Fréttablaðið - 23.06.2022, Page 25

Fréttablaðið - 23.06.2022, Page 25
Mygga mýflugnafælan veitir þér frelsi til að geta verið úti í náttúrunni án mikillar truflunar frá bitmýi. Hvort sem þú ert í garðinum heima, í göngu, fjallgöngu, golfi, veiðitúr eða annarri útivist, þá er gott að hafa Mygguna með í för. Ingibjörg Kolbeinsdóttir, markaðs- og sölustjóri Lyfjavers, þekkir Mygga vel af eigin reynslu. „Við fjölskyldan bjuggum í Noregi í sex ár. Þar kynntumst við nokkrum tegundum af bitmýi og notuðum Mygga DEET til varnar með góðum árangri, “ greinir Ingi- björg frá. „Eftir þetta er ég alltaf tilbúin með Mygga-vörnina þegar vargtímabilið hefst í byrjun júní ár hvert, enda vill enginn á heimilinu verða fyrir barðinu á bitvarginum.“ Mygga DEET Mygga er áhrifarík mýflugna- og skordýrafæla sem vinnur meðal annars gegn bitmýs- og moskító- biti. Mygga hefur hlotið góðar viðtökur og reynslu á Norðurlönd- unum. Mygga inniheldur sæfiefn- ið DEET (N,N-díetýl-meta-tólúam- íð) sem er fæliefni sem hefur áhrif á lyktarskyn flugunnar og veitir þannig góða vörn gegn mýflugna- og skordýrabiti. DEET er jafnframt eitt algengasta virka efni sem notað er í skordýrafælur í dag. Ekki láta mýið skemma fyrir þér fríið Bitmý hefur verið mjög fyrir- ferðarmikið hér á landi undan- farin ár og svo virðist sem lúsmý sé að ná hér fótfestu. Fólk getur orðið fyrir talsverðum óþægindum frá bitmýi, það getur til að mynda orðið til þess að sumarfríið taki óvænta stefnu. Ein leiðin til að koma í veg fyrir bit frá þessum vargi er að nota fæliefni sem inni- heldur virka efnið DEET sem borið er á húð. Mygga DEET veitir meðal annars vernd gegn bitmýs- og moskítóbiti sem varir í allt að níu klukkustundir. Þættir eins og hita- stig, raki og svitamyndun geta haft áhrif á virkni vörunnar. Embætti landlæknis og Heilsu- gæslan hafa gefið út að áhrifarík- ustu fæliefni gegn bitmýi séu þau sem innihalda virka efnið DEET og má kynna sér það á vefsíðunni heilsuvera.is. Til að geta selt vöru sem inni- heldur sæfiefnið DEET þarf að sækja um markaðsleyfi frá Umhverfisstofnun, en Mygga er eina vörumerkið á Íslandi sem inniheldur DEET sem er með gilt markaðsleyfi frá Umhverfis- stofnun. Mygga vöruúrval Mygga DEET er fáanlegt í þremur mismunandi umbúðum og af mismunandi styrkleika, þar með talið sem „roll-on“ og í úðaformi. Styrkur DEET sker úr um heimila notkun vörunnar miðað við aldur en finna má Mygga DEET sem hentar öllum aldurshópum, allt frá tveggja ára aldri. Þar sem DEET er sæfiefni, ber að meðhöndla það á öruggan hátt. Mygga DEET er einungis leyfilegt til notkunar á mannfólki, sem vörn gegn mýflugna- og skordýrabiti. Helstu eiginleikar áburðarins er að hann virkar vel og lengi og hefur komið vel út í rannsóknum þar sem hann var borinn saman við aðrar tegundir af sambæri- legum áburði. Mygga áburðurinn er ofnæmisprófaður og lyktar vel, auk þess sem hann klístrar ekki. Áríðandi er að farið sé eftir leið- beiningum og ábendingum fram- leiðanda fyrir notkun vörunnar. Mygga-vörurnar hafa unnið til fjölda verðlauna og undirgengist prófanir á rannsóknarstofum og í vettvangsrannsóknum. n Mygga er framleitt af lyfjafram- leiðandanum Omega Pharma í Þýskalandi. Mygga fæst á völdum stöðum um land allt, hægt er að finna nánari upplýsingar um vörurnar og sölu- staði á mygga.is. Lyfjaver ehf er með markaðsleyfi fyrir MYGGA hér á Íslandi. Mygga er öflug vörn gegn bitmýi Ingibjörg Kolbeinsdóttir, markaðs- og sölustjóri Lyfjavers, hefur notað Mygga-vörnina með góðum árangri. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Mygga 9,5% DEET Sprey 75ml ætlað fyrir fullorðna og börn frá 2 ára aldri. Mygga 20% DEET Rollon 50ml ætlað fyrir fullorðna og börn frá 12 ára aldri Mygga 50% DEET Sprey 75ml ætlað fyrir 18 ára og eldri. Ingibjörg nýtur útivistar og er hér að ganga Laugaveginn. MYND/AÐSEND Mygga After Bite 50ml gel og krem 50ml, veita skjótan og árangursríkan árangur gegn kláða og ertingu í húð eftir bit frá lús/bitmýi, mýflugum og mörgum öðrum skordýrum. Það hefur kælandi áhrif, dregur úr kláða og ertingu í húð eftir bit, mýkir, veitir raka og endurnærir húðina. Virkar einnig vel við ertingu í húð af völdum brenni- netlu og marglyttu. kynningarblað 7FIMMTUDAGUR 23. júní 2022 FERÐUMST UM ÍSLAND

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.