Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Qupperneq 33

Skessuhorn - 15.09.2021, Qupperneq 33
mIðVIKudAguR 22. SEpTEmBER 2021 33 S K E S S U H O R N 2 02 1 Kjörfundur í Hvalfjarðarsveit Kjörfundur í Hvalfjarðarsveit vegna alþingiskosninga laugardaginn 25. september 2021 verður frá kl. 9:00 til kl. 21:00. Kjörstaður er í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3, Melahverfi. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá sýslumanni. Kjósendum ber að hafa persónuskilríki meðferðis. Kjósendur eru hvattir til að kjósa snemma og að gæta að eigin smitvörnum í samræmi við gildandi reglur. Kjörstjórn í Hvalfjarðarsveit: Guðmundur Ólafsson Jóna Björg Kristinsdóttir Valdís Inga Valgarðsdóttir Það eru jafnan fagnaðarfundir þeg- ar útskrifaðir nemendahópar koma saman. Það á ekki síst við fyrrum námsmeyjar á Húsmæðraskólanum á Varmalandi í Borgarfirði. Þar var í áratugi rekinn skóli sem stúlkur víðs vegar af landinu sóttu. Yfirleitt voru um fjörutíu til ríflega fimmtíu stúlkur í hverjum árgangi og námið einn vetur. Á þriðjudaginn í liðinni viku komu saman tveir nemenda- hópar fyrrum námsmeyja á Varma- landi. Annars vegar voru það tíu kon- ur sem sama dag fögnuðu því að rétt sjötíu ár voru frá því þær sett- ust á skólabekk á Varmalandi. Vig- dís Jónsdóttir frá deildartungu var þá skólastjóri. Konurnar eru nú frá 87 til 91 árs. Í upphafi voru þær 41, en af þeim eru 20 á lífi og tíu sáu sér fært að mæta. mikið var hleg- ið þegar ýmsar minningar voru rifj- aðar upp frá vetrinum í Borgar- firði. Tvær kvennanna komu frá Bolungarvík, Erla Sigurgeirsdóttir og una H Halldórsdóttir. Rifjuðu þær upp við blaðamann að sökum þess hve ferðalagið var langt vest- ur að Bolungarvík, hefðu þær ver- ið á Varmalandi yfir jól og áramót, einar í húsinu. „Það var óneitanlega dálítið sérstakt,“ sögðu þær; „en Borgfirðingar dekruðu við okkur, sáu líklega aumur á okkur. Þeir vor- kenndu þessum stelpum að vestan sem voru tvær einar í skólanum. Okkur var því boðið í matarboð m.a. til Vigdísar í deildartungu en heima hjá henni var verið að skíra systkinabarn hennar. Einnig fórum við í matarboð til Hildu á Svarfhóli sem var einn af kennurum okkar. Þannig var passað vel upp á okkur stelpurnar að vestan,“ sögðu þær Erla og una. Hinn hópurinn sem kom saman á Varmalandi í síðustu viku voru námsmeyjar sem dvöldu í skólan- um veturinn 1967-68 undir hand- leiðslu Steinunnar Ingimundar- dóttur. Tæplega tuttugu þeirra voru mættar en 54 hófu nám haust- ið 1967. Í dag er Hótel Varmaland rekið í húsi fyrrum húsmæðraskólans, en byggt var við húsið fyrir nokkrum árum og það gert hið vistlegasta. Aðstaðan er því prýðileg fyrir nem- endamót af þessu tagi, hvort held- ur er fyrir fyrrum námsmeyjar, eða aðra skólahópa. mm Nemenda- spjald frá Varmalandi veturinn 1951-1952. Varmalandsmeyjar komu saman Námsmeyjar sem þennan dag fögnuðu því að rétt 70 voru liðin frá því þær settust á skólabekk. Hópur Varmalandsmeyja sem var veturinn 1967-1968. Verið öll velkomin! Bar Svar í Landnámssetrinu, fimmtudagskvöldið 23. sept. kl. 20. Kosningakaffi á kjördag í Englendingavík frá kl. 12. Vinstri græn í Borgarbyggð Fylgist með á facebook: nordvesturkjordaemi  Kjósum VG 25. september Auglýsing um kjörfund vegna alþingiskosninga Kjörfundur vegna alþingiskosninga í Grundarfirði verður í Samkomuhúsi Grundarfjarðar laugardaginn 25. september 2021. Kjörfundur stendur yfir frá kl. 09:00 til 22:00. Kjósendur þurfa að framvísa persónuskilríkjum. Kjörstjórn Grundarfjarðar Grundarfjarðarbær SK ES SU H O R N 2 01 9

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.