Fréttablaðið - 14.06.2022, Page 1

Fréttablaðið - 14.06.2022, Page 1
Landspítalinn beitti neyðarrétti til að fá undanþágu til að kaupa án útboðs af heildsölunni Lyru. 1 1 5 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s Þ R I Ð J U D A G U R 1 4 . J Ú N Í 2 0 2 2 Margrét Blöndal skapar töfra Hæ hó og jibbíjei Menning ➤ 14 Lífið ➤ 16 Laugavegi 174, 105 Rvk. www.hekla.is Eclipse Cross PHEV 4x4 Förum saman út í bláinn! Eclipse Cross PHEV getur dregið 1.5 tonn, er með lyklalausu aðgengi, hraðastilli, hita í stýri, bakkmyndavél, þreytuviðvörun, akreinavara o.fl. Verð frá 5.970.000 kr. Heildsalan Lyra, sem selur rannsókna- og greiningatæki og vörur til efnagreininga, margfaldaði tekjur sínar og hagnað í kórónuveirufaraldr- inum, mestmegnis með sölu til ríkisins án útboðs. Hagn- aðurinn var 1.954 milljónir króna og eigendur tóku sér 750 milljónir í arðgreiðslu. gar@frettabladid.is VIÐSKIPTI Neyðarástand vegna kórónuveirufaraldursins skýrir gríðarlega söluaukningu hjá heild- sölufyrirtækinu Lyra, sem velti 4.250 milljónum króna í fyrra og skilaði 1.954 milljónum króna í rekstrarafgang. Feðginin sem eiga Lyra ákváðu að skipta með sér allt að 750 milljónum sem arðgreiðslu vegna árangursins. Lyra er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var á árinu 1991 og fæst við sölu á rannsókna- og efnagreininga- tækjum svo og rekstrarvörum til efnagreininga. Framkvæmdastjóri þess og aðaleigandi er Höskuldur H. Höskuldsson. Langstærsti viðskiptavinur Lyru er Landspítalinn með kaupum á veirugreiningatækjum og tilheyr- andi efnum til prófana. Að því er segir í upplýsingum sem fengust frá Landspítalanum í gær fóru innkaupin frá Lyru fram án útboðs. Undanþágur til þess feng- ust með beitingu neyðarréttar í ljósi ástandsins í heimsfaraldrinum. Meðal annars hafi Landspítalinn keypt raðgreiningatæki en kostn- aðurinn felist þó ekki síður í hvarf- efnum til greininga á sýnum vegna Covid-19. Uppi hafi verið alheims- neyðarástand og slegist hafi verið um þessi efni á markaðinum. Samkvæmt svörum Landspítal- ans þótti nauðsynlegt að fá tækin og efnin því greiningagetan hafi verið sprungin og Íslensk erfðagreining borið þungann af greiningum. Árið 2016 velti Lyra 596 milljón- um króna og hagnaðurinn þá var 8 milljónir króna eftir skatt. Hagnaðurinn í fyrra var sem fyrr segir 1.954 milljónir, eða hátt í helmingur þess sem selt var fyrir. Að frádregnum tekjuskatti var hagnaðurinn 1.564 milljónir króna. „Covid-heimsfaraldurinn hefur haft í för með sér aukna spurn eftir vörum félagsins og veltuaukningu samanborið við fyrra ár“, er útskýrt í ársreikningi Lyru fyrir árið 2021. Svipaða færslu er að finna í árs- reikningi Lyru fyrir árið 2020. Þá seldi fyrirtækið vörur og þjónustu fyrir 1.042 milljónir króna og skilaði 317 milljónum í hagnað fyrir skatta. Arður var þá greiddur „í samræmi við það sem lög leyfa“, eins og segir í ársreikningi. Starfsmenn Lyra í fyrra voru fjór- tán og skiptu þeir með sér 127 millj- óna króna launagreiðslum. Eini eigandi Lyru undanfarin ár hefur verið Höskuldur H. Höskulds- son framkvæmdastjóri, en í fyrra eignuðust dætur hans tvær hvor sinn 16,7 prósenta hlutinn í Lyru á móti föður sínum, sem þá á 66,7 prósent hlutafjárins. Höskuldur er erlendis og hvorki náðist tal af honum né aðstoðar- framkvæmdastjóra fyrirtækisins í gær. n Risahagnaður hjá heildsölunni Lyru í Covid Hafnfirðingurinn Þórir Jóhann Helgason fagnar hér öðru marki Íslands og fyrsta marki sínu í jafntefli Íslands og Ísraels í gær. Íslenska liðið komst í tvígang yfir en náði ekki að landa sínum fyrsta sigri í Þjóðadeildinni. Þetta var þriðja jafntefli Íslands í röð í keppninni og lengist biðin eftir fyrsta sigrinum í keppninni sem telur nú þrettán leiki. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.