Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Page 27

Skessuhorn - 15.09.2021, Page 27
mIðVIKudAguR 22. SEpTEmBER 2021 27 • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Fyrir næstu jól er væntanleg frá bókaútgáfunni Nýhöfn bók um hjónin Benedikt Líndal og Sig- ríði Ævarsdóttur á gufuá í Borg- arhreppi. Bók- in er veglega myndskreytt og innihaldsrík og spáir útgefandi því að hún eigi eftir að vekja verðskuld- aða athygli. Í bókinni, sem fengið hefur nafnið Tölum um hesta, skrifa þau Benedikt og Sigríður út frá hjartanu um reynslu sína af hestum og lífi sínu með þeim. Sagt er frá eftirminnilegum hrossum, at- vikum þeim tengdum, og inn í frásögnina flétta þau fræðslu, sögum, ljóðum og því nýjasta sem uppgötvað hefur verið um hesta. Bókin er væntanleg um mánaðamótin október og nóvember. mm Kristján Þór Júlíusson, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, hef- ur úthlutað rúmum 566 milljónum króna úr matvælasjóði og renna styrkirnir til 64 verkefna. Hlutverk sjóðsins er að styrkja þróun og ný- sköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjáv- arafurðum. Þetta er í annað sinn sem úthlutað er úr matvælasjóði. Veittir voru styrkir úr fjórum sjóðum á vegum matvælasjóðs. Þeir eru Bára sem styrkir verkefni á hugmyndastigi, Kelda sem styrk- ir rannsóknaverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu, Afurð sem styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi en ekki til- búin til markaðssetningar og Fjár- sjóður sem styrkir markaðsátak en einnig uppbyggingu innviða fyrir- tækisins sem tengjast sókn á mark- aði. Alls bárust 273 umsóknir í þessa fjóra styrkjaflokka, alls um tæp- lega 3,7 milljarða króna. Alls hlutu 640 verkefni styrki upp á alls 566,6 milljónir króna. Hæsta styrkinn hlaut verkefnið „Hrein fiskiolía í vesturvíking“ á vegum fyrirtækis- ins True Westfjords ehf., kr. 25,5 milljónir króna en fyrirtækið er skráð til heimilis í Bolungarvík. Verkefni á Vesturlandi hlutu alls 9% veittra styrkja eða um 51 millj- ón króna. Hæsta styrkinn á Vestur- landi hlaut Landbúnaðarháskóli Ís- lands í samstarfi við einkaaðila til verkefnanna „mannakorn – hafrar og hámörkun gæða“ og „manna- korn - Betra bygg með bættum að- ferðum,“ alls 32 milljónir króna. Þá hlaut matís ohf. í samstarfi við einkaaðila styrki í verkefnin „Súr- þang og góðgerlar í fiskeldi“ og „Áskoranir við pökkun grænmetis“ rúmar 26 milljónir króna. meðal annarra verkefna á Vest- urlandi sem hlutu styrki má nefna Svæðisgarðinn Snæfellsnesi í verk- efnið „markaðssetning ábyrgra matvæla frá Snæfellsnesi“ sem hlaut tæpar 11 milljónir krónaz, Ábót ís- lensk fæðubót ehf. hlaut þrjár millj- ónir króna í verkefnið „Útfærsla hugmyndar og prófun á fæðubótar- efni úr tilteknum spírum og sykrum úr þörungum,“ og Eirný Ósk Sig- urðardóttir sem hlaut þrjár milljón- ir í verkefnið „Ráðgjöf í nýsköpun mjólkurafurða - fýsileikaathugun og viðskiptaáætlun.“ frg Bókin Tölum um hesta væntanleg eftir mánuð Úthlutað úr Matvælasjóði

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.