Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2018, Side 18
Siglfirðingablaðið18
Auk þess að styrkja Kristniboðið,
studdi Gústi alla tíð af miklum
stórhug elsta starfandi félag
Íslendinga, Hið íslenska biblíu
félag. Einnig studdi Gústi alla
ævi ýmiss líknarfélög, m.a.
Hjálparstarf kirkjunnar og Rauða
kross Íslands. Það sem vakti
mikla athygli Íslendinga var að
Gústi studdi lítilmagnann og
munaðarlaus börn víða um heim
og sendi til þeirra fjárframlög í ein
40 ár. Þessi fátæku börn bjuggu í
Afríku, Asíu og SuðurAmeríku.
Þjóðarathygli vakti er hann
studdi 50 Indíánabörn til náms
í Bólivíu. Gústi hóf að styrkja
börnin kornung að aldri. Þegar
hann lést höfðu mörg þeirra lokið
stúdentsprófi og bárust heim til
Siglufjarðar fjölmörg bréf þar sem
honum var þökkuð „lífgjöfin.“
Lengi má ræða um Gústa og
líf hans. Mjög ánægjulegt er að
á næstunni mun koma út bók
um hann sem rituð er af séra
Sigurði Ægissyni sóknarpresti
Siglufjarðarprestakalls. Frægar
eru sögur um Gústa í brakkanum
hvar hann bjó alla ævina án allra
nútímaþæginda. Sögur er hann
týndist á sjó, fannst ávallt og
komst heill heim í friðarhöfn. Eitt
sinn fór allur flotinn á Siglufirði
að leita að honum og er hann
fannst, eftir að hafa verið týndur
í þrjá daga, stóð hann uppi í
báti sínum og söng þekktasta
sálm í Vesturheimi Hærra minn
Guð til þín. Kom síðan siglandi
inn Siglufjörð og fjörðurinn og
byggðin skörtuðu sínu fegursta
Gústi var, eins og það er nefnt í
kirkjusögunni Gjörandi orðsins.
Hann framkvæmdi það sem hann
boðaði. Prestar á Íslandi hafa oft
nefnt að Gústi hafi verið prestur
með stóru P. Stytta af Gústa
á Ráðhústorginu, hvar hann
boðaði Orðið í ein 40 ár, mun
fyrst og síðast minna komandi
kynslóðir á að „Maður lifir ekki
af brauði einu saman heldur á
sérhverju orði er fram gengur
af Guðs munni.“ Styttan mun
minna á fátækt heimsins, minna
á börn sem þurfa aðstoð til að
geta lifað og ekki síst mun hún
minna á einkunnarorð Gústa,
orð Krists, er segja: „Sælla er að
gefa en að þiggja.“ Ánægjulegt
er að vita af því hvað styttunni
af Gústa guðsmanni, sem er
gjöf til Siglufjarðarkaupstaðar
á eitt hundrað ára afmæli
kaupstaðarins, hefur verið vel
tekið af Siglfirðingum heima og
að heiman.
Styttuna af Gústa guðsmanni
gerði listamaðurinn Ragnhildur
Stefánsdóttir. Eins og kunnugt
er gerði hún m.a. styttuna af séra
Bjarna Þorsteinssyni, tónskáldi og
heiðursborgara Siglufjarðar, sem
stendur við Siglufjarðarkirkju.
Einnig má nefna styttuna af
Ingibjörgu H. Bjarnason við
Alþingishúsið sem Ragnhildur
gerði árið 2015 í tilefni af 100 ára
kosningarétti íslenskra kvenna.
Vigfús Þór Árnason
Sr. Vigfús fylgist með listamanninum Ragnhildi Stefánsdóttur, við gerð styttunnar.
Bekkjafélagarnir Óskar Garibaldason og
Gústi guðsmaður.
Opnaður hefur verið reikningur í Arionbanka
Á Siglufirði, er ber heitið Sigurvin eins og bátur Gústa.
Söfnunarreikningur átaksins er:
0348 - 26 - 2908
kt. 500817 - 1000