Fréttablaðið - 26.07.2022, Side 11

Fréttablaðið - 26.07.2022, Side 11
Í grein í Fréttablaðinu 15.7. 2022 benti ég á þá staðreynd að miklu skeikar á niðurstöðum ársreiknings Vísis hf. annars vegar og söluverð- mætis fyrirtækisins hins vegar. Jafn- framt leiddi ég líkum að því að þessi skekkja hafi orðið til vegna þess að fyrirtækið hafi fengið verulegan afslátt af veiðigjöldum (les: styrk úr ríkissjóði) árið 2013. Afslátt sem það hefði ekki fengið hefði verið meira samræmi milli raunveruleikans og þeirrar myndar sem dregin er upp af afkomu og stöðu félagsins í árs- reikningi. Lögum samkvæmt eru reikning- arnir endurskoðaðir. Endurskoð- endurnir gefa plagginu eftirfarandi heilbrigðisvottorð: „Samkvæmt efnahagsreikningi var eigið fé félagsins neikvætt um EUR 12,8 milljónir og tap ársins nam EUR 1,07 milljónum. ... Stjórnendur félagsins telja að rekstur félagsins standi undir skuldbindingum þess og það sé því rekstrarhæft.“ Annar tveggja endurskoðenda Vísis hf. les mér síðan pistilinn í Fréttablaðinu 21.7. 2022. Í fyrsta lagi sé laga- og regluumhverfi árs- reikningagerðar og endurskoðunar svo traust að það sé ekki á færi hag- fræðiprófessora að bera brigður þar á. Í öðru lagi sé munurinn á sölu- verði fyrirtækisins Vísir hf. annars vegar og verðmætis eiginfjár þess hins vegar tilkominn fyrir þá sök að óheimilt sé að færa verðmæti óefnis- legra réttinda (e. Intangible assets) til bókar. Í þriðja lagi telur hann að greiðsla valkvæðra skattastyrkja úr ríkissjóði á borð við afslátt af veiði- gjöldum á grundvelli gallaðrar mælingar á afkomu sé fullkomlega eðlileg. Ellilífeyrisþegar og útgerðir Afgreiðum síðasta atriðið fyrst. Fái ellilífeyrisþegar ofgreiddan lífeyri á grundvelli skakkra upplýsinga er umsvifalaust gerð krafa um endurgreiðslu. Ríkissjóður telur sér óheimilt að láta fyrri ákvörðun standa sé hægt að rökstyðja lækkun framlags. Í tilfelli lækkunar veiði- gjaldsgreiðslu Vísis var ákvörðun byggð á gölluðum upplýsingum. Gallann þekkja allir sem reynt hafa að lesa ársreikning útgerðarfyrir- tækis. Sjávarútvegsráðuneytið hefur öll gögn í höndum sem nauðsynleg eru til að leiðrétta niðurstöðu árs- reiknings þannig að hún endur- spegli raunveruleikann. Því skyldi stöndugt sjávarútvegsfyrirtæki hafa aðra stöðu gagnvart ríkissjóði sem styrkveitanda en ellilífeyrisþeginn? Jafnræðisreglan gefur skýra vís- bendingu um að endurskoðandinn þurfi að endurskoða afstöðu sína hvað þetta atriði varðar. Eins og í útlöndum? Víkjum þá að hinni traustu umgjörð ársreiknings- og endurskoðunar. Endurskoðandinn segir: „Um endurskoðun og endurskoð- endur gilda strangar reglur og kröf- ur auk gæðaeftirlits. Þá vísast einnig til lögmæltra vinnupappíra sem við þurfum að útbúa til að sanna ágæti vinnubragða okkar.“ Endurskoðandinn segir það enn styrkja umgjörðina að reglurnar hér séu sambærilegar eða eins og best gerist erlendis. Það er því ekki úr vegi að skoða hvern dóm endur- skoðun og endurskoðendur fá t.d. í Englandi. Financial Reporting Council í Bretlandi skoðaði verk þarlendra endurskoðenda og sögðu verulegra úrbóta þörf í 25-50% til- fella þar í landi. Upp úr aldamótum lagði eitt hinna fimm stóru alþjóð- legu endurskoðunarfyrirtækja upp laupana í kjölfar aðkomu sinnar að Enron skandalnum. Endurskoðendur gamla Lands- bankans (PwC) greiddu á annan milljarð króna til að komast hjá málsókn vegna uppáskriftar á ranga ársreikninga í aðdraganda hrunsins. Þögn átti að ríkja um þann gjörning. Endurskoðendum bankanna sem féllu 2008 yfirsást, viljandi eða óviljandi, umfangs- mikil „skapandi reikningsskil“ sem blésu eigin fé bankanna upp um 300 milljarða króna. Því er haldið fram í mín eyru að þessi „yfirsjón“ hafi seinkað falli bankanna umtals- vert með tilheyrandi kostnaði fyrir íslenskt samfélag. Endurskoðunarfyrirtæki eiga það líka til að blanda saman endur- skoðun og ráðgjöf. Þetta tvennt fer illa saman og ítrekað hafa fjármála- eftirlit krafist aðskilnaðar slíkrar starfsemi. Hér á landi hafa endur- skoðunarfyrirtæki jafnvel blandað sér í umræðu um fyrirkomulag gjaldtöku hins opinbera af nýtingu auðlinda í almannaeigu og fremur komið fram sem almannatengla- fyrirtæki en sem óháðir og hlut- lausir sérfræðingar. Spurning hvort það fari saman að sinna almanna- tengslum annars vegar og endur- skoðun ársreikninga hins vegar. Erfitt er að fallast á það með endurskoðandanum að lög og reglu- gerðir annars vegar og gæðaeftirlit endurskoðenda hins vegar tryggi hágæða niðurstöður! Þvert á móti virðist fullkomlega réttmætt að skoða verk og áritanir endurskoð- enda með gagnrýnu hugarfari, sér- staklega þegar stór fyrirtæki sem greiða háar þóknanir eiga í hlut. Grundvallarregla sniðgengin Þá að síðustu athugasemdinni. Í 5. gr. ársreikningslaga (l.nr.3/2006) er kveðið á um að ársreikningur skuli gefa glögga mynd af afkomu, efna- hag og breytingu á haldbæru fé. Í 2. málsgrein sömu greinar er þetta undirstrikað með því krefjast þess að ef ákvæði laganna dugi ekki til að draga fram hina glöggu mynd skuli vikið frá ákvæðum laganna og skal þá upplýst um frávikin. Þetta er áréttað í 23. gr. bókhaldslaga (l.nr. 144/1994) en þar er kveðið á um að efnahags- og rekstrarreikningur skuli á kerfisbundinn hátt tilgreina eignir, skuldir og eigið fé hlutaðeig- andi auk heildartekna og heildar- gjalda. Endurskoðandi Vísis hf. vísar til 26. gr bókhaldslaga, en ákvæði þeirrar greinar geta rekist á grund- vallarreglu þá sem gefin er í 5. gr. ársreikningslaganna. Þetta á m.a. við regluna um færslu á óefnislegum réttindum, en af laheimildir falla í þann flokk, einnig viðskiptavild, einkaleyfi og verðmæti vörumerkja. Af laheimildir eru verðmætustu „eignir“ útgerðarfyrirtækja. M.v. að varanlegur kvóti sé seldur á 4.000 krónur þorskígildið er verðmæti kvóta sem Vísir ráðstafar milli 50 og 60 milljarðar króna, en ekki um 14 milljarðar króna eins og bókfært er í ársreikningi, dálagleg dulin „eign“ þar á ferðinni. Örfáir einstaklingar bera ábyrgð á endurskoðun reikninga íslenskra útgerðarfyrirtækja. Þessir einstakl- ingar hafa skapað þá venju að hunsa skýr fyrirmæli í 5. gr. ársreiknings- laganna og hanga eins og hundar á roði á þröngri túlkun á ákvæðum 26. greinar bókhaldslaganna. Sam- kvæmt 5. gr. ársreikningslaganna er endurskoðendum og stjórnendum fyrirtækja beinlínis skylt að gera grein fyrir áhrifum þess á efna- hagsreikninginn að meðhöndla óefnisleg réttindi með sama hætti og aðrar eignir fyrirtækisins. Það má gera í athugasemdum þannig að þjálfaður lesandi (og veitendur skattastyrkja frá hinu opinbera) geti með einföldum hætti áttað sig á líklegu raunverulegu verðmæti fyrirtækisins. En slíkt verklag fellur ekki undir íslenska endurskoðunar- hætti eins og fyrr segir! Ég skal ekki ganga svo langt að fullyrða að um lögbrot sé að ræða, en get ekki séð betur en að gengið sé með skýrum hætti gegn inntaki og grunnhugsun ársreikningslaganna. Það getur ekki talist gott veganesti í endurskoðun! Endurskoðandinn lætur sér sæma að hafa niðurlægjandi orð um mig og mín skrif. Lesandi verður að meta hversu marktækar slíkar glósur eru. Sjálfur tel ég þær álíka mark- tækar og niðurstöðutölur efnahags- reikningsins sem hér hefur verið til umfjöllunar. n Reikningar, raunveruleiki og óskeikulir endurskoðendur Þórólfur Matthíasson hagfræði prófessor við Háskóla Íslands Þessir einstaklingar hafa skapað þá venju að hunsa skýr fyrir- mæli í 5. gr. ársreikn- ingslaganna og hanga eins og hundar á roði á þröngri túlkun á ákvæðum 26. greinar bókhaldslaganna. Fáðu fréttirnar fyrst um tilboð, afsláttarkóða eða aðgang að útsölum á undan öðrum með því að skrá þig á póstlista Dorma. AF ÖLLUM VÖRUM* LÝKUR Á FIMMTUDAG www.dorma.is VEFVERSLUN ALLTAF OPIN *Taxfree tilboðið jafngildir 19,35% afslætti og gildir á öllum vörum. Gildir ekki ofan á önnur tilboð eða af sérpöntunum. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður virðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Dorma. EKKI MISSA AF ÞESSU REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍSAFJÖRÐUR Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Ve rð o g vö ru up pl ýs in ga r í a ug lý si ng un ni e ru b ir ta r m eð f yr ir va ra u m p re nt vi llu r. FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut ÞRIÐJUDAGUR 26. júlí 2022 Skoðun 11FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.