Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Side 14

Skessuhorn - 15.09.2021, Side 14
mIðVIKudAguR 22. SEpTEmBER 202114 SK ES SU H O R N 2 02 1 Alþingiskosningar 2021, Akranesi Kjörfundur vegna Alþingiskosninga 25. september 2021, fer fram í íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum og hefst kjörfundur kl. 09:00 og lýkur í síðasta lagi kl. 22:00. Íþróttahúsið Jaðarsbökkum, gengið inn um norður anddyri. I. kjördeild Akralundur til og með Esjubraut II. kjördeild Esjuvellir til og með Jaðarsbraut III. kjördeild Jörundarholt til og með Smiðjuvellir IV. kjördeild Sóleyjargata til og með Þjóðbraut Kjósendur eru hvattir til að kjósa snemma á kjördag og hafa meðferðis persónuskilríki. Sími yfirkjörstjórnar á kjördag er 899-9180. Netfang: kosning@akranes.is Kjósendur eru hvattir til að gæta að eigin smitvörnum í samræmi við gildandi reglur á hverjum tíma. Akranesi, 9. september 2021 YFIRKJÖRSTJÓRN AKRANESS Hugrún O. Guðjónsdóttir, formaður Einar Gunnar Einarsson Björn Kjartansson borgarbyggd.is dauða langreyði rak á land í Steins- vör á Akranesi á miðvikudagsmorg- un í síðustu viku. uppgötvuðu starfsmenn Olís hvalrekann þeg- ar þeir mættu til vinnu. dýrið var innan umráðasvæðis Akraneshafnar og í fyrstu var talið að um hrefnu að ræða. Hafrannsóknastofnun gaf hins vegar út á fimmtudag að við greiningu hefði komið í ljós að um langreyði væri að ræða og væri dýr- ið um 12 metra langt. umhverf- isstofnun var gert viðvart en ekki mátti hreyfa við dýrinu fyrr en starfsmenn stofnunarinnar höfðu tekið sýni og mælt það. Tveimur dögum síðar var hræið dregið á haf út og því sökkt. Skammt er hvalreka á milli á svæðinu en síðla í ágúst rak dauða langreyði á land í Kjaransstaða- fjöru. Sú hafði borist til landsins framan á stefni flutningaskips sem lagði að Hafnarfjarðarhöfn en bor- ist þaðan yfir flóann. frg Þróun rafrænna sjúkraflutninga- skýrslna er að ljúka, prófunarferli að hefjast og stefnt að því að innleið- ing þeirra hefjist í byrjun næsta árs. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðu- neytinu segir að þessi tækni marki tímamót; auki öryggi sjúklinga með skjótu aðgengi sjúkraflutningafólks að upplýsingum um skjólstæðinga sem gagnast við ákvarðanatöku á vettvangi og skráning nýrra upp- lýsinga verður samstundis aðgengi- leg heilbrigðisstarfsfólki sem tek- ur við meðferð sjúklingsins í kjölfar sjúkraflutnings. „markmiðið með rafrænum sjúkraflutningaskýrslum er að auka gæði skráninga, bæta að- gengi að upplýsingum og efla gæða- vísa og gæðastjórnun í utanspítala- þjónustu.“ Sem dæmi um eiginleika sem nýt- ast vel á vettvangi er sjálfvirkur úr- lestur mælinga í skýrslu frá ýmsum búnaði sem sjúklingur er tengdur við eins og t.d. hjartariti og súrefn- ismettunar- og blóðþrýstingsmæli. Einnig verður auðveldara að fylgja eftir þjónustu sem tekur við í kjöl- far flutnings, hvort heldur á heil- brigðisstofnunum eða í heilsugæslu. „með rafrænni skráningu verður auk þess loksins mögulegt að ná saman tölulegum gögnum á landsvísu um sjúkraflutninga og hagnýta gögnin til rannsókna og vinnu í tengslum við gæðavísa.“ mm Bátur sökk með sextíu kindum um 50 metrum frá Stykkishólmi á sunnudaginn. Í frétt á vef RÚV í gær segir að allar kindurnar hafi farið í sjóinn auk tveggja manna sem voru í bátnum, þá sakaði ekki. Tuttugu kindur drukknuðu en aðrar kom- ust á þurrt, sumum var bjargað en aðrar syntu sjálfar í land. Verið var að flytja kindurnar úr Brokey áleið- is í sláturhús á Hvammstanga, með viðkomu í Stykkishólmi. Bergur Hjaltalín, annar mannanna í bátn- um segir í samtali við RÚV að ekki hafi verið nægur þungi undir bátn- um og þegar féð hafi farið út í aðra hlið hans hafi báturinn lagst. Björg- unarsveitin Berserkir var kölluð til en fólk sem var statt á höfninni var einnig fljótt að fara út í báta og koma til hjálpar. arg Ljúka þróun rafrænna sjúkraflutningaskýrslna Langreyði rak á land í Steinsvör Flutningur á eyjafé. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Sextíu kindur fóru í sjóinn

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.