eyjafjarðarsýslu 1875 og sat eitt kjörtímabil eða til 1879, en það ár stofnaði hann síldveiðifélag. Snorri kom því m.a. til leiðar að ruddur var reiðvegur yfir Siglufjarðarskarð og hann kom firðinum í áætlun strandferðaskipa. Hann fékk því framgengt að Siglufjörður var gerður að sérstöku læknishéraði en þar var áður læknislaust. Í atvinnumálum stóð hann að ýmsum framförum. Hann átti drýgstan þátt í uppgangi Gránufélagsins sem rak hákarla­ útgerð og hóf gufubræðslu lifrarinnar sem var nýmæli og gaf betra lýsi. Snorri stofnaði einnig árið 1873 Sparnaðarsjóðinn sem síðar varð Sparisjóður Siglufjarðar. Hann var líka upp­ hafsmaður almannatrygginga með því að stofna ekknasjóðinn sem byggður var á loforðum um hlutdeild í afla. Sjóðurinn studdi nauðstaddar fjölskyldur í áratugi löngu fyrir daga ríkistrygginga. Var Snorri Pálsson kannski fyrstur til að innheimta auðlindagjald af sameign þjóðarinnar ­ fiskinum í sjónum? Það er ekki ofsögum sagt að Snorri Pálsson hafi komið Siglu­ firði í samband við umheiminn, áður ríkti eymd og einangrun, en nú örlaði fyrir dagsbrún nýrra tíma. Því miður naut hans ekki lengi við, hann lést aðeins 43 ára að aldri árið 1883. Byggðin var þó ekki heillum horfin því að nokkrum árum síðar steig á land maður sem nefndur hefur verið faðir Siglufjarðar, sr. Bjarni Þorsteinsson. Með tónsmíðum sínum og þjóð­ lagasafni varð hann þjóðkunnur maður, en í huga Siglfirðinga ekki síður forystumaðurinn, sem ruddi brautina fyrir hverju framfaramálinu á fætur öðru á fyrsta fjórðungi síðustu aldar svo að Siglufjörður kom á fót vatnsveitu, rafveitu, síma og góðum barnaskóla en barna­ fræðslan hófst árið 1883 og var Hvanneyrarhreppur fyrstur hreppa í Eyjafirði til að leggja fram fé til menntamála. Ég held að störf þessara manna hafi búið Siglfirðinga undir síldarævintýrið mikla sem er svo samtengt nafni bæjarins að enn hugsar maður um Siglufjörð og síldina í sömu andrá eins og um fólk í góðu hjónabandi. Þó mun Jóhann G. Möller og Helena Sigtryggsdóttir með börnum sínum; Helgu, Ingu, Öldu, Jónu og Kristjáni.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.