Fréttablaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 33
Ég hafði ekkert að gera nema skrifa. Ég gat ekki sungið og ég gat ekki kennt. Söngkonan, rithöfundurinn og kennarinn Rebekka Sif Stefánsdóttir hefur gefið út tvær skáldsögur á þessu ári sem koma út með þriggja mánaða millibili. Fyrri bók hennar Flot er fyrsta skáld- saga hennar í fullri lengd. Trúnaður kom svo út hjá Storytel sem hljóðbók þann 14. júlí. ragnarjon@frettabladid.is Fyrsta skáldsaga Rebekku, Flot, fjallar um unga konu sem tekst á við kvíða, áföll og afleiðingar ofbeldis, en Rebekka segir geðræn vandamál nokkuð sem henni finnst áhugavert að skrifa um. „Af hverju þetta gerist og hvernig fólk hegðar sér eftir áföll. Bælingin sem á sér stað. Þetta heldur áfram í næstu bók, Trúnaði, en þar er ég með fimm vinkonur sem allar eru að fást við sína djöf la,“ segir Rebekka, en hún telur kvíða vera stóran þátt í nútímanum. „Mér finnst kvíði einkenna mjög margt í kringum mig og það er eitt- hvað sem ég hef sjálf þurft að fást við í mörg ár. Það er þessi hraði og pressa sem er á fólki í dag. Það á allt- af að vera í vinnunni. Það á alltaf að sinna börnunum sínum sem best og það á alltaf að geta lesið 100 bækur á ári,“ segir Rebekka, sem viðurkennir að það hafi verið mjög krefjandi að skrifa bækurnar með svo stuttu millibili. Ákvað að verða söngkona fyrst „Ég byrjaði að skrifa mjög snemma. Ég ætlaði reyndar alltaf að verða söngkona og rit- höfundur. En ég ákvað að verða söngkona fyrst,“ segir Rebekka en fyrsta plata hennar, Wondering, kom út árið 2017 en hún gaf einnig út smáskífuna No where árið 2021. „Skrifin urðu svolítið eftir þegar ég var unglingur. En þá einbeitti ég mér meira að tónlistarskólanum og tónlist. En var þó alltaf að skrifa ljóð og smásögur meðfram því. En síðan gjörsamlega hætti ég að skrifa í kringum tvítugt og var þá bara að syngja og gaf út plötu,“ Að halda sér á floti í fárviðri nútímans Rebekka Sif segir kvíða einkennandi fyrir nútímann. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI segir Rebekka, sem þó stundaði BA- nám í almennri bókmenntafræði meðfram tónlistinni og segir að þannig hafi bókmenntirnar haldist í lífi hennar. „Síðan þegar ég var búin að gefa út fyrstu plötuna mína 2017. Þá fann ég hvað skrifin toguðu í mig,“ segir Rebekka, sem ákvað einnig að skrá sig í ritsmiðjur í ritlist við Háskóla Íslands meðfram bókmenntanáminu. Skrifin tóku yfir í Covid „Ég hafði ekkert að gera nema skrifa. Ég gat ekki sungið og ég gat ek k i kennt,“ en Rebekka kennir söng og hefur tekið að sér að vera stundakennari í ritlist í HÍ. „Ég ákvað að á hverjum degi myndi ég setjast fyrir framan tölvuna og skrifa þúsund orð og þannig varð Flot til,“ segir Rebekka, en stuttu eftir að hún hafði lokið við bókina hafði fulltrúi Storytel samband. „Þau spurðu mig hvort ég væri með einhverja hug- mynd. Ég var opin fyrir því að skrifa því Flot var tilbúin. Þau spurðu mig hvort ég gæti komið út bók fyrir haustið og ég sagði þeim: bara örugglega,“ segir Rebekka og hlær við. „En það komu inn alls konar aðrir hlutir núna, til dæmis að ég var með átta mánaða barn og var að vinna, kenna og syngja og að fylgja Floti eftir. En ég varð þá bara að setjast niður á kvöldin og skrifa. Ég reyndi að vera með markmið þó að sumar vikurnar væri þetta of mikið og ég gat ekkert skrifað, en einhvern veginn varð þessi bók til. Aðspurð hvað taki við núna seg- ist Rebekka ætla að reyna að taka sér smá frí, „og vonandi fá fólk til þess að lesa þessar bækur sem ég var að skrifa,“ segir Rebekka og bætir við: „Ég er búin að sleppa tök- unum á þeim og þær vonandi finna sína lesendur.“ n arnartomas@frettabladid.is Internal Human er sameigin- legt verk tónskáldsins Lilju Maríu Ásmundsdóttur og dansarans Inês Zinho Pinheiro. Verkið er bæði sviðsverk og myndbandsinnsetn- ing og verður frumsýnt 26. júlí í Hörpu. Á föstudaginn verður það svo einnig gefið út á geisladiski sem mun innihalda aðgang að mynd- bandsverkinu. „Við Inês kynntumst fyrst í Lond- on 2018 þegar við vorum báðar í meistaranámi og við höfum verið að vinna saman síðan þá,“ segir Lilja María. „Hún f lutti aftur til Portúgals og við höfum verið að skiptast á mynd- og hljóðbrotum og hugsunum tengdum innra lífi f lytjandans undanfarin tvö ár. Út úr þessum pælingum varð Internal Human til.“ Verkið hverfist í kringum hljóð- skúlptúr sem byggir á verki Lilju Maríu frá meistaranáminu og er hannaður út frá hugmyndum um hvers konar hreyfingar mynd- ast náttúrulega þegar leikið er á strengina. Skúlptúrinn tengir þannig saman listform Lilju Maríu og Inêsar undir myndvörpun, þar sem sjá má teikningar og arkitektúr sem tengjast hönnun verksins. „Bæði ég og Inês erum flytjendur og höfum pælt mikið í því hvað og hvernig það er að koma fram, og hvernig maður undirbýr sig fyrir það,“ útskýrir Lilja María. „Titillinn á verkinu er vísun í vangavelturnar um það hvað er að gerast innra með manni í því ferli.“ Skúlptúrinn sem Lilja María leikur á er stór strengjarammi þar sem strengjunum er skipt í tvennt með öðrum streng. „Það my ndast bjöllukennd- ari hljómur þegar maður spilar á strengina en ef það væri spilað á þá í píanói, til dæmis,“ segir hún. „Þegar ég hannaði skúlptúr inn þá hugsaði ég mikið um hann út frá hreyfingu, þar sem ég var að vinna með Inês. Upphaf lega hugsaði ég þetta mikið út frá píanóramma, en svo reyndi ég að leggja upp með að f inna hljóðheim sem yrði ein- kennandi fyrir skúlptúrinn og kanna fjölbreyttar hreyfingar sem Inês gæti þróað út frá sjónarhorni dansarans.“ n Skúlptúr sem sameinar listformin Lilja María kynntist dansaranum Inês Zinho árið 2018. Skúlptúrinn sem Lilja María leikur á er veglegur strengjarammi. MYND/AÐSEND Þegar ég hannaði skúlptúrinn þá hugs- aði ég mikið um hann út frá hreyfingu, þar sem ég var að vinna með Inês. FIMMTUDAGUR 21. júlí 2022 Menning 21FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.