Fréttablaðið - 23.06.2022, Síða 13

Fréttablaðið - 23.06.2022, Síða 13
Með afgreiðslu rammaáætl- unar ákvað ríkisstjórnin að setja metnaðarríkt markmið um algjör orkuskipti fyrir 2040 í f leytifullan biðflokk pólitískra ákvarðana. Ofsagt væri að markmiðinu hafi beinlínis verið stútað. En líkurnar á að það náist eru hverfandi. Umhverfisráðherra sagði sjálfur á dögunum að Ísland hefði dregist aftur úr öðrum þjóðum í loftslags- málum. Afgreiðsla rammaáætl- unar breytir í engu þeirri stöðu. Firra Sú gagnrýni er réttmæt að verkefni voru færð bæði úr nýtingarflokki og verndarflokki í biðflokk án ríkra faglegra raka. Hitt er firra að afgreiðsla rammaáætlunar í heild hafi verið óskaplegur náttúru- verndarósigur VG. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, vinnumarkaðs- og félagsmálaráð- herra, var nær veruleikanum þegar hann sagði: „Þetta er biðleikur í náttúruvernd.“ Afgreiðsla ramma- áætlunar staðfesti einfaldlega að VG er meiri náttúruverndarflokk- ur en loftslagsverndarflokkur. Þess vegna er markmiðið um orkuskipti í uppnámi. Guðlaugur Þór Þórðarson fór vel af stað í nýju ráðuneyti. En hann hefur ekki haft stuðning í eigin þingflokki til að knýja VG til ákvarðana um tengingu milli orkuöflunar og markmiða stjórnarsáttmálans um orku- skipti og hagvöxt. Það hefði raskað stöðugleika samstarfsins. Einsdæmi Hér þarf líka að hafa í huga að í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um að umhverfisráðherra þurfi að hafa samvinnu við forsætis- ráðherra um mál, sem undir hann heyra. Samvinna ráðherra hefur alltaf þótt svo sjálfsögð að aldrei fyrr hefur verið samið um hana sér- staklega. Þetta einstæða ákvæði bendir til þess að pólitískt fari VG og Sjálfstæðisflokkur saman með málefni þessa ráðuneytis, þó að stjórnskipuleg ábyrgð umhverfis- ráðherra sé ljós. Framsókn Framsókn er sá stjórnarflokk- anna, sem ákafast hefur talað fyrir virkjunum til að tryggja orkuskipti og hagvöxt. Þessi sjónarmið urðu undir. Hafi einhver stjórnarflokkanna tapað málefnalega er það Framsókn. En svo er hitt að hún hefur stóraukið fylgi sitt með því að lýsa sérstöðu í heitum málum en sam- þykkja eigi að síður niðurstöðu jaðarflokkanna. Græna skýrslan Kjarni málsins er sá að ný ramma- áætlun svarar í engu þeim skýru spurningum, sem beint er til ríkis- stjórnarinnar í grænu skýrslunni frá því í mars um „stöðu og áskor- anir í orkumálum með vísan til markmiða og áherslna stjórnvalda í loftslagsmálum.“ Einn þyngsti áfellisdómur skýrslunnar yfir ríkisstjórn, sem setið hefur í fimm ár, er þessi: „Fjárfestingar í orkuframkvæmd- um hafa hingað til ekki fylgt eftir markmiðum í loftslagsmálum.“ Samkvæmt eldri heimildum fer Hvammsvirkjun væntanlega af stað í haust. En stóra myndin er sú að ríkisstjórnin flytur verkefni úr nýtingarflokki í biðflokk þegar aðeins 17 ár eru til loka orkuskipta. Þar af leiðandi getur hún ekki sýnt fram á klár áform um nægjan- lega orkuöflun til að útrýma jarðefnaeldsneyti á Íslandi fyrir 2040 og standa um leið við yfir- skrift stjórnarsáttmálans um „vöxt til velferðar“ með nýsköpun í líftækni, orkufrekri matvælafram- leiðslu, landeldi á fiski og fram- leiðslu rafeldsneytis. Leiðir Í grænu skýrslunni kemur fram að til þess að ná þessum markmiðum stjórnarsáttmálans um græna iðn- byltingu og orkuskipti þarf að auka rafafl sem nemur 100 MW á hverju einasta ári næstu tvo áratugi. Þetta er stór tala en ekki heilög. Það er hægt að nálgast loftslags- markmiðin eftir annarri leið. Þá þarf að draga úr flugsam- göngum og minnka ferðaþjónustu eða loka álverum, kaupa raf- eldsneyti erlendis í stað þess að framleiða það hér heima og rifa verulega seglin í nýsköpunará- formum. Jafnframt yrði að semja við launafólk um að miða launa- kröfur við minni hagvöxt eða jafnvel alls engan og gleyma nei- kvæðum áhrifum skulda ríkissjóðs á velferðarkerfið. Græna skýrslan segir að ríkis- stjórnin þurfi að velja leið. En það bara gerir hún ekki þrátt fyrir „vandaða“ umhugsun í fimm ár. Pólitík Í dag erum við nær samdráttarleið- inni en „vexti til velferðar,“ ef halda á fast í loftslagsmarkmiðin. Hitt er þó líklegra að þeim verði fórnað. Þetta er afleiðing af því eðli samstarfs jaðarflokkanna að setja stórar ákvarðanir í biðflokk. Pólitík er hins vegar að gera upp á milli markmiða þegar þau stangast á. ■ Hitt er firra að afgreiðsla rammaáætl- unar í heild hafi verið óskaplegur náttúru- verndarósigur VG. Orkuskiptin fara í biðflokk Þorsteinn Pálsson ■ Af Kögunarhóli FRÉTTAVAKTIN KL. 18.30 ALLA VIRKA DAGA Fréttavaktin býðum landsmönnum upp á fjölbreytta fréttaumfjöllun í opinni dagskrá. Úrvalslið fjölmiðlafólks fer yfir fréttayfirlit dagsins ásamt því að fá til sín góða gesti að ræða helstu mál líðandi stundar. Fréttavaktin er á dagskrá alla virka daga á Hringbraut og frettabladid.is Þegar ég flutti til Íslands fyrir rúm- lega 40 árum var þjóðin mjög eins- leit að sjá. Það sást varla neinn ein- staklingur með dökka húð, svart hár og framandi klæðaburð. Ég var svo heppin að passa inn í munstrið með mína fölu húð og frekar ljóst hár. Ég kunni ekki bofs í tungumálinu en fékk samt dvalar- og atvinnu- leyfi, komst inn í háskóla til að læra íslensku og aflaði mér seinna rétt- inda til að sinna leiðsögumanns- starfi. Kennaramenntun mín var viðurkennd og gat ég stundað þetta starf um leið og ég var ról- fær í íslenskunni. Að vísu varð ég stundum fyrir aðkasti þegar  mér sem Þjóðverja var heilsað með „heil Hitler“. En sumir hafa bara gaman af því að finna að einhverju. Hvar væri ég stödd í dag ef ég kæmi til landsins og vildi búa hér og starfa, væri af öðrum kynstofni með dökka húð eða vildi kannski hylja hár mitt vegna trúarinnar? Myndi dóms- málaráðherrann senda mig úr landi? Jón Gunnarsson dómsmálaráð- herra hefur hafið stríð gegn inn- flytjendum, ætlar að henda stórum hópi héðan út í óvissu. Margir þeirra hafa unnið hér og fest rætur, lært íslensku og engum verið til ama. Þessi maður er gamaldags, skelfilega íhaldssamur og best er að losna við hann sem fyrst. Eins gott að hans ráðherratíð er að ljúka, enda hefur hann gert lítið gagn heldur verið til vandræða, líka í sínum eigin flokki. Hann mun bráðum fara á feit eftir- laun vegna flokkshollustu sinnar og verði honum bara að góðu. Nýleg könnun á viðhorfum til innf lytjenda sýnir að meirihluti þeirra sem tók þátt er jákvæður í þeirra garð. Það er helst eldri kyn- slóðin, 65 ára og eldri, sem er frekar neikvæð. En það er víst erfitt að kenna gömlum hundum að sitja. Gleðilegt er að unga kynslóðin er upp til hópa hlynnt því að fólk frá öðrum og líka framandi löndum setjist hér að. Þessir einstaklingar munu opna sjóndeildarhring okkar, auka umburðarlyndi og víðsýni. Furðulegast af öllu er svo að Samtök atvinnulífsins eru núna að kvarta hástöfum yfir því að það vanti starfsfólk á mjög mörgum stöðum og illa gangi að manna fyrirtækin. Það er haft eftir fram- kvæmdastjóranum Halldóri Benja- mín í Fréttablaðinu þann 16.6. „að vaxandi mannekla hvíli mjög þungt á fólki í nær öllum atvinnu- greinum“. Hvernig í ósköpum dettur þá dómsmálaráðherra í hug að vísa fjölda fólks úr landi, fólki sem er fúst til þess að vinna hér og gera gagn? ■ Það vantar vinnandi fólk Úrsúla Jünemann kennari á eftir- launum og mann- vinur FIMMTUDAGUR 23. júní 2022 Skoðun 13FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.