Fréttablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 20
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Ásgeir Aron Ásgeirsson, asgeiraron@torg.is, s. 690 6038
„Við hjá VÍS viljum að viðskipta-
vinir okkar lendi síður í slysum og
tjónum. Þess vegna leggjum við
mikla áherslu á að hjálpa fólki að
tryggja öryggi sitt. Við erum stolt
af því að eiga langa sögu um for-
varnir og höfðum til dæmis mikil
áhrif á notkun barnabílstóla hér á
landi. Við getum öll gert svo margt
til þess að koma í veg fyrir slysin,“
segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir,
sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS.
Þegar kemur að öryggi í umferð-
inni segir Sigrún að það fyrsta sem
komi upp í huga sér sé hraði og
athygli. „Það er mikilvægt að vera
úthvíldur og horfa til aðstæðna
hverju sinni og passa auðvitað að
allir séu með öryggisbeltin spennt
og að börnin séu í góðum bílstól
sem hæfir aldri.
VÍS er kraftmikið hreyfiafl með
öflugar forvarnir í broddi fylk-
ingar. Þess vegna er ég mjög stolt
af Ökuvísi, sem er byltingarkennd
nýjung í ökutækjatryggingum hér
á landi. Viðskiptavinir fá aðgang
að appi sem veitir virka endur-
gjöf um hvað megi gera betur og
verða enn öruggari í umferðinni.
Ökuvísir er eina bílatryggingin
hér á landi þar sem einungis tveir
þættir hafa áhrif á verðið, það er,
hversu mikið þú keyrir og aksturs-
einkunn, eða hvernig þú keyrir.
Aksturseinkunn byggir á fimm
þáttum; hraða, hröðun, beygjum,
hemlun og símanotkun. Mark-
miðið er að fækka umferðarslysum
á Íslandi, auðvitað í samstarfi við
viðskiptavini okkar. Því betur sem
þú keyrir – því minna borgar þú.
Svo einfalt er það!
Undanfarið höfum við sýnt fram
á að öryggisvörur geta verið flottar
sem gaman er að hafa sýnilegar, í
stað þess að geyma þær í skápum
og geymslum. Við verðum nefni-
lega að láta öryggið passa. Ég vil
vekja athygli á því að viðskiptavin-
ir okkar fá afslætti á fjölbreyttum
öryggisvörum, jafnt fyrir bílinn,
heimilið og útivistina hjá mörgum
fyrirtækjum. Við hvetjum alla til
þess að nýta sér þessa afslætti og
hafa öryggið í lagi,“ segir Sigrún.
Fækkum umferðarslysum
Sigrún segir Ökuvísi klárlega
hafa áhrif á hvernig fólk keyrir
og þar af leiðandi áhrif á fjölda
umferðarslysa. „Rúmt ár er síðan
við kynntum Ökuvísi til leiks og
á þeim tíma höfum við séð að
viðskiptavinir okkar, sem eru með
Ökuvísi, hafa bætt akstur sinn
umtalsvert meira en upphaflegar
áætlanir okkar gerðu ráð fyrir.
Betri akstur leiðir til færri slysa og
tjóna. Þar sem ég lifi og hrærist í
forvörnum, er ég alveg virkilega
stolt af Ökuvísi. Endurgjöfin í Öku-
vísi hefur gert mig að mun betri og
afslappaðri ökumanni og nær allir
sem fá sér Ökuvísi verða öruggari
í umferðinni, það sýnir tölfræðin
okkur.
Vegna þessa sáum við svigrúm
í upphafi ársins til að lækka verð
enn frekar til þeirra sem keyra
vel. Að auki fer góður akstur betur
með bílinn. Ég mæli því sterk-
lega með kaupum á bíl sem hefur
haft Ökuvísi. Svo má ekki gleyma
umhverfinu, því betri akstur felur í
sér minni losun.“
Ökuvísir fyrir pyngjuna
Ökuvísir hefur ekki bara góð áhrif
á aksturinn heldur líka budduna.
„Verðið byggir á aksturseinkunn.
Ef þú ert með 100 í einkunn, með
kaskó fyrir bíl sem kostar fimm
milljónir og ekur meira en 500 km
á mánuði þá borgar þú um 11.000
kr. í Ökuvísi á mánuði eða um
130.000 kr. á ári.
Þeir sem eru fæddir í kringum
aldamótin og eru með hefðbundn-
ar ökutækjatryggingar eru að
borga um 50% hærra verð en þeir
sem tryggja bílinn með Ökuvísi.
Með því að tryggja með Ökuvísi og
keyra vel er því hægt að spara veru-
legar fjárhæðir. Ég hvet alla áhuga-
sama til að skoða reiknivélina á
vis.is þar sem hægt er að sjá verðin.
Verðskrá fyrir tryggingu hefur því
aldrei verið jafn gagnsæ og því þarf
ekki að biðja um sérstakt tilboð.
Allir fá sama verðið út frá aksturs-
einkunn, óháð aldri.
Þess má geta að tryggingar í
Ökuvísi hækka ekki ef þú lendir í
tjóni, hvort sem það er af þínum
völdum eða annars. Þetta snýst
einfaldlega um að keyra betur, sem
gerir þig líka ólíklegri til að valda
eða lenda í umferðarslysi.
Bíla sem standa óhreyfðir stóran
hluta árs eða eru keyrðir mjög
lítið er líka tilvalið að tryggja með
Ökuvísi, að sögn Sigrúnar. „Þar
sem bíllinn stendur nær óhreyfður
í marga mánuði tikkar hann því í
boxið að keyra minna en 500 km
á mánuði, þá borgarðu minna í
tryggingar,“ segir hún.
Áhyggjulaust frí
„Áður en lagt er af stað í fríið góða,
þá er afar mikilvægt að skilja vel
við húsið, til dæmis að ganga úr
skugga um að slökkt sé á öllum
rafmagnstækjum, að allir gluggar
séu vel lokaðir sem og allar hurðir
læstar. Það er líka góð regla að aug-
lýsa ekki, til dæmis á samfélags-
miðlum, að húsið sé mannlaust.
Óprúttnir aðilar eiga það til að
fylgjast með slíku og nota þá tæki-
færið til að láta til skarar skríða.
Svo þarf að huga að því hvernig
pakkað er í bílinn, en mikilvægt er
að pakka þyngstu hlutunum neðst
og léttustu hlutunum efst. Einnig
er mikilvægt að skorða hlutina af
og best er að draga farangursnetið
yfir farangurinn. Við verðum að
hafa það í huga að lausir munir
í bílnum geta valdið alvarlegum
áverkum, til dæmis getur léttur
farsími margfaldað þyngd sína í
árekstri.
Áður en lagt er af stað, þá er gott
að kynna sér veðurspána þar sem
akstur í miklu roki getur verið
varhugaverður. Svo þegar sólin fer
að skína, þá er nauðsynlegt að hafa
nægt rúðupiss, hreinar framrúður
og sólgleraugu við höndina. Ef svo
óheppilega vill til að steinn lendi á
framrúðunni og valdi skemmdum,
þá er gott að setja sérstakan fram-
rúðulímmiða á sárið til þess að
auka líkurnar á því að hægt sé að
gera við hana. Slík viðgerð kostar
þig ekki neitt, en ef skipta þarf um
framrúðuna þarf að borga 20% af
kostnaðinum sem getur hlaupið
á tugum þúsunda. Svo er líka
miklu umhverfisvænna að gera
við rúðuna en að skipta henni út.
Þess vegna mælum við með því
að hafa límmiðann alltaf til taks í
hanskahólfinu en þá er hægt að fá
heimsenda. Einfaldlega með því að
senda póst á vis@vis.is.
Ég vil ítreka mikilvægi þess að
vera með athyglina í lagi, hvort
sem þú ert að keyra, hjóla eða
labba. Best er að láta símann bara
vera. Ef við tökum dæmi um að
þú keyrir á 90 km hraða og kíkir á
símann í fimm sekúndur, þá ertu
búin keyra vegalengd sem jafn-
gildir því að keyra yfir Laugardals-
völlinn endilangan. Við skulum
vera með athyglina á réttum stað.
Þegar þú ert komin á leiðarenda
og ætlar að njóta fegurðarinnar á
fjöllum landsins er gott að kynna
sér svæðið og leiðina sem á að
fara. Best er ef leiðin er stikuð og
ekki má klikka á góðum göngu-
skóm og skjólgóðum fatnaði ásamt
nesti. Ekki gleyma heldur að skoða
veðurspána og vera viðbúin því
veðri sem spáð er og vera frekar
betur búin en vanbúin.“
Víðtækari reiðhjólatrygging
Reiðhjól eru orðin staðalbúnaður
hjá mörgum ferðalöngum og á
næstu dögum mun VÍS bjóða upp
á víðtækari reiðhjólatryggingu en
þá sem er nú til staðar í F plús. „Ef
þú átt reiðhjól sem er dýrara en
250.000 krónur þá hvetjum við þig
til þess að kynna þér málið. Þess
ber að geta að þeir sem eru með
F plús fá þessa nýju tryggingu á
betri kjörum. Svo er mikilvægt að
huga að öryggi sínu með því að
nota hjálm, tryggja sýnileika með
áberandi litavali í fatnaði og passa
endurskinið. Svo verðum við að
muna að aukinn hraði eykur líkur
á falli og saklaus sandur á stíg getur
verið varasamur.
Að sjálfsögðu minnum við á
mikilvægi þess að fara reglulega
yfir tryggingarnar. Sérstaklega ef
eitthvað hefur breyst á árinu til
dæmis nýtt húsnæði, ef fjölskyldan
hefur stækkað, nýr pallur við húsið
eða gæludýr bæst við fjölskylduna
þá þarf að huga að tryggingum. Að
gefnu tilefni viljum við sérstaklega
minna á húseigendatrygginguna.
Alltof margir gleyma henni þegar
flutt er úr fjölbýli í sérbýli.
Við erum að sjálfsögðu til staðar
til þess að aðstoða og fara vel yfir
tryggingarnar. Ekki hika við að
slá á þráðinn til okkar í síma 560
5000 eða senda okkur línu á vis@
vis.is. Við viljum nefnilega að allir
séu rétt tryggðir. Látum áhyggju-
leysið elta okkur í sumar og siglum
örugglega í fríið.“ ■
Sigrún segist vera afar stolf af Ökuvísi enda lifir hún og hrærist í forvörnum. Vegna færri slysa og tjóna hefur VÍS getað lækkað verð á tryggingum enn frekar til þeirra sem keyra vel. MYND/SAGA SIG
Ef við tökum dæmi
um að þú keyrir á
90 km hraða og kíkir á
símann í fimm sekúnd-
ur, þá ertu búin að keyra
vegalengd sem jafngildir
því að keyra yfir Laugar-
dalsvöllinn endilangan.
Sigrún A. Þorsteinsdóttir
2 kynningarblað 23. júní 2022 FIMMTUDAGURFERÐUMST UM ÍSLAND