Fréttablaðið - 21.07.2022, Síða 14

Fréttablaðið - 21.07.2022, Síða 14
Amanda spilaði aðeins rúmar tíu mínútur fyrir Ísland á Evrópu- mótinu en gat á þeim mínútum sýnt snilli sína. Sveindís er nú þegar meðal bestu knatt- spyrnukvenna Íslands. Þrátt fyrir ungan aldur er Alexandra marg- reyndur leikmaður sem spilaði sinn fyrsta landsleik aðeins 17 ára. Cecilía er nýbúin að skrifa undir langtíma- samning við þýska stórveldið Bayern München. Agla átti flotta spretti á EM í mánuðinum og fór út í atvinnu- mennsku fyrr á árinu. Leiða má líkur að því að Áslaug fylli upp í skarðið í bakvarðar- stöðunni sem Hallbera Guðný skilur eftir sig. 14 Íþróttir 21. júlí 2022 FIMMTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 21. júlí 2022 FIMMTUDAGUR Íslenska landsliðið í knattspyrnu komst því miður ekki upp úr riðli sínum á Evrópumótinu á Englandi þrátt fyrir að hafa ekki tapað leik á mótinu. Svekkelsið var mikið en þó er hægt að finna ljósa punkta í frammistöðu liðsins á mótinu og ljóst að efniviðurinn til frekari afreka og þátttöku á stórmótum er til staðar. Hér verður varpað ljósi á nokkra framtíðar- leikmenn íslenska landsliðsins sem tóku þátt á mótinu, listinn er ekki tæmandi. Framtíðarstjörnur Íslands Aron Guðmundsson aron @frettabladid.is Karólína Lea Vilhjálmsdóttir 20 ára miðjumaður Bayern München Karólína spilaði stórt hlutverk með landsliðinu á EM, byrjaði alla leiki liðsins og spilaði bróðurpart þeirra. Hún var með bestu leikmönnum íslenska landsliðsins á mótinu og kom mörgum skemmtilega á óvart. Karólína mun með meiri reynslu aðeins vaxa sem leikmaður og verður stór hluti af íslenska landsliðinu á komandi árum. Amanda Jacobsen Andradóttir 18 ára miðjumaður Kristianstad Amanda spilaði aðeins rúmar tíu mínútur fyrir Ísland á Evr- ópumótinu en gat á þeim mín- útum sýnt snilli sína. Þarna er á ferðinni virkilega spennandi miðjumaður sem mun án efa leika stórt hlutverk í íslenska landsliðinu í framtíðinni. Sveindís Jane Jónsdóttir 21 árs sóknarmaður Vfl. Wolfsburg Sveindís er nú þegar meðal bestu knattspyrnukvenna Ís- lands og hefur látið til sín taka á stærsta sviði Evrópuboltans, Meistaradeild Evrópu. Sveindís verður algjör lykilleikmaður í árangri íslenska kvennalands- liðsins næstu árin. Alexandra Jóhannsdóttir 22 ára miðjumaður Eintracht Frankfurt Tók þátt í tveimur leikjum Ís- lands á EM og hefur verið reglu- legur þátttakandi í leikjum liðsins í undankeppni HM. Þrátt fyrir ungan aldur er Alexandra margreyndur leikmaður sem spilaði sinn fyrsta landsleik aðeins 17 ára gömul. Hún hefur meðal annars orðið Íslands- meistari í tvígang og bikar- meistari hér á landi einu sinni. Cecilía Rán Rúnarsdóttir 18 ára markvörður Bayern München Cecilía Rán meiddist því miður skömmu fyrir EM en ljóst er að þarna er á ferð gífurlega spenn- andi og efnilegur markvörður sem hefur fengið smjörþefinn af átökunum með íslenska landsliðinu í undankeppni HM. Cecilía er nýbúin að skrifa undir langtímasamning við þýska stórveldið Bayern München. Agla María Albertsdóttir 23 ára kantmaður Häcken Hefur leikið stórt hlutverk í Íslenska landsliðinu og var meðal annars hluti af íslenska landsliðinu á EM 2017 þá aðeins 18 ára gömul. Agla átti flotta spretti á EM í mánuðin- um og fór út í atvinnumennsku fyrr á árinu. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir 21 árs bakvörður Breiðabliki Virkilega öflugur bakvörður sem steig sín fyrstu skref á stórmóti með íslenska lands- liðinu á EM. Leiða má líkur að því að Áslaug fylli upp í skarðið í bakvarðarstöðunni sem Hallbera Guðný skilur eftir sig, en sú síðarnefnda hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. 10-60% AFSLÁTTUR ÚTSALAN ER Í FULLUM GANGI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.