Fréttablaðið - 26.07.2022, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 26.07.2022, Blaðsíða 32
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 2022 - 2025 „Sumarið er tíminn,“ er sungið í vinsælu dægurlagi. Þessa dagana eru margir landsmenn á ferð og f lugi og sumarleyfistíminn í hámæli. Sjálf er ég stödd norður í landi í góðu yfirlæti hjá systur minni og fjölskyldu hennar. Ég las nýlega minningarorð um góða konu sem lést því miður langt fyrir aldur fram. Það sem stóð upp úr að mínu mati voru minningar um ferðalög og að hún hafi verið til staðar. Ferðalag hverrar manneskju er einstakt. Sumir ferðast um Karíbahafið en aðrir verja stund við næsta vatn. Það fyrra þarf ekki endilega að skapa meiri hamingju. Hamingja er hugarfar. Hin 85 ára Nadine Stair kemst vel að orði þegar hún skrifar um hvað hún myndi gera ef hún gæti lifað aftur. Hún nefnir meðal annars að hún myndi vilja gera f leiri mistök, slaka á, vera kjánalegri og taka færri hluti alvarlega. Sömuleiðis klífa f leiri fjöll, synda yfir f leiri f ljót og ganga um ber- fætt. Nadine fjallar um að eiga f leiri andartök. Lífið líður áfram frá andartaki til andartaks. Það sem við skiljum eftir okkur er hvernig þessum andartökum var varið og hvar við vorum þegar þau liðu áfram. Vorum við til staðar í andar- takinu með fólkinu okkar eða með hugann fastan í fortíð eða framtíð? Lífið gerist í andartakinu. Þar verða minningar til og við náum djúpum tengslum við hvert annað. Minningarnar í andar- takinu verða svo eins og gim- steinar sem við skiljum eftir við veginn. Nýtum sumarfríið til að hlaða batteríin, vera til staðar í andartakinu og safna gimsteinum í formi minninga. n Sumarfrí Kristbjargar Þórisdóttur n Bakþankar FRÍTT ALLAN HRINGINN KAFFI G E R I Ð G Æ Ð A - O G V E R Ð S A M A N B U R Ð STILLANLEG HJÓNARÚM MEÐ BODYPRINT DÝNU PANDORA STILLANLEGUR HÆGINDASTÓLL VANDAÐAR SÆNGUR OG KODDAR Í ÚRVALI EITT MESTA ÚRVAL AF HEILSUDÝNUM Á LANDINU ÚRVAL AF VÖNDUÐUM HEILSURÚMUM WWW.SVEFNOGHEILSA.IS ENGJATEIGI 17-19, REYKJAVÍK S:581 2233 BALDURSNESI 6, AKUREYRI S: 461 1150 OPIÐ: VIRKA DAGA.......KL. 10:00 -18:00 LAUGARDAGA....KL. 12:00 - 16:00 UMBOÐSAÐILAR: HÚSGAGNAVAL, HÖFN Í HF. BARA SNILLD, EGILSSTAÐIR Svefn heilsa& VERSLANIR:

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.