Skessuhorn


Skessuhorn - 29.09.2021, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 29.09.2021, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 39. tbl. 22. árg. 29. september 2021 - kr. 950 í lausasölu Ný og öflug vefverslun ALLA LEIÐ sími 437-1600 Næstu viðburðir á Söguloftinu 8. október kl. 21:00 Búkalú – glæsisýning Margrétar Maack. 10. október kl. 16:00 Stormfuglar Einars Kárasonar 14. október kl. 20:00 Með gleðiraust - Íslensk sönglög fyrir rödd og gítar – Guðrún Jóhanna og Francisco Javier Miðasala á tix.is og borðapantanir: landnam@landnam.is og í síma 437-1600 Landsmenn gengu að kjörborðinu síðastliðinn laugardag til að velja alþingismenn fyrir komandi kjör­ tímabil. Fyrri talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi lauk á átt­ unda tímanum á sunnudagsmorg­ un. Þegar leið á daginn kom í ljós skekkja sem leiddi til þess að ákveð­ ið var að telja öll atkvæði að nýju í kjördæminu og var talningarfólk kallað á Hótel Borgarnes þar sem talið hafði verið nóttina áður og kjörgögnin voru geymd. Við end­ urtalningu kom í ljós skekkja bæði í heildarfjölda greiddra atkvæða og hvernig þau skiptust milli fram­ boða. Tölur breyttust hjá öllum tíu framboðunum sem buðu fram í kjördæminu, frá skekkju upp á eitt atkvæði og upp í tíu. Við end­ urtalningu breyttist jöfnunarþing­ sætið og hafði auk þess þær afleið­ ingar að samtals fimm jöfnunar­ þingsæti á landinu fóru í hringekju þegar landskjörstjórn hafði sleg­ ið nýjum tölum inn í tölvuna. Eft­ ir endurtalningu atkvæða síðdeg­ is á sunnudaginn féll Guðmund­ ur Gunnarsson oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi út sem jöfn­ unarþingmaður en í hans stað kom Bergþór Ólason oddviti Miðflokks. Búið er að kæra endurtalningu til lögreglu og því er, þegar þetta er ritað, töluverð óvissa um framhald­ ið. Þrír möguleikar eru í stöðunni; í fyrsta lagi að fyrri talning atkvæða í NV kjördæmi gildi, í annan stað að endurtalning verði látin standa og loks er ekki loku skotið fyrir þann möguleika að kjósa verði að nýju í Norðvesturkjördæmi. Á næstu dögum mun það skýrast. Fjallað er um niðurstöður kosn­ inganna á bls. 12­13 og rætt við þá þingmenn sem náðu kjöri miðað við endurtalningu atkvæða í tveim­ ur kjördæmum. mm Þau verða þingmenn NV kjördæmis ef niðurstaða endurtalningar í NV kjördæmi verður látin standa. Kosningum lokið en óvissa engu að síður floi.is/laekjarsel 419 0440 folium@folium.is arionbanki.is *Skv. MMR 2021 Ert þú með besta bankaappið? Ef þú ert ekki með Arion appið getur þú sótt það í App Store eða Google Play Oft þegar bændur og búalið heldur til seinni leita á fjöllum, bundnir dagatalinu, er komið það langt fram á haustið að allra veðra getur verið von. Sú var einmitt raunin í byrjun þessarar viku. Meðfylgjandi mynd var tekin á mánudaginn þegar seinnileitarmenn voru á leið sinni í Álftakróksskála á Arnarvatnsheiði í síðari göngur. Í gær, þriðjudag, var svo mjög slæmt veður og leitarskilyrði hefðu vissulega mátt vera betri. Ljósm. Guðlaugur Óskarsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.