Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt 2018, Qupperneq 24

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt 2018, Qupperneq 24
Siglfirðingablaðið24 “Mér fannst tilvalið að gefa þessa góðu bók hans Braga löggu í jólagjöf til barna minna og barnabarna” segir siglfirskur jafnaðarmaður sem vill skiljan lega ekki láta nafns síns getið; þetta eru jú jólagjafir. “Ég þekkti höfundinn vel og las fyrir börnin mín bókina hans Sagan hennar Systu. Mér finnst þetta framúrskarandi framtak og vill gera mitt til að afkomendur mínir sjá hús mannvirki sem nú eru flest hver horfin.” Úr Formála Gunnars Trausta að bókinni Húsin í bænum: Bragi Magnússon var eins og margir góðir Siglfirðingar ekki fæddur á staðnum þar sem hann bjó og helgaði krafta sína. Hann var fæddur á Ísafirði 14. janúar 1917. Foreldrar hans voru Jóhanna Amalía Jónsdóttir, ljósmóðir og Magnús Vagnsson skipstjóri og síldarmatsstjóri. Bragi var alinn upp af föðurömmu sinni, Tormónu Ebenesardóttur. Bragi var teiknari snjall og víð­ lesinn og fróður. Undirritaður sem var svo heppinn fá það verkefni að koma upp sýningunni af teikningum hans af Horfnum húsum velti því fyrir sér hvað Bragi hefði notið sín vel ef hann hefði haft tækifæri til langskólanáms. Hann talaði að minnsta kosti þrjú tungumál og skrifaðist á við fjölda fólks bæði á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Bragi kvæntist 14. janúar 1941 Hörðu Guðmundsdóttur f. 14. janúar 1912 d. 13. mars 1976. Börn þeirra voru Sigríður (Sirrý) Bragadóttir, auglýsingateiknari f. 1943 d. 2013 og Þórdís Vala (Systa) Bragadóttir f. 1947. Bókin hans Braga tilvalin jólagjöf, segir siglfirskur jafnaðarmaður Aldeilis frábær gripur. Mér fannst gaman að sjá braggann sem við mamma bjuggum í þegar ég fæddist. 73 ára gömul Siglfirsk kona.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.