Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Side 32

Skessuhorn - 15.09.2021, Side 32
mIðVIKudAguR 22. SEpTEmBER 202132 Pennagrein Pennagrein Pennagrein Pennagrein mikilvægi góðra vega hefur aldrei verið mönnum ljósara en nú. Hægt hefur gengið undanfarinn rúman ára- tug að koma nýframkvæmdum áfram, vegna skorts á fjármagni í sumum til- vikum og vegna skipulagsmála í öðr- um. Hér á Vesturlandi blasa við okkur verkefni sem eru þeirrar gerðar að þau munu gjörbylta lífsgæðum íbúa og stórauka möguleika til verðmæta- sköpunar. Fremst í þeirri röð er breikkun hringvegarins frá Hvalfjarðargöng- um upp í Borgarnes, þar sem rétt er að bera saman veglínu austan og vestan megin við Akrafjall. Stórátak hvað malarvegi í sveitum varðar og nýr vegur um uxahryggi, sem mun tengja saman Suðurland og Vest- urland og opna þannig fyrir nýjar hringtengingar ferðaþjónustuaðila. Staða Skógarstrandarvegar er með þeim hætti að skömm er að, enda um stofnveg að ræða. Staða Sundabrautar er mikið áhyggjuefni, enda segir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar að engin ákvörðun verði tekin í þeim efnum fyrr en svokölluð félagshag- fræðigreining liggur fyrir, það er því ljóst að síðasta minnisblað samgöngu- ráðherra og borgarstjóra var enn einn tafaleikurinn. Við viljum Sundabraut strax og enga frekari tafaleiki, enda er Sundabrautin arðsamasta vegafram- kvæmdin sem okkur stendur til boða. miðflokkurinn leggur til að við færum vegakerfið til nútímans og það strax. Við gerum það með því að nýta það vaxtaumhverfi sem ríkissjóður býr nú við til fjármögnunar innviða- framkvæmda. Við ætlum að fara í 150 milljarða króna skuldsettan fram- kvæmdapakka í vegamálum. Þannig komumst við áfram. með því að flýta nýframkvæmdum í vegamálum með svo afgerandi hætti næst fram mikill sparnaður því slys- um á vegunum fækkar, tjón ökutækja dregst saman og umferðin flæðir bet- ur ásamt því að bætt vegakerfi hefur jákvæð áhrif á þróun loftslagsmála. Fjármögnun yrði í gegnum sam- gönguáætlun sem samþykkt er á Al- þingi - rétt eins og gert hefur verið í tilviki samgöngusáttmála höfuð- borgarsvæðisins. Stjórnvöld þurfa þá að útfæra endurgreiðslu með sem haganlegustum hætti, hvort sem um væri að ræða skuggagjöld sem miða út frá sparnaði annars staðar í opinbera kerfinu, beinum framlögum af sam- gönguáætlun eða með sérstakri fjár- mögnun með umbreytingu ríkiseigna í verðmæta eign í vegakerfinu. Nýr Baldur Hrakfarir Breiðfjarðarferjunnar Baldurs á kjörtímabilinu hafa ver- ið með þeim hætti að ekki er for- svaranlegt annað en að ganga til þess verks að kaupa nýtt skip. mið- flokkurinn leggur þunga áherslu á að það verði gert strax við upp- haf nýs kjörtímabils, enda þarfn- ast það góðs undirbúnings, þannig að nýtt skip sé tilbúið í síðasta lagi þegar núverandi samningur um Breiðfjarðarsiglingar rennur út og mögulega fyrr með það í huga að skipta út núverandi skipi með sér- stöku samkomulagi við rekstrar- aðila þess. Bergþór Ólason Höf. er alþingismaður og oddviti Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Stórsókn í samgöngumálum - nýr Baldur og Sundabraut strax! Við sem höfum tekið að okkur að starfa í sveitar- og bæjarstjórnum um land allt þekkjum vel áskor- unina sem felst í því að halda úti velferðinni og þjónustu við íbúa á sama tíma og við glímum við sveiflukenndar skatttekjur sveitar- félagsins. Á meðan tekjur eins og fasteigna- gjöld eru yfirleitt stöðugar, þá geta útsvarstekjur sveitarfélaga sveiflast mikið. Heimsfaraldurinn af völd- um Covid-19 olli því að við bæjar- fulltrúar á Akranesi horfðum upp á mikla óvissu varðandi áætlanir okk- ar um útgjöld og framkvæmdir, en sem betur fer stendur bæjarsjóður Akraneskaupstaðar vel og við gát- um brugðist við óvissunni með myndarlegum mótvægisaðgerðum; vörnum, vernd og viðspyrnu. Við höfum upplifað hvernig kvótakerfið hefur fækkað störfum í sveitarfélaginu svo nemur hundr- uðum, en við erum svo heppin á Akranesi að hér býr harðduglegt fólk sem sækir vinnu sveitarfélaga á milli. Það er nauðsynlegt öllum sveit- arfélögum að hafa útsvarstekjurnar sem stöðugastar. Það er því nauð- synlegt að atvinnulífið sé öflugt til að standa undir góðri þjónustu og velferð. Það er nefnilega þannig að einkageirinn fjármagnar hinn opin- bera. Þetta samstarf hins opinbera og einkageirans þarf að vera fyrir- sjáanlegt og stöndugt. Hið opinbera setur reglurnar og spýtir í lófana þegar í harðbakkann slær. Það gerð- um við á Akranesi þegar við bættum í fjármagn til framkvæmda og við- haldsverkefna á vegum bæjarins og fjölguðum störfum með átaksverk- efnum í atvinnumálum um leið og við einsettum okkur að efla velferð- arþjónustuna og bæta þjónustu bæj- arins við þá sem helst þurftu á henni að halda á óvissutímum. Hið opinbera þarf á öflugu at- vinnulífi að halda til að standa undir þeirri þjónustu sem það veitir. Við í Samfylkingunni ætlum að fjárfesta af krafti í grunninnviðum í þágu at- vinnulífsins og við leggjum mikla áherslu á að unnin verði framsæk- in atvinnu- og byggðastefna sem taki mið af styrkleikum landshluta og mismunandi vinnusóknarsvæða. Við viljum einfalda rekstrarum- hverfi lítilla fyrirtækja og einyrkja og létta álögur á þau og þá leggj- um við til að stofnaður verði grænn fjárfestingarsjóður, að norrænni fyrirmynd, sem starfi með einka- fjárfestum að uppbyggingu lofts- lagsvænnar atvinnustarfsemi. Slík- ur sjóður gæti til að mynda opnað gríðarlega möguleika til uppbygg- ingar á iðnaðarsvæðinu á grundar- tanga og í útgerðarbæjum um allt land, með tilheyrandi fjölgun starfa. Einnig ætlum við að byggja nýsköp- unarklasa í helstu þéttbýliskjörnum, í samvinnu við heimafólk, þar sem frumkvöðlar, fyrirtæki og stofnanir fá aðstöðu og stuðning. Það er nauðsynlegt fyrir atvinnu- lífið á móti að gera sér grein fyrir þessu samlífi með opinbera geir- anum og að atvinnulífið taki þátt í uppbyggingu innviða sem á móti styrkja atvinnulífið. Það væri t.d. hjákátlegt ef hið opinbera kæmi sér undan ábyrgðinni á uppbygg- ingu samgöngumannvirkja og fyrir- tæki væru bara sett út í kuldann og þyrftu að redda sér sjálf með það. Atvinnulífið og opinberi geirinn eru ekki andstæður heldur samherj- ar, og takist þeim að sameina krafta sína til góðra verka geta frábærir hlutir gerst. Það er samfélaginu til styrking- ar að hafa hvort tveggja jafn öfl- ugt, hið opinbera og einkageirann. Einkageirinn sannarlega fjármagn- ar hið opinbera, en hið opinbera byggir innviðina sem gagnast öll- um fyrirtækjum, ekki bara fáum. Þá sér hið opinbera íbúunum fyrir al- mannaþjónustu, svo sem menntun og heilbrigðisþjónustu, og mikil- vægi þeirra greina fyrir atvinnulífið og samfélagið allt hefur svo sannar- lega sýnt sig á undanförnum miss- erum. Atvinnulífið og hið opinbera eru saman í liði. Það er og verður mitt hlutverk sem stjórnmálamanns að halda þessu verki áfram, að fólk hafi at- vinnu og að fyrirtækin og hið opin- bera virki sem liðsmenn í sama liði en ekki sem andstæðingar. Valgarður Lyngdal Jónsson Höfundur er oddviti Samfylkingar- innar í Norðvesturkjördæmi Saman í liði Í aðdraganda kosninga er gott að fara yfir hið pólitíska svið. Það má auð- veldlega færa rök fyrir því að Fram- sókn er besti kosturinn fyrir okkar kjördæmi í þessum kosningum. Á kjörtímabilinu hefur Ásmundur Einar staðið við þær breytingar sem hann boðaði í málefnum barna. Ás- mundur hefur breytt húsnæðiskerf- inu og komið með sveigjanleg úr- ræði þannig að nú er verið að byggja húsnæði um land allt. Sveigjanleiki í kerfinu verður að vera til staðar til að koma til móts við mismunandi að- stæður í landinu. Lilja Alfreðsdótt- ir menntamálaráðherra hefur unnið grettistak í menntamálaráðuneytinu. Hinn nýi menntasjóður færir lánakerfi námsmanna til nútímans. Baráttumál framsóknarmanna má sjá í því nýja kerfi en það gerir ráð fyrir að ívilnun við endurgreiðslu námslána til lán- þega sem búsettir eru á svæðum sem erfitt er að fá sérfræðimenntað fólk. Norðvesturkjördæmi hefur orðið vart við veru Sigurðar Inga í samgöngu- ráðuneytinu. gefin var innspýting í stofnvegi sem lengi hafa beðið úrbóta eins og á Vestfjörðum. Sundabraut er í sjónmáli en ekki draumsýn og hafn- ar eru framkvæmdir við Vesturlands- veg í átt að Borgarnesi. Það er samt verk að vinna en þetta eru engu að síður risaskref í rétta átt. Uppboð á kvóta, feigðarflan fyrir sjávarútvegsfyrirtæki í NV Í Norðvesturkjördæmi eru wnánast eingöngu bolfisksútgerðir og sjáv- arútvegsfyrirtækin eru flokkuð sem lítil-meðalstór fyrirtæki. uppboð á kvóta eins og sum framboð boða er dauðadómur yfir litlum- og meðal- stjórum bolfisksútgerðarfyrirtækj- um í Norðvesturkjördæmi sem ættu ekki roð í stærstu sjávarútvegsfyrir- tækin sem halda mörg hver á kvóta í uppsjávartegundum líka og njóta þar af leiðandi mikillar arðsemi úr þeirri grein. Það er því vandséð hvern- ig uppboð á kvóta á að hjálpa hin- um dreifðu byggðum. Kvótakerfið er ekki fullkomið en það borgar sig frek- ar að vinna í annmörkum þess frekar en að færa aflaheimildir úr kjördæm- inu til stærstu fyrirtækjanna. Landbúnaður Í aðdraganda kosninga er vinsælt að vilja umbylta landbúnaðarkerfinu al- gjörlega en yfirleitt er óútfært hvern- ig á að auka hag bænda í þeim breyt- ingum. Aukið tollafrelsi á að frelsa bændur en gerir lítið annað en að berskjalda þá gagnvart samkeppni frá öðrum löndum þar sem sýklalyfja- notkun er meiri og kröfur um aðbún- að eru gjarnan allt aðrar. Það skipt- ir máli að standa vörð um fæðu- og matvælaöryggi á Íslandi. Það höf- um við fundið í þeirri stöðu sem uppi hefur verið undanfarin miss- eri. Sterkt landbúnaðar- og mætvæl- aráðuneyti skapar tækifæri í auknum umsvifum og blómstrandi nýsköpun í landbúnaði. Íslenskir matvælafram- leiðendur þurfa meiri frelsi til að auka virði framleiðslu sinnar og heimila ætti heimaslátrun og vinnslu, en hún þarf að sjálfsögðu að standast kröfur. Tækifærin eru fjölmörg, við þurfum að sjá þau og vinna með þeim. Setjum X við B á kjördag Ég hef undanfarin fjögur ár setið á þingi fyrir Framsókn og er stolt af þeim árangri sem við höfum náð í ríkisstjórn. Framsókn hefur haft sam- vinnu að leiðarljósi í þriggja flokka ríkisstjórn þar sem ólík sjónarmið koma saman og það þarf að finna bestu lausnina. Framtíðin ræðst á miðjunni. Setjum X við B á kjördag. Halla Signý Kristjánsdóttir. Höf. er alþingismaður og í framboði fyrir Framsókn í Norðvesturkjördæmi. Er ekki best að kjósa Framsókn? Nú þegar líða fer að lokum á krefj- andi kjörtímabili er gott að horfa yfir farinn veg og meta árangurinn. Sá málaflokkur sem tekið hefur hvað mestu framförum á kjörtíma- bilinu heyrir undir Lilju Alfreðs- dóttir, mennta og- menningarmála- ráðherra. Risastór framfaramál fyrir íslenskt samfélag hafa náð fram að ganga undir hennar forystu. Lánakerfi námsmanna hefur verið viðfangsefni stjórnmálanna frá stofn- un Lánasjóðsins 1961. undanfarna áratugi hafa ráðherrar menntamála talað fyrir breytingum á kerfinu sem var úr sér gengið en ekki haft árangur sem erfiði, þar til núna. Lilja Alfreðsdóttir tók af skarið strax við upphaf kjörtímabilsins og skipaði verkefnahóp um endurskoð- un laga um lánakerfi námsmanna. Þar var vandað til verka, samtalið við stúdenta var virkt og það var hlust- að. Afrakstur þeirrar vinnu er eitt- hvað mesta framfaramál íslenskra námsmanna frá stofnun Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna. menntasjóður Námsmanna er fæddur og hefur tek- ið við af LÍN. Þessi breyting er umbylting kerfis- ins í heild sinni og felur í sér grund- vallarbreytingar á fyrirkomulagi námslána til framtíðar. Helstu umbætur kerfisins fela í sér: • Nemendur sem ljúka námi innan tilgreinds tíma geta fengið námsstyrk sem nemur 30% niðurfærslu af höf- uðstól námsláns þeirra ásamt verð- bótum. • Beinn styrkur vegna framfærslu barna nemenda í stað barnalána, einnig fyrir meðlagsgreiðendur. Ís- land er eitt Norðurlanda sem veit- ir nemendum styrki vegna meðlags- greiðslna. • Námsstyrkirnir eru undanþegn- ir lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Einnig var ábyrgðarmannakerfi LÍN afnumið, útgreiðsla og afborg- anir eru nú mánaðarlegar og aukið val, því nú er hægt að velja um verð- tryggt eða óverðtryggt skuldabréf við námslok. með öðrum orðum, frábært mál í alla staði! með fram þessum breytingum hef- ur Lilja farið í nauðsynlegar hækkanir á framfærslunni og hækkað hana um 18% en þar má enn gera betur inn í framtíðina. Þetta eru umfangsmestu umbæt- ur námsmanna í áratugi og stuðla að auknu jafnrétti til náms óháð efna- hag. Það bætir hag námsmanna á meðan á námi stendur en sérílagi að námi loknu. Fyrir samfélagið skilar þetta náms- mönnum fyrr út í atvinnulífið með já- kvæðum áhrifum á hagkerfið. Fyrir mig sem námsmann skiptir þetta miklu máli og þakka ég fyrir að Lilja Alfreðsdóttir hafi haft kjark og dug til að klára málið með þeim hætti sem hún gerði. Takk fyrir mig. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir. Höf. skipar 2. sætið á lista Framsókn- arflokksins í NV kjördæmi. Menntamálaráðherrann sem gat

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.