Fréttablaðið - 23.06.2022, Side 32
Oftast er
fatahönn-
uðinum
Diane von
Fürsten-
berg eign-
uð upp-
finning
bundna
kjólsins á
árunum
1972-3.
Hinn víðfrægi „wrap dress“
eða vafðir kjólar hafa tröll-
riðið öllu síðustu mánuði í
aðdraganda sumarsins enda
er um að ræða klassíska flík
sem sómir sér á mörgum
líkamsgerðum og er hægt að
dressa upp og niður.
jme@frettabladid.is
Flíkinni er vafið um líkamann og
hún bundin saman í mittið eða
hneppt saman á hliðinni. Þessi
aðferð myndar fallegt vaff-hálsmál
og efnið fellur glæsilega að líkam-
anum. Þá er hægt að binda kjólinn
misþröngt fyrir ólíka útkomu.
Ranglega eignaður DVF
Oftast er fatahönnuðinum Diane
von Fürstenberg eignuð uppfinn-
ing bundna kjólsins í kringum árin
1972-3. Hins vegar bendir Richard
Martin, fyrrverandi sýningarstjóri
Costume Institute hjá Metropo-
litan Museum of Art, á að hönnun
Fürstenberg hafi þá þegar átt
sterkar rætur í bandarískum
íþróttafatnaði, sérstaklega þegar
kom að notkun hennar á teygjan-
legum efnum og gerviefnum í
fyrstu eintökum Fürstenbergs.
Á tíma heimskreppunnar á 4.
áratug 20. aldar voru svokallaðir
„Hooverette“ kjólar vinsælir, en
þessi kjólatíska byggði einnig á
sömu hugmynd, að vefja og binda.
Elsa Schiaparelli hannaði svipaða
kjóla á fjórða áratugnum og Claire
McCardell á þeim fimmta.
Valdefling kvenna
En útgáfa Fürstenbergs, sem var
hnésíð, úr þröngu jersey-efni og
löngum ermum, varð svo vinsæl
og einkennandi að kjólategundin
hefur síðan þá verið sterklega
tengd við Diane von Fürstenberg.
Hún hefur sagt að hjónaskilnaður
sinn hafi verið innblásturinn að
hönnuninni. Einnig hefur hún
gefið til kynna að kjóllinn eigi að
valdefla konur til þess að njóta
kynferðislegs frelsis. ■
Umvafin tískusögunni
Diane von
Fürstenberg
pósar hér fyrir
framan safn sitt
af bundnum
kjólum á Jour-
ney of a Dress
sýningunni í
LACMA West í
janúar 2017 í Los
Angeles.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
Leikkonan og áhrifavaldurinn Sonia
Lyson sést hér vöfðum bleikum
blómakjól frá Zöru um miðjan júní.
Grænt Bottega Veneta Jodie veskið
býr til skemmtilega andstæðu.
Þýska leikkonan Anna Wolfers parar hér saman glæsilegan bláan bundinn
kjól, gullfesti og svarta hliðartösku í byrjun júní í Hamborg.
S Í G I L D K Á P U B Ú Ð
Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is
Laxdal er í leiðinniFylgið okkur á FB
SKOÐIÐ
LAXDAL.IS
Vatnsvarðar
yfirhafnir í úrvali
6 kynningarblað A L LT 23. júní 2022 FIMMTUDAGUR