Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.06.2022, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 23.06.2022, Qupperneq 8
Hleðslustöðvar fyrir rafbíla anna illa eftirspurn úti á landi. Dæmi eru um að langar biðraðir myndist við vega- sjoppur og fjölfarna ferða- mannastaði. Orkuskipti bíla- flotans kalla á skýra stefnu stjórnvalda og breyttar ferða- venjur, að mati sérfræðinga. ggunnars@frettabladid.is Nú þegar ferðasumarið er hafið fyrir alvöru eru eigendur rafbíla farnir að reka sig á hve torsótt getur verið að stinga slíkum bílum í samband víða um land. Biðin eftir hraðhleðslu við vinsælar vegasjoppur getur verið æði löng þegar stórar ferðahelgar ganga í garð. „Við finnum vel fyrir þessu hér fyrir norðan. Það myndast langar biðraðir við þessar fáu stöðvar sem hér eru þegar fjölgar í bænum,“ segir Ottó Elíasson, rannsókna- og þróunarstjóri hjá Eimi á Akureyri. „En það er einmitt mikilvægur punktur í þessu. Vandamálið er ekki almenna notkunin. Núverandi net hleðslustöðva stendur vel undir hefðbundinni notkun frá degi til dags því flestir eigendur rafbíla eru með stöðvar heima hjá sér.“ „Þessir toppar myndast þegar landinn fer í sumarfrí. Þá anna hleðslustöðvarnar ekki eftirspurn. Það er alveg ljóst að biðin eftir hrað- hleðslu í sumarfríinu er að lengj- ast. Raf bílaeigendum til mikillar armæðu.“ Að mati Ottós er það ekki endi- lega sjálfgefið að orkuþörfin eigi að taka mið af örfáum toppum sem myndast þegar þúsundir raf- bíla streyma inn á eitt landsvæði að sumri til. „Ég er þeirrar skoðunar að orku- skiptin muni á endanum fá okkur til að endurhugsa ferðavenjur okkar. Það er ekkert endilega skyn- samlegt að nálgast þessa mikilvægu samfélagsbreytingu með hugarfari dísiltrukksins. Orkuskiptin, og loftslagsmál í heild sinni, snúast líka um ábyrgð og hegðunarmynstur,“ segir Ottó. Samkvæmt tölum frá Samgöngu- stofu eru hátt í 15 þúsund rafbílar á skrá á Íslandi Hleðslustöðvarnar sem standa eigendum þessara 15 þúsund bíla til boða hringinn í kringum landið eru um 250 talsins. Þar af eru 76 stöðvar sem bjóða upp á svokall- aða hraðhleðslu. Af þeim eru 16 á höfuðborgarsvæðinu, en eftir því sem lengra er haldið frá suðvestur- horninu fjölgar kílómetrunum á milli stöðva. Lengsta vegalend á milli tveggja hraðhleðslustöðva er á Vestfjörð- um. Frá stöðinni á Ísafirði og að næstu hraðhleðslu á Hólmavík eru 223 kílómetrar. Eina haldreipi raf- bílsins á þeirri leið eru tvær smærri stöðvar í Ísafjarðardjúpi. En þar er tímafrekt að hlaða. Tómas Kristjánsson er formaður Rafbílasambands Íslands og hann, Það er ekkert endilega skynsamlegt að nálg­ ast þessar breytingar með hugarfari dísil­ trukksins. Ottó Elíasson, rannsókna- og þróunarstjóri hjá Eimi Við verðum að fara að horfa lengra fram í tímann og vinna eftir skýrri stefnu. Það er það sem allir eru að kalla eftir. Tómas Kristjánsson, formaður Raf- bílasambands Íslands Hraðhleðslustöðvar um allt land eru 76 talsins 16 3 4 3 2 Eigendur rafbíla argir yfir of fáum hleðslustöðvum líkt og Ottó, kannast vel við þessa umræðu. Hann segist reglulega fá fregnir af pirruðum eigendum raf- bíla í biðröð á erilsömum föstudegi úti á landi. „Ég myndi ekki kalla þetta neyð- arástand, en þetta er sannarlega leiðinlegt ástand. Ég skil vel að þetta leggist illa í fólk og valdi ergelsi.“ Þótt hleðslustöðvum hafi fjölgað að undanförnu segir Tómas enn langt í land. „Við erum að ganga í gegnum ákveðið tímabil ójafnvægis í þessu tilliti. Bílaflotinn hefur ein- faldlega vaxið mun hraðar en inn- viðirnir.“ Hann segir mikilvægt að átta sig á því hvað þurfi til svo hægt verði að stytta biðtíma eftir hleðslu um allt land. „Í fyrsta lagi þá eru þetta allt einkaaðilar sem reka þessar stöðvar. Ég skil vel að þeir eigi erfitt með að réttlæta milljarða fjárfestingu til þess eins að standa undir álagi sem skapast kannski nokkrum sinnum yf ir hásumarið. Tekjumódelið þeirra þarf að ganga upp.“ „En svo er önnur og mun stærri breyta í þessu og hún hefur með það að gera hvernig við ætlum að hafa þetta til frambúðar og halda í við fjölgun rafbíla næstu ár og áratugi.“ Eigendur rafbíla eru farnir að reka sig á hve torsótt getur verið að stinga í samband víða um land. FRÉTTABLAÐIÐ/ PJETUR Tómas segir Ísland skorta lang- tímastefnu. „Öll uppbygging inn- viða byggir á því að stjórnvöld teikni upp skrefin sem við ætlum að taka og hvernig þau sjá orkuskipti bílaflotans fyrir sér.“ „Ef við værum með stefnu til árs- ins 2030, sem hægt væri að vinna eftir, þá gætu þeir sem þurfa að hugsa um tekjumódel gert sín plön í samræmi við það. Það myndi stuðla að ákveðnu jafnvægi og flýta fyrir uppbyggingu. Það gildir í þessum umskiptum eins og öðrum.“ Niðurfelling á virðisaukaskatti nýrra raf bíla er gott dæmi um lausatök í málaflokknum að mati Tómasar. „Þangað til í síðustu viku vissum við ekki betur en að sú aðgerð myndi renna sitt skeið og verð á nýjum rafbílum rjúka upp. Svo rétt fyrir þinglok er tekin ákvörðun um að framlengja úrræðið fram á haust.“ „Það eru þessir plástrar og þessi skammtímahugsun sem veldur því að uppbyggingin höktir. Við verðum að fara að horfa lengra fram í tímann og vinna eftir skýrri stefnu. Það er það sem allir þeir sem tengjast rafvæðingu bílaflotans eru að kalla eftir,“ segir Tómas. n 8 Fréttir 23. júní 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐFRÉTTASKÝRING FRÉTTABLAÐIÐ 23. júní 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.