Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.07.2022, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 21.07.2022, Qupperneq 4
ser@frettabladid.is DÝRALÍF Músagangur er með meira móti í borgarlandinu í sumar, að því er Guðmundur Óli Scheving mein- dýraeyðir segir í samtali við blaðið, en kvörtunum svo að segja rignir yfir hann. „Líklega stafar þetta af tvennu,“ útskýrir hann. „Það hefur bæði verið kalt og blautt og það hjálpar hagamúsinni ekki,“ bætir hann við, „og þess utan hefur verið lítið æti fyrir hana að hafa utan dyra.“ Og þar veldur mestu að lítið er af skordýrum fyrir hana að éta. „Það er minna af trjágeitungum en vana- lega,“ segir Guðmundur Ólil. Meindýrafræðingurinn á þó von á að holugeitungurinn skili sér þegar hausta tekur. „En jafnvel hunangsflugan hefur heldur ekki náð sér á strik – og þar er sennilega vosbúðinni um að kenna.“ Óvenju mikill músagangur vegna flugnaskorts Guðmundur Óli Scheving, meindýraeyðir FIAT.IS • ISBAND.IS FULLKOMINN Í BORGARFERÐIR „Ítölsk hönnun hefur alltaf veitt okkur í HAF studio mikinn innblástur og þess vegna varð rafknúinn Fiat 500e fyrir valinu.“ Haf steinn Júlí us son og Karítas Sveins dóttir NÝ SENDING Á LEIÐINNI – TRYGGÐU ÞÉR EINTAK ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LOKAÐ LAUGARDAGA Hagamúsin leiti því í híbýli fólks eftir mögulegu æti, enda sé hún afar háð orkuríkri fæðu, því afkoman er mikil, á sjö til átta mánaða líftíma sínum eignist hún fjóra til tólf unga á 26 daga fresti – og 48 dögum eftir fæðingu ungans sé hann sjálfur far- inn að fjölga sér. „Þannig að það þarf nú hafa sig allan við í starfi sem mínu,“ segir Guðmundur Óli Scheving, mein- dýraeyðir á höfuðborgarsvæðinu. n Upplýsingar um kostnað ÁTVR vegna málsókna á hendur einkafyrirtækjum sem selja Íslendingum áfengi liggur ekki fyrir, segir stofn- unin, því hann sé samofinn öðrum verkefnum sem unnin hafi verið samhliða. mhj@frettabladid.is RÍKISSTOFNANIR Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins hefur borgað yfir 60 milljónir króna fyrir aðkeypta lög- fræðiþjónustu frá árinu 2018. Þetta kemur fram í svörum ÁTVR við fyrirspurn Fréttablaðsins. Stór hluti þess kostnaðar, eða einn þriðji, kom í fyrra er ÁTVR greiddi 20 millj- ónir fyrir lögfræðiþjónustu. Stofnunin greiddi tvöfalt minna árið áður, 2020. Þá fóru 10 milljónir í lögfræðikostnað og enn minna árið 2019, eða 8 milljónir. Árið 2021 kærði ÁTVR Arnar Sigurðsson, frönsku netverslunina Santewines SAS og innf lutnings- fyrirtækið Sante ehf. til lögreglu og skattsins. ÁTVR sakaði fyrir- tækið um að standa ekki skil á inn- heimtum virðisaukaskatti. ÁTVR kærði einnig Bjórland ehf., Brugghúsið Steðja ehf. og eigendur þeirra fyrirtækja. Sama ár fór ÁTVR einnig í skaðabótamál gegn Sante, Arnari og Bjórlandi ehf. Í mars síðastliðnum vísaði Hér- aðsdómur Reykjavíkur málunum frá. Héraðsdómur sagði ÁTVR ekki hafa lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins og var ÁTVR gert að greiða félögunum málskostnað. Lögfræði- kostnaður ÁTVR það sem af er ári er 9,7 milljónir króna. Í svari ÁTVR til Fréttablaðsins segir að í rekstri ÁTVR komi margoft upp aðstæður sem krefjist sérhæfðr- ar lögfræðiþekkingar og aðkomu lögmanna. Helstu málaflokkarnir séu ágreiningsmál varðandi vöru- val áfengis og tóbaks, fasteignamál, leigusamninga, skipulagsmál og framkvæmdir. Einnig dómsmál, kærumál og samkeppnismál, svo dæmi séu tekin. Fréttablaðið greindi frá því í sept- ember í fyrra að kostnaður vegna einkamálanna gegn Sante og öðrum smásölum væri tæplega 7 millj- ónir króna án virðisaukaskatts. Frá þeim tíma hafa 1,5 milljónir króna bæst við þann kostnað, samkvæmt ÁTVR. Fréttablaðið óskaði einnig eftir upplýsingum um hvort ÁTVR hefði keypt lögfræðiaðstoð fyrir umsagnarskrif við áfengisfrum- vörp Alþingis, en stofnunin hefur verið með ítarlegar umsagnir bæði gegn brugghúsafrumvarpinu svokallaða og vefverslunarfrum- varpinu. ÁTVR gat ekki veitt upp- lýsingar um heildarkostnað vegna þessarar lögfræðiráðgjafar því hún ÁTVR greitt yfir sextíu milljónir fyrir lögfræðiþjónustu frá því á árinu 2018 sé samofin öðrum verkefnum. „Umsagnir ÁTVR um frumvörp sem til umfjöllunar eru á Alþingi, um málefni er varða áfengis- eða tóbaksmál og snerta rekstur ÁTVR, eru á ábyrgð forstjóra,“ segir í svari ÁTVR. „Upplýsingar um heildarkostnað vegna þessarar lögfræðiráðgjafar liggja ekki fyrir með aðgengilegum hætti hjá ÁTVR, enda hefur hún verið samofin öðrum verkefnum sem vinna hefur þurft jöfnum hönd- um, svo sem öf lun margvíslegra gagna og upplýsinga auk greininga á lagaumhverfi hérlendis í sam- hengi við löggjöf á Norðurlöndum og EES-svæðinu,“ segir í svari ÁTVR við fyrirspurn Fréttablaðsins. n Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarfor- stjóri ÁTVR. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI adalheidur@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Ísland uppfyllir allar lágmarkskröfur í baráttu gegn man sali, samkvæmt nýrri skýrslu bandarískra stjórnvalda og hefur færst upp í fyrsta flokk eftir að hafa verið í öðrum flokki undanfarin ár. Í fyrsta flokki eru 30 ríki af 188. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur frá 2001 birt árlega skýrslu um stöðu mansalsmála og aðgerðir stjórnvalda gegn mansali og sett ríki í þrjá flokka eftir frammistöðu. Byggt er á upplýsingum frá stjórn- völdum, félagasamtökum og úr ýmsum öðrum áttum. n Uppfyllum kröfur varðandi mansal Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR Bandaríkin birta árlega skýrslu um mansalsmál. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY thorgrimur@frettabladid.is BANDARÍKIN Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna í Banda- ríkjunum hefur lagt fram frumvarp sem á að gera erfiðara að hnekkja niðurstöðum forsetakosninga. Frumvarpið er talið andsvar við tilraunum Donalds Trump til að hnekkja niðurstöðu forsetakosn- inganna 2020. Í því segir skýrt að varaforsetinn gegni aðeins tákn- rænu hlutverki við talningu og stað- festingu kjörmannaatkvæða eftir kosningar. Flestir bandarískir lögspekingar líta svo á að varaforsetinn geti ekki haft áhrif á talninguna. Trump reyndi þó að fá varaforseta sinn, Mike Pence, til að neita að telja til- tekin kjörmannaatkvæði eftir kosn- ingarnar 2020, en án árangurs. n Vilja skýr lög um forsetakosningar Repúblikaninn Susan Collins er einn flutningsmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 4 Fréttir 21. júlí 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.