Fréttablaðið - 21.07.2022, Síða 27

Fréttablaðið - 21.07.2022, Síða 27
Fálkabakki 1, Fálkaborg Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 22. júní 2022 og borgarráðs Reykjavíkur þann 30. júní 2022 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á hverfisskipulagi „6.1 Breiðholt“ vegna lóðarinnar nr. 1 við Fálkabakka. Í breytingunni felst stækkun á skipulagssvæði til norðurs, stækkun á leikskólalóð og núverandi byggingarreit leikskólans ásamt því að bætt er við byggingarreit fyrir tímabundna kennslustofu. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Kirkjusandur 2 Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 29. júní 2022 og borgarráðs Reykjavíkur þann 7. júlí 2022 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands vegna lóðarinnar nr. 2 við Kirkjusand. Í breytingunni felst m.a. breytt landnotkun, breyttir byggingarreitir og aukið byggingarmagn. Heimilt verður að gera 225 íbúðir á reitnum. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Kirkjusandur - Reitur F Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 29. júní 2022 og borgarráðs Reykjavíkur þann 7. júlí 2022 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands vegna reits F. Í breytingunni felst að sameina reiti F2 og F3 í einn reit (F2) þar sem heimild verður fyrir íbúðarhúsnæði með allt að 115 íbúðum í stað blöndu af atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Bryggjuhverfi, dælustöð Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 29. júní 2022 og borgarráðs Reykjavíkur þann 7. júlí 2022 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis. Í breytingunni felst að skipulagssvæðið er stækkað til suðurs að mörkum Ártúnshöfða og til austurs að veginum Gullinbrú. Ástæða þess að skipulagssvæðið stækkar er fyrirhuguð dælustöð Veitna, en afmörkuð er lóð ásamt því að gerður er byggingarreitur fyrir dælustöð sem staðsett verður sunnan Sævarhöfða og vestan Gullinbrúar. Lagnabeltin verða tvö, annars vegar frá Ártúnshöfða og til norðurs að lóð dælustöðvar og hins vegar frá lóð dælustöðvar til vesturs. Aðkoma þjónustuumferðar að lóðinni verður frá núverandi einstefnu frárein frá Gullinbrú að Sævarhöfða. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Álfabakki 2A, 2B, 2C og 2D Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 29. júní 2022 og borgarráðs Reykjavíkur þann 7. júlí 2022 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Suður-Mjóddar vegna lóðanna nr. 2A, 2B, 2C og 2D við Álfabakka. Í breytingunni felst að lóðirnar eru sameinaðar í eina lóð og byggingarreitur er lengdur til norðurs. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Elliðaárdalur Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 29. júní 2022 og borgarráðs Reykjavíkur þann 7. júlí 2022 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals. Í breytingunni felst að bætt er við tengistíg frá Rafstöðvarvegi 1A (jarðhús ofan Ártúnsbrekku) og til suðurs að núverandi stofnstíg sunnan aðkomuvegar að Rafstöðvarvegi 1A. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Öskjuhlíð Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 29. júní 2022 og borgarráðs Reykjavíkur þann 7. júlí 2022 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar. Í breytingunni felst afmörkun deiliskipulags aðlöguð að deiliskipulagsmörkum Háskólans í Reykjavík og nýr göngustígur á horni Nauthólsvegar og Flugvallarvegar. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Gufunes, áfangi 1 - Jöfursbás reitir A3 og A4 Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 29. júní 2022 og borgarráðs Reykjavíkur þann 7. júlí 2022 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi áfanga 1 í Gufunesi vegna reita A3 og A4. Í breytingu felst tilfærsla á lóðarmörkum (fjöldi og lögun lóða er að breytast), aukning á fjölda íbúða, húshæðir aukast en þó innan marka sem tilgreint er í aðalskipulagi. Heildarbyggingamagn á svæðinu helst óbreytt m.v. gildandi heimildir og mun byggðarmynstur á uppbyggingarsvæði breytast, í stað randbyggðar, standa stakstæð hús í grænu garðrými. Almennings- og dvalarrými eykst og það gert samfelldara, m.a. með því að fella niður botnlangann Hilmisbás. Töluverð atvinnustarfsemi er í gildandi skipulagi og mun nær öll sú starfsemi í núverandi heimildum breytast í íbúðir. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar má einnig nálgast á skjá og tölvu í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:30 – 16:00 frá 21. júlí 2022 til og með 2. september 2022. Einnig má sjá tillögurnar á vefnum, www.reykjavik.is, skipulag í kynningu. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@reykjavik.is, eigi síðar en 2. september 2022. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Reykjavík 21. júlí 2022 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Skrifstofa borgarstjóra Skrifstofa borgarstjóra Borgar erkfræðing r Borg rverkfræðingur Hagdeild Hagdeild Dagvist barna Dagvist barna Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipula ssvið Auglýsing um tillögur að breyttu deiliskipulagi og hverfisskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru hér með auglýstar tillögur að breytingu á deiliskipulagi og hverfisskipulagi í Reykjavík. Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík, sími: 411 1111, www.reykjavik.is Aðalskipulag Skaftárhrepps 2019-2031 Heildarendurskoðun Athugasemdafrestur er framlengdur til 11. ágúst 2022 Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti á fundi sínum 27. apríl 2022 að auglýsa tillögu að endurskoðuðu aðal- skipulagi Skaftárhrepps 2019-2031 skv. 31. gr. skipulags- laga nr. 123/2010. Tillagan inniheldur greinargerð, umhverfismatsskýrslu, sveitarfélagsuppdrátt og þettbýlisuppdrátt fyrir Kirkju- bæjarklaustur. Í aðalskipulagi er sett fram stefna sveit- arstjórnar um þróun sveitarfélagsins varðandi landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál. Tillögunni er ætlað að leysa af hólmi gildandi aðalskipulag Skaftárhrepps 2010-2022. Aðalskipulagstillagan verður til sýnis á skrifstofu Skaftárhrepps að Klausturvegi 4, Kirkju- bæjarklaustri og Skipulagsstofnun Borgartúni 7b, 105 Reykjavík frá og með fimmtudeginum 19.maí 2022. Einnig má nálgast öll gögn frá og með fimmtudeginum 19.maí 2022 á heimasíðu Skaftárhrepps www.klaustur.is Samhliða tillögunni er auglýst umsögn Skipulagsstofnunar frá 12.maí 2022. Tillagan var auglýst frá og með 19.maí 2022 með athugasemdafresti til 30.júní 2022. Athugasemdafrestur er framlengdur til 11. ágúst 2022. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir skulu berast skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingafulltrúa að Klausturvegi 4, 880 Kirkjubæjarklaustri eða á neftfangið bygg@klaustur.is f.h. Skaftárhrepps Ólafur Júlíusson Skipulags- og byggingarfulltrúi Skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags fyrir Snókalönd við Bláfjallaveg. Á fundi Bæjarráðs Hafnarfjarðar þann 16. júní 2022 var samþykkt að senda skipulagslýsingu, sem nær yfir gömlu hraunnámuna við Snókalönd, í auglýsingu í samræmi við skipulagslög. Svæðið er 15ha að stærð og er staðsett norðan Bljáfjallavegar og austan Krýsuvíkurvegar. Á svæðinu er gert ráð fyrir uppbyggingu á aðstöðu til norðurljósa- og stjörnuskoðunar. Hægt er að kynna sér lýsinguna á hfj.is/skipulag. Ábendingar við skipulagslýsinguna skila á netfangið skipulag@hafnarfjordur.is eigi síðar en 18.08.2022 eða skriflega í þjónustuver: Auglýsing um skipulag Hafnarfjarðarbær hafnarfjordur.is Hafnarfjarðarbær bt. umhverfis- og skipulagssvið Strandgötu 6 220 Hafnarfjörður hagvangur.is intellecta.is RÁÐNINGAR 15 SMÁAUGLÝSINGAR 21. júlí 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.