Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Page 2

Skessuhorn - 15.09.2021, Page 2
mIðVIKudAguR 22. SEpTEmBER 20212 Kosningar fara fram á laugardag- inn og þá kemur í ljós hvað þjóð- in kýs yfir sig næstu fjögur árin. Frambjóðendur um allt land hafa lofað öllu fögru í undanfara kosn- inganna eins og oft áður og fróð- legt verður að fylgjast með næstu árin hvort eitthvað af þeim lof- orðum verða efnd. Bubbi Mort- hens segir í samnefndu lagi: „Brot- in loforð alls staðar, brotin hjörtu á dimmum bar, brotnar sálir biðja um far, burt, burt, heim.“ Því er bara það eina í stöðunni sem við getum gert að vona að enginn hafi lofað of miklu upp í ermina á sér fyrir þessar kosningar. Á fimmtudag snýst í austan 5-13 með rigningu en þurrt á N- og A- landi þangað til síðdegis. Hiti 2 til 8 stig. Á föstudag má búast við aust- lægri eða breytilegri átt 3-8, skýjað og lítilsháttar væta í flestum lands- hlutum. Hiti 2 til 9 stig, kaldast NA- lands. Á laugardag er gert ráð fyr- ir austan 10-18 og rigningu en slyddu á heiðum norðantil á land- inu. Hiti breytist lítið. Á sunnudag er reiknað með suðaustanátt og rigningu en úrkomulítið NA-lands. Hiti 7 til 13 stig. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Ertu búin/n að taka ákvörðun um hvað þú kýst 25. september?“ 52% svarenda sögðu „Já, harðákveðin/n“ 42% svarenda sögðu: „Nei, ég er enn í vafa“ 5% sögðu „Ætla ekki að kjósa“ og 1% sagði “Hef ekki aldur til að kjósa.“ Í næstu viku er spurt: Hvað í veðrinu pirrar þig mest? Sveinn Ragnarsson verkfræðing- ur keypti nýlega jörðina Stafholts- veggi II í Borgarfirði. Hann stend- ur í stórræðum þessa dagana því hann er að breyta útihúsum. Hús þessi eiga magnaða sögu, en þau gegndu áður hlutverki svínahúss, hesthúss, hænsnahúss og fjárhúss, en verða nú gistihús. Sveinn er Vestlendingur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Áfram fækkar í hópi smitaðra VESTURLAND: Samkvæmt samantekt Lögreglunnar á Vesturlandi síðastliðinn föstu- dag hefur verulega fækkað í hópi smitaðra með Covid-19 í landshlutanum. Einungis tveir íbúar á Akranesi voru í einangr- un. Þar voru átta í sóttkví og einn að auki í Borgarnesi. Að öðru leyti var Vesturland veiru- frítt síðastliðinn föstudag. -mm Þjóðbraut lokuð fram í október AKRANES: Veitur hafa til- kynnt að lokun Þjóðbraut- ar á Akranesi mun vara lengur en áætlað hafði verið. „Nú er ljóst að lokun mun standa fram í október,“ segir í tilkynningu. -mm Best að hlaða hlaupahjólin utandyra LANDIÐ: Veruleg hætta get- ur stafað af raftækjum sem eru í hleðslu inni á heimilum fólks. Síðastliðinn föstudag kom upp eldur í íbúð í Reykjavík þar sem talið er að orsök brunans hafi verið rafhlaupahjól sem verið var að hlaða. Í viðtali við Vísi vildi Jón Viðar matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborg- arsvæðinu, vara fólk við því að hlaða slík farartæki inni í íbúð- um sínum. „Fólk þarf að fara varlega og hlaða þessi tæki þar sem er eins öruggt og hægt er. menn þurfa að vera mjög passa- samir að þessi tæki liggi ekki utan í einhverju öðru, og það séu ekki settar flíkur yfir við- komandi grip,“ sagði Jón Viðar í samtali við vísi.is -mm SK ES SU H O R N 2 02 1 LAGERSALA HEFST FIMMTUDAGINN 23. september kl. 13:00 Að Kalmansvöllum 1. 70% AFSLÁTTUR OG MEIRA AF ÖLLUM FATNAÐI. ATH: Gjafakort og inneignir gilda ekki á lagersölu. OPIÐ FIMMTUDAGINN 23. september kl. 13:00-18:00 FÖSTUDAGINN 24. september kl. 13:00-18:00 LAUGARDAGINN 25. september kl. 11:00-15:00 Aðalfundur var haldinn í Bátafé- laginu Ægi í Stykkishólmi síðast- liðinn sunnudag. Í skýrslu stjórnar Bátafélagið Ægir sendir frá sér ályktanir Fjalla þær um strandveiðar, grásleppuveiðar og andúð við hugmyndir um Þjóðgarð í Breiðafirði var farið yfir þá vinnu sem innt hef- ur verið af hendi við að gæta hags- muna félagsmanna. Hefur megin- þungi í starfsemi félagsins snúið að þremur málum frá síðasta fundi. Í fyrsta lagi að styðja við og bæta fyr- irkomulag strandveiða, í öðru lagi að tala fyrir breyttu fyrirkomu- lagi grásleppuveiða og í þriðja lagi að fylgjast með hugmyndum um friðlýsingu fjarðarins og tillögum í þeim efnum, sem Breiðafjarðar- nefnd vinnur að, og gæta hagsmuna félagsmanna gagnvart þeim áform- um. Samþykkti fundurinn þrjár ályktanir sem snúa að þessum meg- inverkefnum félagsins. Í máli formanns kom fram að margt hefur áunnist frá síðasta fundi í framangreindum hagsmuna- málum og ljóst að rödd félags- ins er sterk og að hún skiptir máli. Þá hefur síðasta ár fyrst og fremst sýnt svart á hvítu hversu mikil- vægt það er að Bátafélagið Ægir sé virkt í starfsemi sinni og gæti hags- muna félagsmanna gagnvart ágjöf stjórnkerfisins. „Það hefur sjaldan ef einhvern tímann verið jafn mik- ilvægt og nú að standa í lappirnar gagnvart stjórnvöldum sem virðast vera á vegferð friðlýsingar sem allt bendir til, komi ekki til kröftugra athugasemda og staðið verði vörð um þá sjálfbæru atvinnustarfsemi sem stunduð er á Breiðafirði, sér í lagi hvað grásleppu varðar, að sú vegferð muni koma til með að tak- marka aðgengi sjómanna að auð- lindinni með tilheyrandi tjóni fyr- ir útgerðir, vinnslur og samfélögin í kringum fjörðinn, þrátt fyrir að það liggi nú þegar fyrir að veiðar og önnur nýting er nú þegar sjálf- bær, enda er tilgangur núgildandi fiskveiðistjórnunarkerfis að tryggja sjálfbærar fiskveiðar og því ljóst að ekki sé þörf á öðrum aðgerðum eða takmörkunum en þeim sem gerðar eru á þeim grunni.“ Í máli formanns kom jafnframt fram að grásleppusjómenn í Stykk- ishólmi hafi gríðarlegar áhyggjur af stöðu mála sem er óásættanlegt fyrir útgerðir við Breiðafjörð. Nú liggur fyrir að tvær síðustu grá- sleppuvertíðir hafa ekki allir sjó- menn setið við sama borð og mikið tjón hefur orðið í Stykkishólmi fyr- ir útgerðir, vinnslur og samfélagið vegna þess að breytingar hafa ekki verið gerðar á fyrirkomulagi grá- sleppuveiða. Fram kom að löngu er orðið ljóst að gera þarf breytingar á fyrirkomulagi grásleppuveiða og setja grásleppu í aflamark. Eftir ávarp formanns sköpuðust líflegar umræður á fundinum um skýrslu formanns og þau efnisatriði sem formaður gerði grein fyrir og snúa að hagsmunum félagsmanna. „Ljóst er að félagsmenn hafa miklar áhyggjur af fyrirhugaðum áformum um friðlýsingu á firðinum og voru fundarmenn sammála um að nú- verandi fyrirkomulag grásleppu- veiða er óásættanlegt og setja þurfi grásleppu í aflamark með einhverj- um hætti,“ segir í fundargerð. Samþykktu ályktanir Fyrir fundinn voru lagðar fram þrjár tillögur að ályktunum til umræðu og atkvæðagreiðslu. gerði formað- ur stjórnar grein fyrir þeim og gaf því næst orðið laust. málefnalegar umræður sköpuðust um fyrirliggj- andi ályktanir og tók fundurinn heilshugar undir þær efnislega og fól stjórn að lagfæra einstaka orða- lag í samræmi við umræður á fund- inum og senda til viðeigandi aðila. Eftirfarandi ályktanir voru að end- ingu samþykktar: Strandveiðar: Tryggt verði að aflaheimildir dugi fyrir 48 dögum, fjórum dögum í viku í fjóra mánuði. Og hvatt verði til að byggðakvóti verði endurskoð- aður og notaður fyrir strandveið- ar. Einnig þarf að auka eignarhald þeirra sem róa bátunum upp í 50%. Eignarhaldið þarf að vera þinglýst. Grásleppuveiðar: Tvær síðustu grásleppuvertíðir hafa ekki allir grásleppusjómenn setið við sama borð. grásleppusjómenn í Stykkishólmi eru meðal þeirra sem hafa orðið fyrir mestri skerð- ingu. Félagið fer fram á það að grásleppu sjómenn við Breiðafjörð muni sitja við sama borð og aðrir grásleppusjómenn á landinu. Fé- lagið styður það að grásleppan fari í aflamark og telur það m.a. styrkja rekstrargrundvöllinn. Nýting Breiðarfjarðar: Nú eru uppi hugmyndir um að friða fjörðinn og jafnvel að gera hann að þjóðgarði. Félagsmenn telja mik- ilvægt að farið sé varlega í sak- irnar við friðunaráform á Breiða- firði. Nýting matarkistu Breiða- fjarðar hefur verið mikilvæg fyrir byggð við fjörðinn í gegnum ald- irnar. Telja fundarmenn ekki sér- staka þörf á frekari friðun en þegar er í Breiðarfirði og mótmæla harð- lega öllum hugmyndum um Þjóð- garð í Breiðarfirði. mm „Félagið styður það að grásleppan fari í aflamark og telur það m.a. styrkja rek- strargrundvöllinn.“ Svipmynd frá grásleppulöndun í Stykkishólmi. Ljósm. sá.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.