Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt 2018, Qupperneq 15

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt 2018, Qupperneq 15
þetta væri að gerast í dag fyrir njósnir og hnýsni í líf annarra, að ekki sé nú talað um hvað við gerðum mikið at í fólki á þessum árum. Á þingsmannsferli mínum hitti ég einu sinni konu sem ég kann­ aðist vel við og við tókum spjall saman. Kom þá fljótlega í ljós að hún hafði verið í síld á Sigló hér í denn tid og búið í Syðsta brakkanum, þetta rifjaðist vel upp fyrir mér og ljós fóru að blikka í kolli mínum. Konan sagði svo með dýrðarljóma í augunum frá þessum árum sínum á Sigló, skemmtistöðunum og brakkalífinu og talið barst að kærasta einum sem hún átti og saknaði og lýsti svo vel, og vitið hvað, ég þekkti manninn og mundi meira að segja nafnið á honum. Konan var svo hissa og ánægð að ég held bara að hún hafi kosið mig allan minn þingmennskuferil eftir þetta. En á milli vinnu minnar á Skafta­ planinu og hjá SR vann ég í verslun, fyrst sem sendill og síðar sem sendill og innanbúðarmaður – fékk sem sagt stöðuhækkun. Ég er hér – og nú fæ ég glampa i augun – að tala um Verslunina Ásgeir hjá þeim sæmdarhjónum Möggu og Jónasi Ásgeirs. Ég held að vera mín hjá þeim í búðinni sé mín Háskólaganga, og hafi búið mig best undir starfsvettvang minn. Þvílíkt líf og þvílíkt dúndurfjör sem var alla daga í búðinni, sem var eins og Félagsheimili bæjarins, þar sem nánast allir litu við, sumir til versla og aðrir til að hlusta á sögur eða að segja sögur og það hefur fylgt Siglfirðingum lengi því varla hittast svo tveir Siglfirðingar að ekki séu sögur úr bænum á dagskrá, stundum kryddsaltaðar eins og síldin. Ég minnist þess t.d. að þegar mikill snjór var og allar götur ófærar fyrir bílaumferð, brugðum við Jónas á það ráð að ég fór með sendingarnar í bakpoka og á gönguskíðum til viðskiptavina okkar, og önnur minning er þegar ég var að bera stórt fat fullt af skyri um borð í einn síldarbátinn, en rann til og steinlá svo að fatið fór á flug og á hvolf og skyrið úr fatinu, að við Jónas ráðagóði björguðum því með því að ég skóflaði skyrinu með höndunum upp í fatið á ný og svo sléttuðum við skyrið með fullum pakka af Braga kaffi! Hænsnabændurnir Bjartur á Ráeyri og Petra Landmark sáu verslunni Ásgeir fyrir eggjum sem við Jónas sóttum yfir um tvisvar í viku. Þegar ég var ca 12 ára gamall leyfði Jónas mér að taka við og keyra bílinn þegar við vorum komin fram hjá húsinu hans Hlöðvers skólastjóra og yfir á Ráeyri og til baka aftur. Þetta var mikið upplifelsi og gaman, og gott dæmi um afslappað og gott bæjarlíf. Bragi Magg lögga var mikill vinur Jónasar og kom oft í búðina, og einu sinni rétt um 6 leytið þegar við Jónas vorum að leggja af stað til Bjarts og Petru – sem sagt að fara yfir um að sækja egg, vildi Bragi koma með einn rúnt að þessu sinni, sem ég var nú ekki kátur með í byrjun, því þá fengi ég örugglega ekki að keyra. En viti menn, nærvera Braga í sínu lögguúníformi breytti engu hjá Jónasi ­ hann einfaldlega stoppaði hjá húsi Hlöðvers, fór út úr bílnum og sagði mér að taka við, sem ég hikaði við að þessu sinni og horfði dauðhræddur á Braga, sem Jónas skynjaði vel og sagði eitthvað við Braga sem ég man ekki hvað var. En til að gera langa sögu stutta, keyrði ég mína leið fram og til baka með Braga löggu aftur í. Þegar niður í búð var komið sagði Bragi. Þú ert bara efnilegur bílstjóri Kristján, en hvað ertu annars gamall? 12 ára að verða 13 hökti ég út úr mér með titrandi röddu. Nú ertu ekki eldri ­ þá ertu enn betri bílstjóri sagði Bragi! Mér myndi ekki endast dagurinn til að segja allar þær sögur sem ég kann um Jónas og lífið í búðinni og það sem þar gerðist – það verður að bíða betri tíma. En get þó ekki látið ósagða þessa sögu um Jónas í stuttri útgáfu: Á Hótel Hvanneyri héldu bæjar­ og ríkisstarfsmenn árshátíð sína, Jónas vann þá hjá Póstinum. Mikið fjölmenni var og mikið gaman. Einn dagskrárliður árs­ hátíðarinnar var vísna samkeppni, menn áttu að skrifa vísu og merkja sér hana og setja í kassa, og síðan fór dómnefnd yfir vísur­ nar og verðlaunaði þær bestu. Siglfirðingablaðið 15 Margrét Ólafsdóttir og Jónas Ásgeirsson.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.