Fréttablaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 10
Þótt við
tölum
alltaf um
að Seðla-
bankar
séu
sjálf-
stæðir þá
eru þeir
það
auð-
vitað
ekki.
Þeir lifa í
skjóli
ríkis-
stjórna.
Seðlabankar víða um heim
mislásu stöðuna í heims-
faraldrinum og gerðu mikil
mistök með því að prenta
peninga og lækka vexti. Þetta
er mat Jóns Daníelssonar hag-
fræðiprófessors. Hann telur
mikilvægt að þeir fái ótví-
ræðan pólitískan stuðning til
að vinda ofan af afleiðingum
þessara mistaka.
„Þetta byrjaði allt árið 2008 þegar
við fórum að beita peningaprentun
til að leysa vandamál sem átti að
leysa annars staðar. Stjórnmála-
menn vilja almennt ekki breyta
innviðum samfélagsins, þeir vilja
bara fá skammtímalausnir og pen-
ingaprentun er slík skammtíma-
lausn,“ segir Jón Daníelsson, pró-
fessor í hagfræði við London School
of Economics, en hann hefur verið
gagnrýninn á aðgerðir stjórnvalda
og seðlabanka, ekki síst síðustu ár
og í gegnum heimsfaraldurinn.
„Þetta var stundað víða um heim
í á annan áratug í kjölfar efnahags-
hrunsins. Fólk fór að trúa því að
verðbólgan væri lág. En það nátt-
úrulega breyttist allt árið 2020.“
Jón segir alrangt að kenna heims-
faraldrinum alfarið um þann efna-
hagsvanda og verðbólgu sem við
stöndum frammi fyrir í dag. Vand-
inn eigi sér lengri sögu. En það hve
hratt hefur sigið á ógæfuhliðina
megi rekja til þess hvernig seðla-
bankar mátu stöðuna í faraldrinum
miðjum.
„Þeir einfaldlega mislásu aðstæð-
ur og gerðu mistök. Það er rótin að
þessari háu verðbólgu.“
Samkvæmt Jóni er mikilvægt að
rýna stöðuna sem var í hagkerfinu
á árunum frá hruni og fram að
faraldri.
„Þegar komið er fram á árið 2020
er þegar heil holskefla peninga að
sveif last um í fjármálakerfum og
hagkerfi heimsins. Það orsakaði
eignabóluna sem við þekkjum.
Heimsfaraldurinn var ekkert f lókið
fyrirbæri í efnahagslegu tilliti. Eft-
irspurnin einfaldlega minnkaði. Í
staðinn fyrir að fara á veitingastaði
eða í ferðalög þá sat fólk heima. En
það þýðir, og lá alveg fyrir á þeim
tíma, að fólk hætti að eyða en fór
þess í stað að spara peninga. Það
sama gerðu fyrirtæki. Þegar við
sáum svo fyrir endann á faraldr-
inum flæddi þessi einkasparnaður
út aftur og eftirspurnin f laug upp á
heimsmarkaði.“
Og þess vegna hafi verið rangt,
samkvæmt Jóni, að lækka vexti og
prenta peninga.
„Seðlabankarnir voru alltof
uppteknir af því að horfa í bak-
sýnisspegilinn, til krísunnar 2008,
og beita meðölum sem reyndust
farsæl þá. Málið er að Covid var
bara ekki þess háttar krísa. Það
var engu líkara en menn sæju bara
eina tegund af krísu og eina tegund
af aðgerðum. Það var einfaldlega
kolröng ákvörðun að ræsa prent-
vélarnar við þær aðstæður.“
Aðspurður segir Jón þetta þó
ekki alveg algilt ef horft er til mis-
munandi viðbragða einstakra
ríkja.
„Sum lönd gengu harðar fram
en önnur. Við erum með dæmi
um land sem las þetta rétt og það
er Sviss. Enda er það eina landið í
Evrópu sem er ekki að glíma við
verðbólgu. Það liggur sem sagt
alveg fyrir hvað hefði gerst.
Það land sem gekk hins vegar
harðast fram í sínum aðgerðum
var Bandaríkin. Aðgerðapakki Joe
Biden, sem kom fram fyrir rúmu ári
síðan og gekk meðal annars út á að
senda ávísanir inn á öll heimili, var
alfarið fjármagnaður með peninga-
prentun. Þar f læddu peningar bók-
staflega út í bandaríska hagkerfið.
Á sama tíma og hagkerfið var þegar
komið í uppsveif lu eftir Covid.
Hin raunverulegu vandamál
skapast þegar peningar, sem seðla-
bankinn prentar, skella á hagkerf-
inu á sama tíma og uppsafnaður
sparnaður heimila og fyrirtækja.
Þá blossar eftirspurnin upp og þess
vegna erum við með allan þennan
vöruskort í dag. Það gekk holskefla
yfir markaðinn.“
Að mati Jóns hefði þessi staða
átt að vera öllum ljós. „Það var
mjög hart sótt að seðlabönkum
fyrir rúmu ári síðan og þeir hvattir
til að grípa til mildandi efnahags-
legra aðgerða. Þeir sem fylgjast
með efnahagshorfum sáu hvað var
að gerast. En peningastefnur og
aðgerðir seðlabanka voru bara eins
og aukaatriðið í stóra samhenginu.
Svona miðað við allt annað sem
gekk á. Þetta féll einhvern veginn í
skuggann af svo mörgu öðru í þessu
ástandi.“
En Jón segir líka mikilvægt að
dvelja ekki um of við það sem þegar
hefur verið gert. Nú þurfi að skapa
samstöðu um þær aðgerðir sem eru
nauðsynlegar í dag.
„Nú er mikið talað um það hvort
seðlabankar séu traustsins verðir.
Þetta sér maður víða og þetta er
hættuleg umræða. Það sem þarf að
gera núna er að endurvekja traust
til seðlabanka. Þeir þurfa að njóta
nægilegs trausts til þess að vinda
ofan af vandanum. Þeir þurfa að fá
að hækka vexti stig af stigi því það
er nauðsynlegt.
Evrópski seðlabankinn er til
dæmis enn þann dag í dag með
neikvæða vexti, sem er eiginlega
alveg galið í tíu prósenta verðbólgu.
Bandaríski seðlabankinn hefur þó
gengið á undan og þá er mikilvægt
að hafa í huga að Bandaríkin leiða
peningastefnu annarra ríkja. Við
fylgjum jafnan Bandaríkjunum í
þessu. Það má alveg búast við því
að vextir fari upp undir fimm til
sjö prósent fyrir lok árs vestan hafs.
Evrópa, og Ísland þar með talið,
mun þurfa að fylgja á eftir. Þann-
ig að vextir eru sannarlega á upp-
leið. Við erum að horfa fram á
aðgerðir sem munu hafa í för með
sér mikinn samdrátt í hinu alþjóð-
lega efnahagslífi. Þess vegna þurfa
seðlabankar að stíga fram, viður-
kenna mistökin og útskýra þær
aðgerðir sem þarf að grípa til.“
En þá komum við að erfiðasta
atriðinu að mati Jóns.
„Það verður að vera pólitísk-
ur stuðningur að baki þessum
aðgerðum. Þótt við tölum alltaf
um að seðlabankar séu sjálfstæðir
þá eru þeir það auðvitað ekki. Þeir
lifa í skjóli ríkisstjórna. En nú verða
ríkisstjórnir að styðja seðlabank-
ana í þessum erfiðu ákvörðunum.
Ef það gerist þá munum við ná
tökum á þessu.
En ef ríkisstjórnir vinna gegn
hærri vöxtum og styðja ekki seðla-
bankana í sínum aðgerðum, þá
mun verðbólgan einfaldlega festa
sig í sessi og það þekkja fáir betur
en við Íslendingar hve erfitt getur
verið að vinda ofan af slíku ástandi.
Þangað viljum við ekki fara.“
En hve langan tíma mun það taka
okkur að vinda ofan af ástandinu?
Að því gefnu að gripið verði til
nauðsynlegra aðgerða.
„Það er alltaf hægt að gera rétta
hluti snemma og stíga fast inn.
Ef við gerum það þá munum við
ná tökum á þessu nokkuð hratt,
svona í sögulegu samhengi. En ef,
til dæmis, Evrópski seðlabankinn
heldur áfram að sigla inn í þetta
með enga, eða neikvæða, vexti þá
mun það taka okkur mörg, mörg
ár að vinda ofan af þessu,“ segir
Jón Daníelsson hagfræðiprófessor
að lokum. n
Telur að mistök hafi verið gerð með
aðgerðum seðlabanka í faraldrinum
Seðlabankar
lásu rangt í að-
stæður, að mati
Jóns Daníels-
sonar hagfræði-
prófessors.
Stjórnmálamenn vilja
almennt ekki breyta
innviðum samfélags-
ins, þeir vilja bara fá
skammtímalausnir.
Guðmundur
Gunnarsson
ggunnars@
frettabladid.is
10 Fréttir 21. júlí 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 21. júlí 2022 FIMMTUDAGUR