Fréttablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 1
Vefsíðu innlendra framleiðenda þar sem varað hafði verið við innflutningi á mat- vörum hefur nú verið lokað. 1 2 2 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 2 3 . J Ú N Í 2 0 2 2 Allt í góðu víða um bæ Síblankur tíu þúsund kall Menning ➤ 21 Lífið ➤ 24 Íslenskir kjötframleiðendur, sem goldið hafa varhug við innflutningi á búvörum af heilbrigðisástæðum, flytja þær nú inn til landsins af æ meiri og vaxandi þunga. ser@frettabladid.is INNFLUTNINGUR Innf lutningur á kjötvörum og öðrum landbúnaðar­ afurðum hefur stóraukist hér á landi á undanförnum árum og vekur athygli að það eru ekki síst íslenskir kjötframleiðendur sem eiga þar hlut að máli, en þeir hafa oft og tíðum lagst gegn innflutningi af þessu tagi. Þegar rýnt er í niðurstöður útboða á tollkvóta, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, sést að innf lutn­ ingur innlendra bænda og afurða­ stöðva á búvörum hefur aukist verulega á síðustu árum og einkan­ lega eftir að tollkvótar samkvæmt samningi við Evrópusambandið voru stækkaðir 2019. Þegar horft er til niðurstöðu síðasta útboðs á tollkvóta frá Evr­ ópusambandslöndunum, sést að hlutur innlendra framleiðenda af innf lutningnum nemur núna 90 prósentum í svínakjöti, 43 pró­ sentum í nautakjöti, 34 prósentum í alifuglum og 25 af hundraði í inn­ flutningi á skinku. Innlendir búvöruframleiðendur hafa einnig stóraukið innflutning á búvörum frá öðrum löndum og álfum á allra síðustu árum, sem í krafti útboða fást á lægri tollum en ella. Í síðasta útboði tollkvóta sam­ kvæmt WTO­samningnum hrepptu innlendir framleiðendur 81 prósent af kvóta fyrir kinda­ og geitakjöt, 68 prósent af nautakjöti, sömu pró­ sentuna af eggjum, 48 prósent af alifuglakjöti og 23 prósent af ostum. Sérstaka athygli vekur að ólíkt því sem áður var seldist allur toll­ kvótinn fyrir innflutning á kinda­ kjöti í útboðinu og flytur fyrirtækið Stjörnugrís, stærsti svínaræktandi landsins, inn 81 prósent af honum, eða sem nemur 280 tonnum. Útboðsniðurstöðurnar sýna að innlendir kjötframleiðendur bjóða hátt í tollkvóta fyrir innf luttar búvörur og eru sumir hverjir að verða í hópi umsvifamestu innflytj­ enda á búvörum, en svo virðist sem þeir keyri áfram hækkanir á útboðs­ gjaldi í sumum vöruflokkum. Flest þessara fyrirtækja sem hér um ræðir, eða samtök þeirra, áttu aðild að vefnum oruggurmatur.is þar sem varað var við innflutningi á búvörum. Þar sagði meðal ann­ ars að „óhindraður innflutningur á kjöti, hráum eggjum, ostum og öðrum mjólkurvörum rýfur vernd­ ina sem lega landsins og íslenskir búskaparhættir veita okkur og skapar raunverulega hættu fyrir almenning.“ Vefnum hefur nú verið lokað. ■ Íslenskir bændur flytja inn æ meira af kjötvöru Sigraðu innkaupin með appinu Grillaðu gómsætan eftirrétt í sumar! Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar tilraun til manndráps í Hafnarfirði í gær þar sem skotið var á tvær bifreiðar af svölum blokkaríbúðar. Í annarri bifreiðinni voru feðgar á leið í leikskóla þar skammt frá þegar skotin dundu á bílnum. Lögregla og sérsveit voru með mikinn viðbúnað á svæðinu kringum vettvanginn, sem var afgirtur frá rúmlega átta í gærmorgun til hádegis þegar meintur skotmaður, karlmaður á sjötugsaldri, gaf sig fram. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum fyrir hádegi í dag að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.