Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Page 1

Skessuhorn - 15.09.2021, Page 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 38. tbl. 22. árg. 15. september 2021 - kr. 950 í lausasölu Fjármála- og tryggingaráðgjöf á einum stað í útibúum Arion banka Þú getur hitt ráðgjafa frá Verði í útibúum Arion banka á Höfða, Smáratorgi, Selfossi og í Borgarnesi. Pantaðu fund í útibúi eða fjarfund á arionbanki.is. arionbanki.is Ný og öflug vefverslun ALLA LEIÐ Hleypum lífi í sjávarbyggðirnar! Eyjólfur Ármannsson Oddviti í Norðvesturkjördæmi Kosið verður til Alþingis Íslend- inga laugardaginn 25. september. Yfirkjörstjórn Norðvesturkjör- dæmis mun á kjördag hafa aðsetur á Hótel Borgarnesi. Þar mun jafn- framt fara fram talning atkvæða úr kjördæminu. Formaður yfirkjör- stjórnar er Ingi Tryggvason lög- fræðingur. Ingi segir í samtali við Skessuhorn búast við að fyrstu töl- ur úr NV kjördæmi gætu verið birt- ar um ellefuleytið um kvöldið. Aka þarf með atkvæði um langan veg, allt frá Ísafirði og Sauðárkróki, og því segir hann ekki hægt að búast við að talningu atkvæða ljúki fyrr en í fyrsta lagi um fjögurleytið um nóttina, ef allt gengur að óskum. Þá segir hann fleiri þætti spila inn í hvenær talningu geti lokið, svo sem færð og veður að kvöldi kjördags en sömuleiðis fjölda utankjörfundar atkvæða. Hátt hlutfall þeirra hægir verulega á talningu atkvæða. Hjá sýslumanninum á höfuð- borgasvæðinu voru óvenjumargir búnir að kjósa utan kjörfundar í síð- ustu viku og má búast við að sama eigi við í öðrum kjördæmum. Ingi segir að vel hafi gengið að manna hóp talningarfólks, en um 25 manns taka þátt í henni, að stærstum hluta vant talningarfólk frá kosningum undanfarinna ára. mm Atkvæði verða talin á Hótel Borgarnesi Nemendur í öðrum bekk Grunnskóla Grundarfjarðar nýttu morgun síðastliðins fimmtudags til að tengjast náttúrunni. Það gerðu þau með því að fara út á táslunum og finna blautt grasið undir iljunum. Einhverjum fannst þetta svolítið kalt og fengu far á baki kennarans en flest höfðu þau gaman að þessu. Haldið hefur verið upp á Dag íslenskrar náttúru þennan dag frá árinu 2010 en þá var ákveðið að tileinka íslenskri náttúru sérstakan heiðursdag til að undirstrika mikilvægi hennar. 16. september varð fyrir valinu þar sem hann er fæðingardagur Ómars Ragnarssonar sem hefur verið ötull baráttumaður náttúruverndar í gegnum tíðina. Ljósm. tfk Rigningu og roki spáð á kjördag Veðrið getur spilað stóran þátt í kjörsókn og nú þegar haustlægðirn- ar ganga yfir hver af annarri er gott að fylgjast vel með veðurspám áður en haldið er út. Að sögn Haraldar Eiríkssonar, veðurfræðings á Veð- urstofu Íslands, ætti veðrið ekki að stoppa neinn í að mæta á kjörstað á laugardaginn. Þess ber að geta að enn eru nokkrir dagar í kjördag og skjótt geta veður skipast í lofti, eins og við Íslendingar þekkjum mæta- vel. Samkvæmt spá fyrir laugar- daginn má búast við allhvassri eða hvassri austanátt 10-18 m/s um allt land. Rigning og jafnvel slydda á heiðum á norðanverðu landinu. Íbúar á Vesturlandi ættu kannski að annað hvort vakna snemma og halda á kjörstað eða einfaldlega gefa sér nægan tíma til að ákveða hvað skuli kjósa því versta veðrið verður yfir miðjan daginn. arg

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.