Fréttablaðið - 14.06.2022, Side 9

Fréttablaðið - 14.06.2022, Side 9
Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn er haldinn hátíðlegur 14. júní ár hvert. Dagurinn er haldinn til heiðurs blóð- gjöfum um heim allan sem gefa af óeigingirni blóð og blóðhluta sem síðan er gefið til sjúkra. Mikil þörf er á að fjölga blóðgjöfum, því er tilvalið að nýta þennan hátíðisdag til að ganga í hóp vaskrar sveitar blóðgjafa sem tryggja samfélaginu dýrmætt framboð af blóði og blóðhlutum. Án framlags okkar góðu blóðgjafa yrði erfitt, jafnvel ómögulegt, að fram- kvæma skurðaðgerðir og aðstoða einstaklinga í gegnum erfið veikindi. Sumartíminn reynist starfsemi Blóðbankans gjarnan erfiður þar sem ferðalög eru tíðari og blóðgjafar síður heima við en annars. Það er því starfseminni dýrmætt þegar blóð- gjafar muna eftir að gefa blóð áður en haldið er í fríið því Blóðbankinn þarf 70 blóðgjafa á dag allan ársins hring. Þessu til viðbótar má nefna að á Íslandi eru virkir blóðgjafar um 2.000 færri en þeir þurfa að vera. Þessu til viðbótar eru um 2.000 gjafar á hverju ári sem hætta að gefa sökum aldurs eða annarra orsaka. Heildarþörf Blóðbankans á nýliðun í blóðgjafahópnum er því um 4.000 blóðgjafar á ári. Ég vil sérstaklega hvetja konur til að gerast blóðgjafar, en Ísland er sér á báti þegar kemur að lágum fjölda kvenna í hópi blóðgjafa. Af heildar- magni heilblóðs á Íslandi á um 27% uppruna sinn hjá konum, á meðan 44% af heilblóði á uppruna sinn hjá konum í Svíþjóð. Heildarfjöldi blóð- gjafa í dag er um 6.000, en aðeins 2.000 úr þessum hópi eru konur. Blóðgjafafélag Íslands vill beita sér fyrir því að fjölga konum í hópi blóð- gjafa helst á þann stað að konur séu með helmingsstöðu í hópi blóðgjafa. Sökum ástandsins í samfélaginu og framkvæmda við Snorrabraut verður ekki slegið upp garðveislu að Snorrabraut í tilefni dagsins, en blóðgjafar og sér í lagi þau sem hafa áhuga á að gerast blóðgjafar eru hvattir til að mæta í Blóðbankann að Snorrabraut 60 eða á 2. hæðina að Glerártorgi Akureyri og láta gott af sér leiða. Boðið er upp á sérstaklega góðar veitingar í tilefni dagsins. Best er að panta tíma í blóðgjöf með því að hringja í síma 543 5500 (Reykjavík) eða 543 5560 (Akureyri). Einnig er hægt að bóka tíma á www. blodbankinn.is. Dagurinn 14. júní var valinn en það er afmælisdagur nóbelsverð- launahafans Karl Landsteiner en hann uppgötvaði ABO-blóðflokka- kerfið árið 1900. Að alþjóðlega blóð- gjafadeginum standa WHO, Alþjóða Það tekur þrjátíu mínútur að bjarga mannslífi Davíð Stefán Guðmundsson formaður Blóð- gjafafélags Íslands Rauði krossinn, Alþjóðasamtök blóðgjafafélaga og Alþjóðasamtök blóðgjafar. Að baki þessum sam- tökum eru 192 aðildarríki Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, 181 landssamtök Rauða krossins, 50 landssamtök blóðgjafafélaga og þúsundir sérfræðinga um blóðgjafir. Áhugasamir um blóðgjafir og starfsemi BGFÍ geta gerst meðlimir félagsins á heimasíðu félagsins, www.bgfi.is. n Án framlags okkar góðu blóðgjafa yrði erfitt, jafnvel ómögu- legt, að framkvæma skurðaðgerðir og aðstoða einstaklinga í gegnum erfið veikindi. Mikil þörf er á að fjölga blóðgjöfum, því er til- valið að nýta þennan hátíðisdag til að ganga í hóp vaskrar sveitar blóðgjafa sem tryggja samfélaginu dýrmætt framboð af blóði og blóðhlutum. RARIK ohf | www.rarik.is Opin hús hjá RARIK í tilefni af 75 ára afmæli Miðvikudaginn 15. júní verða opin hús á völdum starfsstöðvum RARIK víðsvegar um landið í tilefni af 75 ára afmæli fyrirtækisins. Þá munu starfsmenn RARIK taka á móti gestum og kynna aðstöðu og starfsemi fyrirtækis- ins á hverjum stað og bjóða upp á kaffi og aðrar veitingar. Viðskiptavinir, eldri starfsmenn og aðrir velunnarar RARIK eru sérstaklega velkomnir. Opnu húsin verða frá kl. 16:00 til 18:00 á eftirtöldum stöðum: Borgarnes: Sólbakki 1 | Stykkishólmur: Hamraendar 2 | Blönduós: Ægisbraut 3 | Sauðárkrókur: Borgartún 1a Akureyri: Óseyri 9 | Þórshöfn: Langanesvegur 13 | Egilsstaðir: Þverklettar 2-4 | Fáskrúðsfjörður: Grímseyri 4 Hornafjörður: Álaugarvegur 11 | Hvolsvöllur: Dufþaksbraut 12 Verið velkomin og fagnið með okkur merkum áfanga í sögu RARIK. ÞRIÐJUDAGUR 14. júní 2022 Skoðun 9FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.