Fréttablaðið - 26.07.2022, Síða 2
Urriðaveiðin er miklu
dreifðari en við höfum
áður séð.
Gylfi Ingvason á
Skútustöðum
Veiðibóndi hefur aldrei áður
veitt þrjá risaurriða sama
sumarið langt úti í Syðri-Flóa
Mývatns. Hann telur urrið-
ann elta hornsíli út á mitt
vatn í stað þess að halda sig á
grynningaslóð.
bth@frettabladid.is
VEIÐI „Ég hef aldrei áður veitt þrjá
fiska sama sumarið sem hafa farið
yfir 11 pundin, aldrei,“ segir Gylfi
Ingvason, veiðibóndi og reykmeist-
ari á Skútustöðum í Mývatnssveit.
Veiðibændur veiða samkvæmt
skilyrðum í net í Mývatni á tiltekn-
um árstímum, einstaka stórfiskur
slæðist með á sumrin á stöng.
„Mörg ár veiðir maður engan fisk
yfir 10 pund. Þetta er því óvanalegt
stórfiskasumar og óvenjumikið af
mjög fallegum urriða,“ segir Gylfi.
Suma stærstu urriðanna sem
Gylfi hefur veitt í sumar segir hann
hafa verið langt frá landi.
Tilgátan er að stórurriðinn, sem
alla jafna kann best við sig skammt
frá landi í hrauni, elti nú hornsíli um
allt vatn.
„Urriðaveiðin er miklu dreifðari
en við höfum áður séð,“ segir Gylfi.
Toppur toppanna í taðreykingu
hjá Gylfa er að hans sögn feitur urr-
iði úr Mývatni eða Laxá. Þá komi við
og við úrvalsfiskar frá öðrum svæð-
um í reyk á Skútustöðum. Fiskurinn
megi ekki vera magur til að gæðin
nái hæstu hæðum.
„Það koma góð átuár í Mývatni og
Laxá og það koma slæm átuár. Það
er fyrst og fremst í góðu árunum
sem urriðinn verður svona rosalega
þykkur eins og við höfum séð mörg
dæmi um í sumar.“
Þegar Fréttablaðið bankaði upp
á hjá Gylfa var mikill fjöldi ferða-
manna að mynda reykhúsið. Enda
eru þeir ekki margir staðirnir í dag
sem notast við það sem Gylfi kallar
„alvöru taðreykingu“. Gylfi hyggur
raunar að aðeins séu um 10 til 20
aðilar eftir á öllu landinu.
„Eftir eina kynslóð sé ég ekki fyrir
mér að það verði nokkur taðreyking
í gangi hér á landi, ekki nema gervi-
taðreyking,“ segir Gylfi. Með „gervi-
taðreykingu“ á Gylfi við að ekki sé
hægt að kalla það taðreykingu að
setja einn taðköggul með sagi í
nokkra klukkutíma.
Raunar er taðreyking, það er nýt-
ing á skít húsdýra sem eldsneyti, í
hættu úti um allan heim. Rifjar Gylfi
upp að Sami einn frá Finnlandi hafi
heimsótt hann einu sinni í reyk-
húsið. Saminn hafi lýst hvernig
Matvælastofnun Finnlands hafði
eyðilagt grundvöll taðreykingar í
Finnlandi með óbilgjörnum kröf-
um. Saminn hafi lifað á taðreyktu
hreindýrakjöti í skinntjöldum en
kerfið rofið árhundraða sögu.
„Ef framleiðsla stenst allar kröfur
eru það engin rök gegn taðreykingu
að eldiviðurinn hafi upprunalega
verið skítur,“ segir Gylfi. „Það er
búið að vinna hann og margt líf-
rænt ræktað grænmeti sem þykir
gott er ræktað af skít,“ segir reyk-
meistarinn. n
Aldrei upplifað annað eins
stórfiskasumar í Mývatni
Hnossgætið sem eldri Mývetningar kalla saltreyð. FRÉTTABLAÐIÐ/BJÖRN
Dæmi um stórurriða sem veiddist í
Mývatni í liðinni viku.
Valkostir á Lækjartorgi
Miðbær Reykjavíkur iðar nú af lífi aftur eftir daufa daga á tímum kórónaveirunnar. Á Lækjartorgi er margt um að vera og ýmislegt í boði. Til dæmis er hægt að
tylla sér niður í gróðurhúsi og njóta veitinga eða kíkja inn í spilasal þar sem háspennan ræður ríkjum og peningar streyma úr höndum gesta. Það er líka hægt
að fylgja vegvísi auglýsingaspjalds og líta á eitt sérstakasta safn Íslands. Nú eða bara skoða símann sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Þórlólfur
Matthíasson,
prófessor í
hagfræði
olafur@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Þórólfur Matthíasson
hagfræðiprófessor spyr hví ríkis-
sjóður krefji ekki kvótahafa um
full veiðigjöld sem þeir hafi fengið
afslátt af á grundvelli gallaðra árs-
reikninga.
Bendir Þórólfur á að ríkissjóður
krefji öryrkja og ellilífeyrisþega um
fulla endurgreiðslu þegar lífeyrir sé
ofgreiddur vegna rangra upplýsinga.
Þetta kemur fram í grein Þórólfs í
Fréttablaðinu í dag. Þar svarar hann
grein Birkis Leóssonar endurskoð-
anda. Þórólfur segir endurskoðend-
ur sniðganga grundvallarreglu árs-
reikningslaga um að ársreikningur
skuli gefa glögga mynd af afkomu
og efnahag þegar þeir endurskoða
ársreikninga útgerða sem eiga afla-
heimildir.
Segir Þórólfur endurskoðendur
hafa greitt háar fjárhæðir til að kom-
ast hjá málsókn vegna uppáskriftar
rangra ársreikninga. SJÁ SÍÐU 11
Endurskoðendur
sniðgangi lögin
erlamaria@frettabladid.is
ANDLÁT Maður sem lést í Brúará
á sunnudag var kanadískur ríkis-
borgari. Hann fór út í ána til að
bjarga syni sínum sem féll í hana.
Drengurinn slapp án meiðsla en
manninum varð fótaskortur og
barst hann niður eftir ánni.
Að sögn lögreglu barst maðurinn
um 400 til 500 metra eftir ánni, sem
er straumþung og mjög köld. Þyrla
Landhelgisgæslunnar fann hann.
Lögregla vinnur áfram að rann-
sókn málsins og þakkar viðbragðs-
aðilum og öðrum vegfarendum sem
aðstoðuðu í tengslum við slysið. n
Maðurinn sem féll
í Brúará er látinn
Maðurinn var kanadískur ríkisborg-
ari búsettur í Bandaríkjunum. gar@frettabladid.si
BANDARÍKIN Mike Pence, vara-
forseti Bandaríkjanna í forsetatíð
Donalds Trump, segist vera með
„Frelsis áætlun“ sem verði vegvísir
fyrir leiðtoga íhaldsmanna sem
vilji tengjast Bandaríkjamönnum
sterkum böndum á þeim sviðum
sem varði þeirra forgangsmál.
Þetta kemur fram í ræðu sem
CNN hafði aðgang að áður en Pence
f lutti hana í Washington í gær.
Pence stefnir að framboði til forseta
Bandaríkjanna. n
Mike Pence boðar
frelsisáætlun sína
Mike Pence,
fyrrverandi
varaforseti
Bandaríkjanna
2 Fréttir 26. júlí 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ