Fréttablaðið - 23.06.2022, Síða 4

Fréttablaðið - 23.06.2022, Síða 4
0 0 500.000 200 400 600 800 1.000.000 1.500.000 2.000.000 2.500.000 Ás dí s K ris tj án sd ót tir Al m ar G uð m un ds so n Kj ar ta n M ár K ja rt an ss on Ás th ild ur S tu rlu dó tt ir D ag ur B . E gg er ts so n Sæ va r F re yr Þ rá in ss on Ar na L ár a Jó ns dó tt ir El lið i V ig ni ss on Fj ól a St ei nd ór a Kr is tin sd ót tir St ef án B ro dd i G uð jó ns so n Bj ör n In gi m ar ss on Hæst launuðustu bæjarstjórar landsins Kostnaður hvers íbúa við laun bæjarstjóra ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LOKAÐ Á LAUGARDÖGUM Í SUMAR JEEP.IS EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! PLUG-IN HYBRID Jeep® Wrangler Rubicon 4xe goðsögnin rafmagnaða hefur svo sannarlega slegið í gegn og sannað gildi sitt við íslenskar aðstæður. Bjóðum upp á 35”-37” og 40” breytingapakka. Verið er að semja um laun bæjarstjóra og sveitarstjóra landsins. Kópavogur leiðir launaþróunina en Reykjavík er aðeins í fimmta sæti. kristinnhaukur@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Ásdís Kristjánsdóttir, nýráðinn bæjarstjóri Kópavogs, er með hæstu laun bæjar- og sveitar- stjóra samkvæmt óformlegri könn- un Fréttablaðsins á launakjörum í nokkrum fjölmennustu sveitar- félögunum, rúmar 2,5 milljónir króna. Sveitarfélögin eru um þessar mundir að semja við bæjarstjóra og margir þeirra fá hærri laun en æðstu embættismenn ríkisins. Almar Guðmundsson, nýr bæjar- stjóri Garðabæjar, er með tæpar 2,5 milljónir króna sem er lækkun því forveri hans, Gunnar Einarsson var kominn yfir 3 milljónir eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu. Í þriðja sæti er Kjartan Már Kjartansson í Reykjanesbæ með rúmar 2,4 milljónir. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er aðeins í fimmta sæti miðað við þá samninga sem fram eru komnir. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, fær um 160 þúsund krónum meira í laun en hann og er í fjórða sæti. Hafa ber í huga að enn er ósamið við nokkra bæjarstjóra. Til að mynda Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, og Þór Sigurgeirsson, nýjan bæjarstjóra á Seltjarnarnesi, en þessi tvö sveitarfélög hafa verið í fremstu röð þegar kemur að launa- þróun. Enn á eftir að ráða bæjar- stjóra í mörgum sveitarfélögum. Til dæmis Mosfellsbæ, Norðurþingi og Fjallabyggð. Launahæstu bæjarstjórarnir eru með hærri laun en ráðherrar og seðlabankastjóri. Hæstu fjórir, Ásdís, Almar, Kjartan Már og Ásthildur eru með hærri laun en Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra. Laun annarra bæjarstjóra sem Fréttablaðið kannaði eru í kringum 2 milljónir og virðist skipta litlu hversu fjölmenn sveitarfélögin eru. Til að mynda kosta laun Dags B. Eggerts- sonar hvern borgarbúa 16 krónur á mánuði en hver íbúi Ölfuss greiðir Elliða Vignissyni 841 krónu. Munur- inn er rúmlega fimmtíufaldur. Formenn bæjarráða sjá um að semja við bæjarstjóra fyrir hönd sveitarfélagsins og í þremur til- fellum eru það einstaklingar sem þegar hefur verið ákveðið að taki við bæjarstjórastarfinu á miðju kjörtímabili. Það er Valdimar Víðis- son í Hafnarfirði, Bragi Bjarnason í Árborg og Einar Þorsteinsson, for- maður borgarráðs Reykjavíkur. Þrátt fyrir þennan hagsmunaárekstur eru Árborg og Reykjavík ekki leiðandi í launaþróuninni. Þó að heildarlaunaupphæðin sé oftast svipuð hjá bæjarstjórum landsins þá er afar mismunandi hvernig launin skiptast. Til að mynda eru grunnlaun hjá bæjar- stjórum sem eru ráðnir utanaðkom- andi oft hærri en hjá þeim sem sitja einnig sem bæjarfulltrúar og þiggja laun sem slíkir. Þeim sem eru með lægri grunnlaun, til dæmis bæjar- stjórar Ísafjarðar og Múlaþings, er bætt það upp með föstum yfirvinnu- tímum. Bílastyrkir eru afar mismunandi og virðist stærð sveitarfélaganna og fjarlægð frá helstu opinberu stofn- unum ekki skipta neinu máli hvað það varðar. Til að mynda fær bæjar- stjóri Kópavogs næstum 160 þúsund krónur í bílastyrk og bæjarstjóri Garðabæjar 105 þúsund. Bæjarstjóri Borgarbyggðar fær hins vegar 85 þús- und og bæjarstjóri Ísafjarðar aðeins 60 þúsund, þrátt fyrir að spanna 5 þéttbýliskjarna í töluverðri fjarlægð frá hvorum öðrum og frá helstu opinberu stofnunum landsins. Í þessari óformlegu könnun Fréttablaðsins er ekki gert ráð fyrir öðrum hlunnindum bæjarstjóra. Svo sem síma, neti, áskriftum og ferða- peningum. ■ Fjórir bæjarstjórar utan Reykjavíkur með hærri laun en forsætisráðherra Forseti Íslands 3.484.357 Forsætisráðherra 2.360.053 Seðlabankastjóri 2.190.253 Ráðherrar 2.131.788 Þingmenn 1.285.411 Hæstu launakjör embættis- manna og kjörinna fulltrúa bth@frettabladid.is sbt@frettabladid.is EFNAHAGSMÁL Staða efnahagsmála er snúin þessa dagana en heimilin eru óvenju vel undir það búin að taka á sig áföll. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Tals- menn verkalýðsins eru á allt öðru máli og boða aukna hörku ef ekki tekst að koma böndum á ástandið. Katrín Jakobsdóttir segir að ráð- stöfunartekjur heimilanna hafi aukist, meðal annars vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Vanskil hafi verið í lágmarki. Vandi hafi skapast vegna verðbólgu og vaxtahækkana Verkalýðsforystan spáir dimmu hausti erlamaria@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Sveitar fé lög úti á landi þurfa að taka sig saman og koma sam einuð að borðinu þegar kemur að úr bótum á heil brigðis- þjónustu á lands byggðinni, að mati Írisar Róberts dóttur, bæjar stjóra í Vest manna eyjum. Hún segir Utan- spítala þjónustu á borð við sjúkra- flug sé gríðar lega á bóta vant. „Við hérna í Eyjum erum land- fræði lega þannig stödd að við þurfum að geta bjargað okkur um ansi mikið. Ef staðan á að vera þannig að í Vest manna eyjum sé ekki skurð stofa, verður sjúkra flug og að gengi að þjónustu í Reykja vík að vera miklu betri en hún er í dag,“ segir Íris. ■ Sveitarfélög þurfi að standa saman bth@frettabladid.is NÁTTÚRA Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið  segir  að eig- endur allra jarða sem eiga aðild að Fjaðrárgljúfri hafi lýst sig viljuga til að vinna að friðlýsingu gljúfursins. Í frétt blaðsins í gær sagði fyrrum jarðeigandi við gljúfrið að umráða- réttur gljúfursins kynni að skiptast á nokkrar jarðir, ekki bara Heiði sem íslenskur viðskiptamaður hefur keypt. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu er fullt samkomulag um málið meðal allra aðila. ■ Landeigendur til í að friðlýsa gljúfur Íris Róberts- dóttir, bæjar- stjóri í Vest- mannaeyjum Umráðaréttur yfir Fjaðrárgljúfri kann að tilheyra fleiri jörðum en Heiði. en aðstæður fólks til að bregðast við séu óvenju góðar. „En þetta er mjög snúið ástand,“ segir Katrín, sem segir stóra verkefnið að koma skikki á húsnæðismálin. Vaxtahækkun Seðlabankans í gær vekur hörð viðbrögð verka- lýðsforystunnar. „Þetta er endur- Katrín Jakobs- dóttir, forsætis- ráðherra tekið efni, þetta vaxtahækkunar- ferli, maður er orðinn langþreyttur á þessu ástandi, hvort sem ræðir um verðbólgu eða vexti,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Drífa segir að ástandið bitni á heimilum um allan heim. Þolin- mæði vinnandi fólks sé á þrotum í vestrænum heimi. Átök séu víða í uppsiglingu eða orðin að veruleika. „Vinnandi fólk þolir ekki svona gusur. Það er algjört óöryggi sem hlýst af því þegar afkoma fólks er ekki tryggð.“ Drífa segir veruleika íslenskra heimila stökkbreyttan vegna vaxtahækkana. Margir hafi breytt lánasamsetningu sinni og súpi nú seyðið af ástandi sem enginn hafi séð fyrir. „Við trúðum að komið væri lág- vaxtaumhverfi. Fólk tók óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum og nú hækka mánaðarlegar greiðslur ört og dynja miklu harðar á mörgum en þegar flest heimili voru með verð- tryggð lán,“ segir Drífa. ■ Forsætisráðherra segir heimilin óvenju vel búin undir áföll. 4 Fréttir 23. júní 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.