Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Page 8

Skessuhorn - 15.09.2021, Page 8
mIðVIKudAguR 22. SEpTEmBER 20218 Bjarmi sást frá Barðaströnd VESTURLAND: um tíuleyt- ið á fimmtudagskvöldið í síð- ustu viku barst Neyðarlínu til- kynning um að ljósbjarmi hefði sést þegar horft var frá Neðri Rauðsdal í átt að grundarfirði. Tilkynnandi lýsti því eins og rautt handblys hefði logað í ein- hverjar sekúndur. Haft var sam- band við Landhelgisgæsluna sem aftur hafði samband við nærstadda báta. Ekki kom neitt út úr þessari athugun. frg Reiðhjóli stolið á Akranesi AKRANES: Síðastliðinn föstu- dag komst eigandi Trek götu- reiðhjóls að því að hjólinu hefði verið stolið þar sem það var læst utan við heimili hans við Kirkjubraut á Akranesi. Er um tilfinnanlegt tjón fyrir eigand- ann að ræða. Hvorki hjólið né þjófurinn höfðu fundist þegar blaðið fór í prentun. frg Ljóslaus á 108 kílómetra hraða VESTURLAND: Á laugardag stöðvaði lögregla erlendan öku- mann á 108 kílómetra hraða auk þess að vera ljóslaus. Ökumað- urinn lauk málinu með stað- greiðslu sektar sem nam 52.500 krónum. frg Aflatölur fyrir Vesturland 11. til 17. september. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu. Akranes: 4 bátar. Heildarlöndun: 14.372 kg. Mestur afli: Ísak AK–67: 10.972 kg. í tveimur löndunum. Arnarstapi: Engar landanir á tímabilinu. Grundarfjörður: 10 bátar. Heildarlöndun: 442.208 kg. Mestur afli: Vörður ÞH-44: 80.709 kg. í tveimur löndun- um. Ólafsvík: 11 bátar. Heildarlöndun: 192.939 kg. Mestur afli: gunnar Bjarnason SH-122: 38.670 kg. í þremur löndunum. Rif: 7 bátar. Heildarlöndun: 61.259 kg. Mestur afli: Þinganes SF-25: 27.858 kg. í einni löndun. Stykkishólmur: 2 bátar. Heildarlöndun: 11.095 kg. Mestur afli: Bára SH-27: 8.447 kg. í þremur löndunum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Sigurborg SH-12 GRU: 80.361 kg. 12. september. 2. Runólfur SH-135 GRU: 65.269 kg. 13. september. 3. Farsæll SH-30 GRU: 62.036 kg. 14. september. 4. Hringur SH-153 GRU: 47.870 kg. 15. september. 5. Áskell ÞH-48 GRU: 45.400 kg. 12. september. -frg Kjósanda sem verður í sóttkví eða einangrun á kjördag, og getur því ekki greitt atkvæði á almennum kjörstað eða almennum utankjör- fundarstað, er heimilt að greiða at- kvæði á sérstökum utankjörfund- arstöðum. Í tilkynningu frá dóms- málaráðuneytinu segir að kosning á sérstökum utankjörfundarstað megi hefjast mánudaginn 20. september. Sýslumenn, hver í sínu umdæmi, auglýsa á vefsíðunni syslumenn.is hvar og hvenær atkvæðagreiðslan fer fram. Kjósandi sem greiðir atkvæði á sérstökum utankjörfundarstað skal koma í bifreið á kjörstaðinn. Honum er óheimilt að opna dyr eða glugga bifreiðarinnar og hann skal vera einn í bifreiðinni. Kjósandi fær ekki kjörgögn í hendur heldur upplýsir hann kjörstjóra um hvernig hann vill greiða atkvæði, t.d. með því að sýna blað með listabókstaf framboðs eða á annan hátt sem kjörstjóri telur öruggan og nægilega skýran. mikilvægt er að kjósendur hafi með sér blað og ritföng til að gera grein fyrir vilja sínum og hafi með sér skilríki. Sérstök athygli er vakin á því að þeim sem er í einangrun er heimilt að yfirgefa dvalarstað sinn í bifreið í þeim eina tilgangi að greiða atkvæði á sérstökum utankjörfund- arstað skv. heimild í reglugerð frá heilbrigðisráðherra. Atkvæðagreiðsla á dval- arstað kjósanda Kjósanda sem er í einangrun eða sóttkví á kjördag er heimilt að greiða atkvæði á dvalarstað sínum. Beiðni um atkvæðagreiðslu á dval- arstað skal beint til sýslumanns í því umdæmi þar sem viðkomandi dvelst. Sé dvalarstaður kjósanda inn- an kjördæmis hans skal beiðnin ber- ast sýslumanni eigi síðar en kl. 10:00 á kjördag, en sé dvalarstaður kjós- anda utan kjördæmis hans eigi síðar en kl. 10:00 fimmtudaginn 23. sept- ember. Beiðninni skal fylgja stað- festing heilbrigðisyfirvalda á að við- komandi sé í einangrun eða sóttkví fram yfir kjördag og upplýsingar um hvers vegna þeim sem er í sóttkví er ekki unnt að greiða atkvæði á sér- stökum utankjörfundarstað. Kjósandi fær ekki kjörgögn í hendur heldur upplýsir hann kjör- stjóra um hvernig hann vill greiða atkvæði t.d. með því að sýna blað með listabókstaf framboðs eða á annan hátt sem kjörstjóri telur öruggan og nægilega skýran. Synja má kjósanda um að greiða atkvæði á dvalarstað telji sótt- varnayfirvöld að atkvæðagreiðslu verði ekki við komið án þess að tefla heilsu kjörstjóra eða annarra í hættu. Sú ákvörðun er endanleg. Á vefslóðinni island.is/covid- kosning2021 verða nánari upp- lýsingar um framkvæmd atkvæða- greiðslunnar og þar verður unnt að sækja um kosningu á dvalarstað. mm Það er ekki malbikað í Búðar- dal á hverjum degi, en mánudag- inn 13. september stóðu yfir fram- kvæmdir við höfnina í Búðardal, í slagveðursrigningu. Verið var að ganga frá slitlagi við höfnina, eftir veituframkvæmdir, að sögn Krist- jáns Inga Arnarssonar starfsmanns dalabyggðar. Er svæðið þar með allt orðið lagt slitlagi og eykur það bæði öryggi gangandi vegfar- enda og auðveldar umgengni um höfnina. Kolur ehf og Colas sáu um framkvæmdina fyrir sveitar- félagið. bj Systurskipin Áskell ÞH 48 og Vörð- ur ÞH 44 komu inn til löndun- ar í grundarfirði síðastliðinn mið- vikudag. Áskell kom með rúmlega 32 tonn af afla þar sem uppistað- an var þorskur eða 19 tonn. Vörð- ur var með rúmlega 42 tonn af afla og þar af 26 tonn af þorski. Skipin lönduðu einnig bæði í grundarfirði 12. september samtals rúmlega 100 tonnum af afla. Það er gjögur á grenivík sem gerir skipin út. tfk Áskell og Vörður komu inn til löndunar Vörður og Áskell við festar í Grundarfirði en Hringur SH liggur fyrir framan þau. Menn voru röskir við malbikunina í Búðardal, því veðurguðirnir voru ekkert að hlífa þeim. Ljósm. Gunnbjörn Óli Jóhannsson. Malbikað í Búðardal Atkvæðagreiðsla fyrir þá sem verða í sóttkví eða einangrun á kjördag

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.