Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Síða 24

Skessuhorn - 15.09.2021, Síða 24
mIðVIKudAguR 22. SEpTEmBER 202124 Sigríður dóra Sigurgeirsdóttir tók nýlega við af Sigurði guðmunds- syni sem framkvæmdastjóri ung- mennasambands Borgarfjarðar, en hún hefur undanfarin ár verið tóm- stundafulltrúi hjá umSB. Á dögun- um kíkti blaðamaður við hjá Siggu dóru, eins og hún er jafnan kölluð, á skrifstofu sambandsins við Skalla- grímsgötu í Borgarnesi og það lá beinast við að spyrja Siggu dóru hvernig henni lítist á nýja starfið? „mjög vel, ég er rosa spennt fyr- ir þessu og það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Ég hef starfað hjá umSB síðustu fimm ár sem tómstundafulltrúi en fyrir sjö árum færði Borgarbyggð tómstundamál- in yfir til ungmennasambandsins. Við höfum verið tveir starfsmenn hérna, ég og Sigurður sem fram- kvæmdastjóri, en pálmi Blængs- son var á undan honum í því starfi. Ég hef verið með þeim í sama húsi allan þennan tíma og þó við séum ekki að sinna sömu verkefnum þá hef ég komið mér inn í ýmis mál. Sem tómstundafulltrúi sá ég um frístundina, félagsheimilið Óðal og ungmennaráðið og allt sem við kemur börnum.“ Sigga dóra segir að hún hafi ver- ið beðin um að stíga inn tímabund- ið sem framkvæmdastjóri og þá hafi Svala Eyjólfsdóttir verið ráðin í 60 prósent starf sem tómstundafulltrúi en eftir áramót verði Svala í fullu starfi. Fyrstu dagana sem fram- kvæmdastjóri segir Sigga dóra að- allega hafa falist í að koma sér inn í verkefnin, hafa samband við deild- irnar og aðildarfélögin innan sam- bandsins og láta vita af sér, en þetta taki allt tíma. „Ég er búin að vera í samskiptum við sunddeildina sem hefur ekki verið starfandi í mörg ár en það er loksins eitthvað að gerast þar og það er mjög spennandi. Það er búið að semja við sundkennara um þjálfun og boðið verður upp á sundæfingar einu sinni í viku fram að áramótum og æfingar hefjast fyrstu vikuna í október.“ Frjálsar íþróttir í frjálsu falli Fyrir utan gluggann á skrifstofu Siggu dóru sér blaðamaður glitta í hina glæsilegu aðstöðu til frjáls- íþróttaiðkunar sem var gerð áður en Landsmót umSB var haldið í Borgarnesi árið 1997. Hins veg- ar má segja að ansi lítið hafi gerst síðan þessi aðstaða kom varðandi frjálsar íþróttir í bænum og mið- ur að ekki hafi verið byggt upp öfl- ugra starf meðal barna og unglinga í Borgarbyggð síðustu tvo áratugi. Burtséð frá þessum vangaveltum blaðamanns segir Sigga dóra varð- andi önnur aðstöðumál að það sé farið að vanta nýtt íþróttahús í Borgarnesi og einnig gervigrasvöll á æfingasvæðinu á Skallagrímsvelli til að hægt sé að æfa knattspyrnu allt árið. „meistaraflokkar Skalla- gríms í körfubolta eru á undanþágu vegna þess að íþróttahúsið er ein- faldlega ólöglegt því það er of lít- ið samkvæmt nýjustu stöðlum og reglum. Þá þarf knattspyrnufólkið okkar að æfa og spila annars staðar marga mánuði á ári því aðstaðan er engin á veturna. Ég hefði verið til í að sjá þessi mál vera komin aðeins lengra en það þýðir lítið annað en að vera bjartsýn um að þetta kom- ist á eitthvað skrið því það er búið að bíða lengi eftir að eitthvað gerist í þessum málum,“ segir Sigga dóra að endingu. vaks Á föstudaginn í síðustu viku var mikið fjör á Fosshóteli Stykkis- hólmi þegar haldin var formleg opnunarhátíð á nýendurbættum 300 manna ráðstefnu- og veislu- sal, nýjum bar, veitingastað, nýjum herbergjum og glæsilegri aðstöðu. Að sögn Barða Jóhannssonar mark- aðsstjóra Fosshótela er aðstaðan í Stykkishólmi tilvalin fyrir árshátíð- ir, tónleika, ættarmót eða aðra við- burði og býður upp á ýmsa mögu- leika. Ekki skemmir að Stykkis- hólmur er í aðeins um tveggja tíma akstursfjarlægð frá höfuðborginni. Hótelið var opnað fyrir gestum og gangandi klukkan 16 á föstu- daginn þar sem fólki gafst færi á að skoða nýju herbergin og hótelið þar til formleg dagskrá hófst í ný- uppgerða hátíðarsalnum. gunnar Svanlaugsson stjórnaði dagskránni og Hólmarar fluttu stutt ávörp. Þá tók tónlistarfólk úr bænum við, þau László petö, Lárus Ástmar Hann- esson, Kristjón daðason, Þór- hildur pálsdóttir og Sveinn Arnar davíðsson. Eftir stutt hlé á dag- skránni komu bræðurnir Friðrik dór og Jón Jónsson og héldu uppi stemningu fyrir Hólmara fram eft- ir kvöldi. Tónleikum þeirra var út- varpað í beinni útsendingu á Bylgj- unni. „Í lok kvöldsins voru allir í skýjunum með þennan frábæra dag,“ segir Barði Jóhannsson hjá Fosshótelum. arg/ Ljósm. sá Á púttmóti eldri borgara við klúbb- húsið á Hamarsvelli í Borgarnesi í síðustu viku hitti blaðamaður Skessuhorns guðmund Eyþórsson sem var einn af mörgum hjálpar- hellum mótsins. Eftir að hafa spjall- að stuttlega við hann kom í ljós að guðmundur ólst upp í gamla hús- inu á Hamri, sem nú er klúbbhús, og bjó þar í 14 ár frá árinu 1960 með foreldrum sínum og systkin- um. En man guðmundur eftir því hvenær hann varð fyrst var við golf- ara slá golfkúlum í kringum heim- ilið? „golfararnir voru byrjaðir hérna upp úr 1970 og þá á litlu svæði hérna úti á túni. En það er ekki fyrr en eftir að við förum héðan sem að golfklúbburinn fær þetta, lík- lega eftir 1980. Þetta er sko ekkert í fyrsta skiptið sem ég er að leika mér hérna á hólnum. Það var mjög gott að vera hérna sem krakki. Ég var í skóla í Borgarnesi og stundaði alla mína skólagöngu þar og geng- um iðulega í skólann hvernig sem viðraði. Síðan flutti ég í Borgarnes um tvítugt og fór að vinna allskonar störf þangað til ég hóf að læra kjöt- iðn. Ég var að vinna sem kjötiðn- aðarmaður eftir það í Borgarnesi, Keflavík og svo lengi í Búðardal sem deildarstjóri hjá Kaupfélaginu í tólf ár í kjötvinnslunni.“ Eftir störf við kjötiðn í Búðardal tók guðmundur þá ákvörðun að hefja nám við Samvinnuháskólann á Bifröst og lauk fjögurra ára námi, fyrst í frumgreinadeild en síðan í háskóladeildinni. Síðan „álpaðist“ hann til að fara að kenna en hafði enga trú á því. Nokkru síðar fékk hann svo áhuga fyrir því og aflaði sér kennsluréttinda í Háskólanum á Akureyri og var tvo vetur þar við nám með vinnu. „Ég útskrifaðist sem rekstrar- fræðingur á Bifröst árið 1998 og það er ýmislegt í því námi sem hjálpar manni í kennslu, sálfræðiá- fangar og annað tengt kennslu. Í framhaldi af því fór ég að kenna í Búðardal í grunnskólanum og svo fluttum við úr Búðardal í Borgar- nes árið 2004. Þá fór ég að kenna á Varmalandi og var þar í fjögur ár við kennslu og síðan kenndi ég einn vetur í grunnskólanum í Borgar- nesi. Ég var kennari í menntaskól- anum í Borgarnesi í fjögur ár, eftir það í fimm ár á Kleppjárnsreykjum og síðan lá leiðin aftur í Borgar- nes.“ Fann sig vel í kennslunni guðmundur segist hafa fundið sig mjög vel í kennslunni en aðalástæð- an fyrir því að hann hætti að starfa sem kjötiðnaðarmeistari var sú að það komu að hans mati misvitr- ir nýútskrifaðir menn úr háskóla- námi sem þóttust geta gert hlut- ina öðruvísi og betur. „Þeir voru að reyna að stjórna því hvernig maður framleiddi vöruna og vildu ráða því hvað við iðnaðarmennirnir vorum að gera. Þeir höfðu auðvitað aldrei unnið við þetta, en kannski þess meira í excel og höfðu einhverja hugmynd hvernig ætti að græða peninga. En gæði vörunnar skipti þá kannski minna máli. Þeir vildu setja meira vatn í skinkuna heldur en mér fannst boðlegt og það voru aðallega svona hlutir sem ýttu mér í það að fara að læra eitthvað ann- að.“ guðmundur er nýhættur að vinna en hann var í afleysingakennslu í fyrravetur. Hann er 69 ára gamall og konan hans, Ingibjörg Vigfús- dóttir, er ennþá að vinna enda er hún fimm árum yngri. Hann segist í rólegheitum vera að venjast því að vera að gera ekki neitt en er nýbyrj- aður í púttinu og finnst það mjög skemmtilegur félagsskapur enda ekki óvanur að leika sér á hólnum á Hamri. Hann hefur hins vegar miklar áhyggjur af sínu æskuheim- ili og vonar að eitthvað verði gert fljótlega: „mér finnst að það megi koma fram að það ætti fljótlega að fara að huga að því að bjarga þessu húsi því það er að láta á sjá bæði að innan sem utan enda orðið örugg- lega meira en hundrað ára,“ segir guðmundur að lokum. vaks Mikið fjör á Fosshóteli Stykkishólmi á föstudaginn Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson skemmtu gestum. Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir, framkvæmdastjóri UMSB. Ljósm. vaks. Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt Guðmundur Eyþórsson við æskuheimili sitt. „Það þarf að bjarga þessu húsi“ Segir Guðmundur Eyþórsson sem bjó á Hamri í æsku Klúbbhúsið við Hamarsvöll í Borgarnesi. Ljósm. vaks

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.