Fréttablaðið - 26.07.2022, Side 15
FASTEIGNIR.FRETTABLADID.IS
Fasteignablaðið
30. TBL. 26. JÚLÍ 2022
Finnbogi Hilmarsson löggiltur fasteignasali.
Grensásvegur 3 • 2 hæð • 108 Reykjavík • Sími 530 6500 • heimili@heimili.is • heimili.is
Miklaborg og Jórunn, lög-
giltur fasteignasali, kynna:
Hléskógar 21 í Seljahverfi
í Reykjavík. Húsið er um
280 fm fallegt einbýli á
1.016 fm endalóð. Það hefur
ævintýralegan garð og var
hannað af Jóni Björnssyni.
Húsið er með forstofu, skála
í suðaustur hluta og útiskála,
upphitaða geymslu á lóð og upp-
hitaðan garðskála. Aðkeyrslan
er stórglæsileg, en þar er hlaðið
handrið að garði og stórt og mikið
stimplað plan og innkeyrsla sem
skapa mikinn íburð þegar komið
er að húsinu. Bílskúrinn er svo
tvöfaldur. Aðkoman að húsinu
er einnig sérlega glæsileg, en
gosbrunnur og garðstyttur setja
mikinn svip á umhverfið. Húsið
stendur á endalóð og er því alveg
út af fyrir sig, en þetta er einstök
staðsetning innan hverfis.
Húsið er steypt og hannað
af Jóni Björnssyni arkitekt og
byggt á þremur pöllum. Það var
reist árið 1975 og stendur á stórri
1.016 fm lóð, þar sem hár gróður
rammar húsið inn á lóðina. Húsið
var klætt að utan árið 1993.
Á fyrsta palli er inngangur sem
var byggður við húsið síðar og
er ekki inni í uppgefnum fer-
metrum. Hann er rúmgóður og
hefur glugga og góða fataskápa.
Þegar komið er inn í holið tekur
við mjög rúmgott svefnherbergi
sem er skráð á teikningu sem tóm-
stundaherbergi og inn af því er
fataherbergi. Útgengt er úr svefn-
herberginu út í garð. Baðherbergið
er f lísalagt og með góðri sturtu og
skáp undir handlaug með spegli
fyrir ofan. Geymslan er stór og
þvottahúsið hefur góða vinnuað-
stöðu og innréttingu með glugga.
Innangengt er inn í bílskúrana
tvo, en þar er bæði rafmagn, hiti,
heitt og kalt vatn og þráðlaus
opnari fyrir hurðirnar.
Á öðrum palli er stórt og bjart
eldhús sem er innréttað með
fallegri L-laga innréttingu með
nýlegum tækjum og góðum borð-
krók. Fyrir framan eldhúsið er
mjög rúmgóð borðstofa. Þar er
líka annað baðherbergi sem er
mjög rúmgott og bjart og f lísalagt
með vönduðum og glæsilegum
flísum. Þar er góð snyrtiaðstaða
og bæði baðkar og sturta. Þar er
einnig innrétting undir handlaug
á baðinu og spegill með lýsingu
fyrir ofan. Þrjú svefnherbergi eru
á þessum palli. Þau eru öll rúmgóð
og björt, en þó sérstaklega hjóna-
herbergið, sem hefur fataherbergi.
Sjónvarpshol og stofa (garðstofa)
sem er upphituð að fullu er mjög
björt og rúmgóð með útgengt
bæði út í garð, þar sem er heitur
pottur, upphitaður garðskáli,
pallur með borði og stólum og
upphituð geymsla. Úr stofu er
einnig útgengt út á svalir í n-vestri
með útsýni yfir borgina.
Á þriðja palli er stofa, þar er
útgengt út á n-vestur svalir, með
aukinni lofthæð að hluta. Stofan
er sérstaklega björt og rúmgóð.
Mögulegt er að opna á milli
stofu og garðskála, ef áhugi er
fyrir hendi. Í dag er gluggi með
sandblásnu gleri þar sem létti
veggurinn er.
Garðurinn er eitt ævintýri út
af fyrir sig, en Björn Jóhannsson
landslagsarkitekt og Karl Valur
Guðjónsson sáu um hönnun
hans. Búið er að gera skála við
suðausturhlið hússins, sem gert
er ráð fyrir að verði opnaður inn
í hjónaherbergið, en seljandi vill
að þessi ákvörðun verði tekin af
nýjum eiganda. Stór og mikill
afgirtur pallur er stór partur af
lóðinni fyrir utan trjágróður sem
umlykur lóðina og skapar mikla
sérstöðu. Á pallinum er heitur
pottur, borð og stólar, garðskáli
sem er upphitaður og tilbúinn
með alla aðstöðu til að gleðjast
saman. Síðan er geymsla sem er
upphitað hús á palli og þar er
einnig rafmagn.
Um er að ræða fjölskylduvænt
hús í notalegu umhverfi, þar sem
nágrannasamvinna ríkir. Húsið
hefur allt til alls til að stórfjöl-
skylda geti notið sín og staðsetn-
ingin er einstök innan hverfisins.
Ekki hika við að panta skoðun. ■
Allar nánari upplýsingar gefur
Jórunn Skúladóttir í síma 845-
8958 eða í gegnum tölvupóstinn
jorunn@miklaborg.is.
Stórt og fjölskylduvænt
hús á einstökum stað
Aðkoman að húsinu er glæsileg og gosbrunnurinn setur svip á umhverfið.
Húsið er umlukið fallegum gróðri. Pallurinn er stór og mikill og afgirtur.
Birting: Fimmtudagur 14.júlí 2022
Síðumúla 31 | 108 Reykjavík | 517 3500 | fyrirtækjasala.is
__________________________________________________
Áhugaverð og fáanleg fyrirtæki sem hafa
skilað góðri afkomu og arðsemi.
• Netverslun með heimilisvörur og -tæki
• Ferðaskrifstofa með VIP áherslu á USA
• Vinsæl Pizzeria og veitingarstaður KEF
• Efnissala, Vín- og bjórgerð
• Verslun með lífstílsvörur í eigin húsnæði
• Ferðaþjónusta – Siglingar og veiði
• Hótel á Austfjörðum - Mjög öflugur rekstur
• Varahlutaverslun - eigin innflutningur
• Hársnyrtistofa - Góður rekstur og mikið
um fastakúnna til fjölda ára.
• Verktakafyrirtæki - Öflugt fyrirtæki í
byggingu og viðhaldi fasteigna.
... svo er meira inná fyrirtækjasala.is
... eða bara hafa samband við okkur
Óskar Mikaelsson lg. fasteigna og fyrirtsali s. 773-4700
Björgvin Óskarsson s. 773-4500 bjorgvin@atv.is Björgvin Óskarsson s. 773-4500 bjorgvin@atv.is
Óskar Mikaelsson lg. fasteigna og fyrirtsali s. 773-4700
Áhugaverð og fáanleg fyrirtæki
sem hafa skilað góðri afkomu og arðsemi.
• Netverslun með heimilisvörur og -tæki
• Ferðaskrifstofa með VIP áherslu á USA
• Vinsæl Pizzeria og veitingarstaður KEF
• Efnissala, Vín- og bjórgerð
• Verslun með lífstílsvörur í eigin húsnæði
• Ferðaþjónusta – Siglingar og veiði
• Hótel á Austfjörðum - Mjög öflugur rekstur
• Varahlutaverslun - eigin innflutningur
• Hársnyrtistofa
- Góður rekstur og mikið um fastakúnna til fjölda ára.
• Verktakafyrirtæki
- Öflugt fyrirtæki í byggingu og viðhaldi fasteigna.
... svo er meira inná fyrirtækjasala.is
... eða bar haf samband við okkur