Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Qupperneq 35

Skessuhorn - 15.09.2021, Qupperneq 35
mIðVIKudAguR 22. SEpTEmBER 2021 35 Pennagrein Pennagrein Pennagrein Þið sem fædd eruð áður og um það leyti sem lýðveldið Ísland var stofn- að. Ykkur var gefið loforð: Ykk- ur var heitið því af foringjum allra stjórnmálaflokka, að um leið og sjálfstæðismálið yrði í höfn 17. júní 1944 skyldi þjóðin semja sér sína eigin stjórnarskrá. Loforðið var aldrei efnt af stjórn- málaflokkunum þótt rekið væri á eftir því. Það gerði til dæmis Sveinn Björnsson forseti Íslands (1944-1952) í nýársávarpi sínu árið 1949: „Og nú, hálfu fimmta ári eftir stofnun lýðveldisins rofar ekki enn fyrir þeirri nýju stjórnarskrá, sem vér þurfum að fá sem fyrst og al- mennur áhugi var um hjá þjóðinni og stjórnmálaleiðtogunum, að sett yrði sem fyrst. Í því efni búum vér enn við bætta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað land, með öðrum viðhorfum, fyrir heilli öld.“ guðni Th. Jóhannesson, núver- andi forseti Íslands, lýsti málinu svona: „Í aðdraganda lýðveldisstofnunar vildu ráðamenn á Alþingi réttilega stefna að einingu þjóðarinnar. Þeir vissu að samstaðan næðist ekki ef stjórnmálaflokkarnir tækjust á um nýja stjórnarskrá. Því var ákveðið að lögfesta lítt breytta stjórnarskrá til bráðabirgða en endurskoða hana svo við fyrsta tækifæri. Lýðveld- ið sem Íslendingar stofnuðu skyldi vara um aldur og ævi en stjórnar- skráin ekki, enda mátti enn þá sjá að hún hafði að miklum hluta verið samin í danska kansellíinu eins og Jón forseti komst að orði á sínum tíma. Því má segja – með stjórnar- skrána í huga – að 17. júní 1944 hafi Íslendingar tjaldað til einnar næt- ur á Þingvöllum, í gömlu dönsku tjaldi.“ Loforðið um nýja stjórnarskrá var gefið ykkur, lýðveldiskynslóðinni, en vanefndirnar varða líka afkom- endur ykkar. Einnig þeir búa enn við úrelta stjórnarskrá. Hins vegar gerðist það óvænt að sameiginlega tókuð þið málin í eigin hendur. Þið og afkomendur ykkar unnuð afrek sem vakið hefur heimsathygli: Í kjölfar Hrunsins 2008 létu stjórn- málaflokkarnir undan háværri kröfu almennings um nýja stjórnarskrá. Efnt var til þjóðfundar árið 2010 og skipað stjórnlagaráð fulltrúa sem kjósendur höfðu valið í almennum kosningum. Stjórnlagaráði var fal- ið að skila Alþingi frumvarpi með tillögum að nýrri og endurskoðaðri stjórnarskrá lýðveldisins. Frum- varpið að nýju stjórnarskránni var afhent Alþingi á tilsettum tíma í júlí 2011. Þann 20. október 2012 var frumvarpið síðan borið efnislega undir landsmenn í þjóðaratkvæða- greiðslu. Yfir 2/3 hlutar kjósenda (67%) samþykktu að það skyldi verða grundvöllur nýrrar stjórnar- skrár lýðveldisins Íslands. Ætla mátti að málið væri þar með í höfn. Þjóðin hafði sjálf efnt lof- orðið frá 1944, samið sér og sam- þykkt sína eigin stjórnarskrá. Ekki var annað eftir en að Alþingi lög- festi nýju stjórnarskrána, lýðræðis- legan vilja landsmanna. Nú, bráð- um níu árum síðar, hefur Alþingi hins vegar ekki enn virt úrslit at- kvæðagreiðslunnar. Er þetta í fyrsta skipti sem það hefur gerst að Al- þingi – þingmenn - virði ekki úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu. Vigdís Finnbogadóttir, forseti Ís- lands (1980-1996), lýsir þessu svo: „Í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 hratt Alþingi af stað stór- merkilegu ferli sem ætlað var að láta drauminn um nýja stjórnarskrá loks rætast. Framtakið vakti athygli víða um heim enda um að ræða eitt víðtækasta og lýðræðislegasta stjórnarskrárferli sem vitað er um. Stjórnlagaráð var þjóðkjörið. Þar hljómuðu því margvíslegar raddir samfélags okkar á Íslandi og drög voru gerð að nýrri stjórnarskrá með samþykki allra meðlima Stjórnlaga- ráðsins. Auk þess kom fram í þjóð- aratkvæðagreiðslu yfirgnæfandi vilji meirihluta íslenskra kjósenda til þess að nýja stjórnarskráin öðl- aðist gildi. Enn sem komið er hef- ur Alþingi ekki auðnast að koma til móts við þann vilja. Að mínu mati hefur íslenska þjóðin beðið nógu lengi eftir nýrri stjórnarskrá …“ Kosið verður til Alþingis 25. september næstkomandi. Við heit- um á ykkur sem lesið þetta bréf að krefja frambjóðendur svara um af- stöðu þeirra til nýju stjórnarskrár- innar. Hvernig geta þeir réttlætt að hafa að engu úrslit lýðræðislegra kosninga? Ætla stjórnmálaflokk- arnir enn að standa í vegi fyrir því að loforðið frá 1944 verði efnt eða ætla þeir að standa með almenningi og lýðræðislegum stjórnarháttum í landinu? Engum stendur nær en ykkur, lýðveldisbörnum, að krefjast svara. Þegar íslenska lýðveldið sleit barnsskónum hefði það aldrei gerst að Alþingi virti ekki niðurstöðu kosninga. Okkur hefur því borið af leið og við þurfum að rétta kúrs- inn. Krefjumst þess saman að vera fullvalda þjóð og látum fallegustu drauma okkar um Ísland rætast. Sjáum til þess að loforðið frá 1944 verði efnt. VIð EIgum NÝJA STJÓRN- ARSKRÁ! Kjósum aðeins fram- boð sem virða grundvallarreglur lýðræðisins og vinna af heilindum að því að nýja stjórnarskráin verði lögfest. Reykjavík 16. september 2021 Stjórnarskrárfélagið Opið bréf til lýðveldisbarna í tilefni alþingiskosninga 25. september Sjómenn eru samningslausir, aftur. Félög sjómanna sendu frá sér yfir- lýsingu þann 16. september, með titlinum „Svik við sjómenn eru svik við þjóðina!“ Í henni eru rakt- ar grunsemdir um að allt að tuttugu milljarða vanti inn í launauppgjör og skattheimtu ríkisins í útflutn- ingi fiskafurða milli tengdra aðila. Þeirra útreikningar leiða af sér að um 8,3% vanti upp á verðmæti af- urðanna þegar þær eru skráðar út úr landinu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu frá sér svar um hæl þar sem í grófum dráttum er rakið að núver- andi fyrirkomulag sé fullkomlega eðlilegt og allt lögum samkvæmt. Þar liggur samt einmitt hundurinn grafinn, núverandi kerfi bíður upp á tvöfalda verðlagningu fisks. Fisk- ur sem er seldur inn til vinnslu á Ís- landi innan sama félags er að jafn- aði 20-25% ódýrari heldur en fisk- ur sem er seldur inn á fiskmarkað. Það er svo sem lögum samkvæmt en algjörlega óásættanlegt og kallar á tafarlausa lagabreytingu. Lóðrétt samþætting þýðir að sami aðili hefur stjórn á allri virðis- keðju afurðarinnar frá veiði til sölu og öll stökk þar á milli. Laun sjó- manna eru reiknuð út frá aflaverð- mæti, af þeim er síðan reiknaður tekjuskattur. Það þýðir að allur af- sláttur af aflaverðmæti er afsláttur af tekjuskatti. Þess vegna leggja píratar til að Verðlagsstofa skiptaverðs verði lögð niður. Tilgangur stofnunar- innar var í upphafi göfugur, að jafna aðstöðumun sjómanna og út- gerða og leysa deilur um fiskverð. Þetta hefur með árunum hins vegar orðið meira til trafala þar sem ferl- ar og aðferðarfræði gagnaöflunar hafa ekki þróast í takt við tímann. Félög sjómanna geta með ágætum leyst þetta hlutverk með nýstárlegri aðferðum. Fiskmarkaðir á Íslandi eru í einkaeign, en miðlægt gagnakerfi þeirra, Reiknistofa fiskmarkaða, safnar og miðlar upplýsingum til kaupenda og seljanda. Þessi gögn koma til af þeim fiski sem er seld- ur á uppboðum þar sem hæstbjóð- andi hreppir hverja stæðu. gögnin eru hinsvegar ekki opinber nema að litlu leyti en það þarf að skoða gaumgæfilega að gera þau aðgengi- leg almenningi. píratar lögðu til breytingar á frumvarpi á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar og lögum um Fiskistofu þann 31. maí árið 2017. Hún hljóðaði svo: „Vigtunarleyfis- höfum er skylt að láta liggja frammi yfirlit um selt aflamagn hvers dags, kaupendur þess og verð. Skulu þeir daglega senda Fiskistofu afrit af slíku yfirliti. Þá skulu þeir senda fé- laga- og hagsmunasamtökum sjó- manna skýrslu um seljendur, afla, aflamagn, kaupendur og verð, sé þess óskað.“ markmið pírata er að gagnsæi leiði af sér eðlilega verðmyndun fisks. Við viljum líka aðskilja veiðar og vinnslu. Það þýðir að sami aðili getur ekki rekið bæði fiskvinnslu og útgerð. Það væri í eðli sínu hægt í kerfi þar sem allar afurðir fara á ís- lenskan fiskmarkað eftir löndun. En það þýðir líka að sami aðili þarf að greiða markaðsverð fyrir fiskinn. Árið 2020 jókst hagnaður 10 stærstu aðilanna í sjávarútvegi um 52%, en á sama ári lækkuðu veiði- gjöld um þrjá milljarða. Ef okkar óskir yrðu uppfylltar væri veiði- gjald tekið sem prósenta við sölu á fiskmarkaði. Það þýðir að dægur- sveiflur fiskverðs hafa áhrif á veiði- gjaldið en það er þó öllum aðilum máls ljóst fyrirfram hvaða hlutfall aflans fer í gjöld. Þess vegna leggja píratar til að Verðlagsstofa skiptaverðs verði lögð niður, allur fiskur fari á fisk- markað og að öll gögn tengdum sölu á fisk og fiskafurðum verði opinber. Þannig stöndum við vörð um að sjómenn fái sanngjarnan hlut í þeim verðmætum sem þeir skapa með sinni vinnu. Nýtum kosningaréttinn þann 25. september næstkomandi og stönd- um með sjómönnum. Saman get- um við breytt samfélaginu til hins betra. Gunnar Ingiberg Guðmundsson Höfundur skipar 2. sæti á lista Pí- rata í Norðvesturkjördæmi Píratar standa með sjómönnum Eitt af kosningamálum Framsókn- ar er að öll réttindi sem tengjast fullorðinsaldri verði virk við 18 ára aldur. En hvað þýðir þetta? Við viljum að öll réttindi og ald- urstakmörk í lögum verði skoðuð og miðuð við 18 ára aldur. Ef lög landsins eru skoðuð þá er ekki hægt að finna eitt svar við því hvenær hægt er að treysta fólki fyrir sínum ákvörðunum og réttindum. mismunandi aldurstakmörk finn- ast í lögum og reglum og í sumum tilvikum virðist huglægt mat hverju sinni hafa legið að baki. Sem dæmi um slík aldurstakmörk má nefna skólaskylduna sem er til 16 ára, en sama ár byrja börn að borga full- an tekjuskatt þrátt fyrir að skóla- göngu þeirra sé ekki endilega lokið. Tveimur árum síðar, þ.e. á 18 ára afmælisdeginum, verða einstakling- arnir fullorðnir að lögum, sem þýð- ir að þau eru fjárráða, mega ganga í hjúskap, verða skipstjórar, fá full ökuréttindi, bjóða sig fram til Al- þingis og sveitastjórna og hljóta kosningarétt. Þó mega þau ekki bjóða sig fram til forseta, verða sýslumenn né versla sér áfengi. Til að bjóða sig fram til forseta þarf einstaklingur að vera orðin 35 ára á kjördag. Til þess að verða sýslumaður eða héraðsdómari þarf einstaklingur að vera orðin 30 ára. Þegar við lítum til annarra dóm- araembætta þá þarftu að vera orð- in eldri, en til þess að verða Lands- réttardómari eða Hæstaréttardóm- ari þá þarftu að hafa náð 35 ára aldri. Furðu vekur að það hafa eng- in takmörk verið sett á í lögum um aldurstakmörk yfirmanns framan- greinda embætta en ef staðan kæmi upp þá getur sá sem nýverið hef- ur fengið kosningarétt einnig ver- ið ráðherra og þar með yfirmaður framangreindra embætta. Framangreind aldurstakmörk vekja upp margar spurningar. Er aldur eina viðmiðið fyrir þroska og reynslu? Ættu kjósendur ekki að geta lagt mat á það sjálfir með því að fylgjast með kosningabaráttu og kosið þann einstakling sem þeir telja hæfastan? Reynsla, þroski og skilningur ein- staklinga einskorðast ekki eingöngu við aldur. Við teljum það mikilvægt að endurskoða hvernig við setjum takmörk eða skilyrði um ákveðinn lágmarksaldur í lögum. Samkvæmt alþjóðasamningum er fólk fullorð- ið 18 ára og ætti þar af leiðandi að vera fullorðið fólk að lögum sama að hverju lögin lúta. Förum að endurskoða þann úr- elta hugsunarhátt sem fylgir þess- um aldurstakmörkum sem ein- göngu mætti tengja við að þú þurfir að hafa öðlast ákveðna reynslu og þroska til að geta sinnt tilteknum störfum eða notið ákveðinna rétt- inda. Framsókn treystir ungu fólki til áhrifa og til ábyrgðar! Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, skip- ar 3. sæti á lista Framsóknar í Suð- urkjördæmi Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. 18 ára og fullorðin

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.