Fréttablaðið - 21.07.2022, Qupperneq 28
Ástkær faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Kristbjörn Albertsson
lést á krabbameinsdeild LSH
mánudaginn 18. júlí 2022.
Útför hans fer fram frá Ytri-Njarðvíkur-
kirkju þriðjudaginn 26. júlí kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hans er bent á Ungmennafélag Njarðvíkur.
Jóhannes A. Kristbjörnsson Guðrún S. Jóhannesdóttir
Jens Kristbjörnsson Sesselja Woods
Kristinsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Gylfi Kristinn Sigurðsson
ökukennari,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
að morgni fimmtudagsins 14. júlí.
Útförin fer fram frá Lindakirkju
miðvikudaginn 3. ágúst kl. 15.
Jensína Sigurborg Jóhannsdóttir
Guðrún Helga Gylfadóttir Bjartmar Bjarnason
Sigurður Smári Gylfason Hulda Ruth Ársælsdóttir
Jóhanna María Gylfadóttir Elías Þór Pétursson
Steinunn Margrét Gylfadóttir Helgi Mar Hallgrímsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar,
tengdafaðir, afi og bróðir,
Magnús Rúnar Runólfsson
lést 20. október 2021 á Huddinge
sjúkrahúsi í Stokkhólmi.
Líkbrennsla hefur farið fram, kerið verður
sett niður í Sólland duftgarð í Fossvogi 22. júlí
2022 að viðstöddum nánustu ættingjum og vinum.
María Helga Magnúsdóttir Christopher Johansson
Sandra Magnúsdóttir
barnabörn og systkini hins látna.
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
Margrét Ásgerður
Björnsdóttir
lést á HSN Blönduósi föstudaginn 15. júlí.
Útför hennar fer fram laugardaginn
23. júlí kl. 14.00. Hægt verður að nálgast
streymi frá útför á facebooksíðu Blönduóskirkju.
Gunnþórunn Jónsdóttir Halldór Sverrisson
Björn Björgvin Jónsson Margrét Jóhannsdóttir
Kristján Þröstur Jónsson Guðbjörg Sigurðardóttir
Júlíus Helgi Jónsson Snæfríður Íris B. Kjartansd.
Guðrún Ásgerður Jónsdóttir
Ingibjörg Eygló Jónsdóttir Guðmundur Sæmundsson
Magnús Ómar Jónsson
Þorsteinn Kristófer Jónsson Hrefna Aradóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær bróðir minn,
Ólafur Þór Friðriksson
verslunarmaður,
áður til heimilis að Krummahólum 6,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund þann 16. júlí.
Páll Friðriksson
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda
samúð, vináttu og hlýju við andlát
og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
Jóns J. Ragnarssonar
skipstjóra.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu
Víðihlíð í Grindavík fyrir góða umönnun.
Kristín Thorstensen
Magnús Jónsson Laufey Einarsdóttir
Ólína Jónsdóttir Ásmundur Guðnason
Steinunn Jónsdóttir Anton Pétursson
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæra,
Telma Kjartansdóttir
Ljósalandi 20, Reykjavík,
lést á Landspítalanum
laugardaginn 9. júlí.
Útför hennar fer fram frá Bústaða-
kirkju þriðjudaginn 26. júlí klukkan 15.
Óskar Alfreð Beck
María Ósk Beck Jakub Biegaj
Kjartan Magnússon Magnús Ingi Kjartansson
Silja Kjartansdóttir Gísli Óskarsson
Hildur Petersen Halldór Kolbeinsson
Elskulegi maðurinn minn,
faðir og tengdafaðir,
Daníel Jónasson
tónmenntakennari og organisti,
Vesturbergi 16,
varð bráðkvaddur laugardaginn 16. júlí
í Noregi. Jarðarförin auglýst síðar.
Ingunn Lilja Leifsdottir Risbakk
Ólafía Daníelsdóttir Ari Tryggvason
Guðbjörg Daníelsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Þórdís Helga
Guðmundsdóttir
lést á Sunnuhlíð 15. júlí.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju
mánudaginn 25. júlí kl. 13.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sunnuhlíðar.
Birgir Þórðarson Unnur María Ólafsdóttir
Leifur Ottó Þórðarson Gróa Hafdís Jónsdóttir
Júlíus Þórðarson Katrín Níelsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Sigríður Helga Axelsdóttir
húsmóðir,
lést að morgni 18. júlí á hjúkrunar-
heimilinu Skjólgarði á Höfn í Hornafirði.
Útförin fer fram frá Hafnarkirkju
miðvikudaginn 27. júlí kl. 14.00. Athöfninni verður streymt
og hægt verður að sækja hlekk á hana á
http://bjarnanesprestakall.is/hafnarsokn/hafnarkirkja/
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Skjólgarð.
Ragnhildur Jónsdóttir Grétar Vilbergsson
Axel Jónsson Fanney Þórhallsdóttir
Sveinbjörg Jónsdóttir Ómar Frans Fransson
og fjölskyldur.
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í
Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Þóra Karítas Árnadóttir fræðir
gesti um myrka sögu Drekkingar-
hyls í kvöldgöngu á Þingvöllum.
arnartomas@frettabladid.is
Rithöfundurinn Þóra Karítas Árnadóttir
leiðir göngu á Þingvöllum í kvöld, um
örlög Þórdísar Halldórsdóttur. Þóra
skrifaði bókina Blóðberg þar sem ævi
Þórdísar er rakin, en henni var drekkt á
Þingvöllum árið 1618 eftir að hafa verið
fundin sek um blóðskömm.
„Ég ætla að lesa upp úr bókinni og
segja svo aðeins frá Drekkingarhyl
almennt til að setja hlutina í samhengi
við svæðið,“ segir Þóra Karítas. „Þetta
eru svo sniðugar göngur og í raun full-
komin afsökun til að fá sér göngutúr í
kvöldblíðu á Þingvöllum.“
Blóðberg var gefin út árið 2020 og
segir frá Þórdísi, sem var drekkt fyrst
kvenna í Drekkingarhyl á Þingvöllum.
„Það var reyndar annarri drekkt á
sama tíma en Þórdís fór fyrst í hylinn,“
segir Þóra Karítas, sem valdi Þórdísi til
að skrifa sögulega skáldsögu um. „Þótt
bókin hafi komið út 2020 hefur hún lifað
mjög góðu lífi, bæði hvað sölu varðar og
hjá Storytel, og svo hefur hún líka verið
kennd aðeins í menntaskólum.“
Allar átján konurnar sem drekkt var
í hylnum eiga það sameiginlegt að hafa
verið fundnar sekar um siðferðisbrot.
„Þeim var ýmist refsað fyrir að hafa
lent í sifjaspelli, framhjáhaldsbrot eða
dulsmál, þar sem fæðingu barns er
leynt og því fyrirkomið,“ útskýrir Þóra
Karítas, sem segir miklar andstæður í
sögu og fegurð svæðisins. „Við komum
þarna saman á helstu þjóðhátíðum og
þingið er upprunnið þaðan, en síðan
færðust aftökurnar á svæðið þar sem
70-80 manns voru teknir af lífi.“
Það voru ekki einungis konur sem
teknar voru af lífi á Þingvöllum en þar
voru menn hengdir fyrir þjófnað og
brenndir fyrir galdra. Karlar voru þá
settir í gálga fyrir sömu brot og konum
var drekkt fyrir.
„Höggsstökkseyri, Drekkingarhylur
og fleiri örnefni á svæðinu minna okkur
á þessa sögu,“ segir Þóra Karítas. „Það
hefur ekki mikið varðveist af lýsing-
unum frá drekkingunum en það er talið
að konur hafi verið settar í strigapoka og
stundum steinar settir með til að halda
þeim niðri. Síðan var böðull sem hélt
þeim niðri með staf.“
Þá fóru sumar aftökurnar fram af illri
nauðsyn.
„Sýslumennirnir voru ekki alltaf sáttir
við þetta sjálfir. Það er eitt rosalegt dæmi
um stúlku sem lendir í sifjaspelli. Það
var reynt að fá konung til að náða hana
sem gekk ekki og að lokum þurfti amt-
maður að áminna sýslumann um að
hann yrði að láta af aftökunni verða.“
Gangan hefst klukkan 20 í kvöld og
þátttaka er gjaldfrjáls. n
Myrk saga í náttúrufegurð
Þóra Karítas segir sumar aftökurnar hafi farið fram af illri nauðsyn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Það var reyndar annarri
drekkt á sama tíma en
Þórdís fór fyrst í hylinn.
TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 21. júlí 2022 FIMMTUDAGUR