Skessuhorn


Skessuhorn - 29.09.2021, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 29.09.2021, Blaðsíða 10
MiðVikudaGur 29. sEpTEMBEr 202110 Mikil arðsemi er af lagningu sunda­ brautar samkvæmt drögum að nið­ urstöðu óháðrar félagshagfræði­ legrar greiningar. Mestur ábati felst hvort tveggja í minni akstri, útblæstri og mengun og styttri ferðatíma vegfarenda vegna stytt­ ingu leiða til og frá höfuðborgar­ svæðinu. Áður hafði komið fram að kostnaður vegna þverunar klepps­ víkur er metinn talsvert lægri með byggingu sundabrúar en með jarð­ göngum. Í frétt á vef Vegagerðarinn­ ar kemur fram að niðurstöðurnar bendi til að arðsemi sundabraut­ ar sé mikil í samræmi við fyrri at­ huganir. Framkvæmdin er metin arðsöm hvort sem um er að ræða sundabrú eða sundagöng. svo­ kallaðir innri vextir framkvæmdar­ innar væru metnir á bilinu 10­12% en miðað við hefðbundin viðmið væru verkefni talin fýsileg ef innri vextir eru yfir 3,5%. Ábati notenda sundabrautar, hvort sem er akandi, hjólandi eða með almenningssam­ göngum væri því verulegur. Guðmundur Valur Guðmunds­ son, framkvæmdastjóri þróunar­ sviðs Vegagerðarinnar og formaður starfshópsins um legu sundabraut­ ar, segir lagningu brautarinnar hag­ kvæma framkvæmd þegar horft væri til félagshagfræðilegra þátta. „Meg­ in ávinningurinn er sparnaður í ferðatíma vegfarenda svo og minni akstursvegalengdir en umferðarlí­ kön gera ráð fyrir að við opnun brautarinnar geti heildarakstur á höfuðborgarsvæðinu minnkað um tæplega 60 milljón kílómetra ár­ lega eða um 160 þúsund km á sól­ arhring. Tímasparnaður og styttri vegalengdir leiða jafnframt af sér minni útblástur kolefnis, færri slys, minni hávaða og minni mengun. allt þetta á við hvort sem um er að ræða sundabrú eða sundagöng,“ segir Guðmundur Valur. Gæti lokið 2031 Í yfirlýsingu, sem sigurður ingi Jó­ hannsson samgöngu­ og sveitar­ stjórnarráðherra og dagur B. Egg­ ertsson, borgarstjóri í reykjavík, undirrituðu 6. júlí síðastliðinn sam­ mæltust ríki og borg um að sunda­ braut verði lögð alla leið í kjalarnes í einni samfelldri framkvæmd og að alþjóðleg hönnunarsamkeppni verði haldin um útlit sundabrúar, verði hún fyrir valinu. Í yfirlýsing­ unni segir að stefnt skuli að því að hefja framkvæmdir við sundabraut árið 2026 og að brautin verði tekin í notkun árið 2031. Næstu skref eru að undirbúa nauðsynlegar breyt­ ingar á aðalskipulagi reykjavík­ urborgar og umhverfismat fram­ kvæmdarinnar. mm síðastliðinn föstudag undirrituðu Guðrún sigurjónsdóttir fyrir hönd Veiðifélags Norðurár og rafn Val­ ur alfreðsson f.h. FHd ehf samn­ ing um sölu og umsjón Norðurár til næstu fimm ára. Eins og kunn­ ugt er hættir Einar sigfússon nú sölu veiðileyfa í ána. samningur­ inn við rafn Val var samþykktur samhljóða á félagsfundi í Munað­ arnesi í gærkvöldi. „Það var sam­ þykkt á aðalfundi félagsins í vor að leita að söluaðila til að selja ána með líku fyrirkomulagi og gert hef­ ur verið síðan 2013. Margir sýndu því áhuga að koma að rekstri árinn­ ar og ræddi stjórnin við marga að­ ila. Niðurstaðan var að semja við rafn í Miðfjarðará um að taka að sér sölumálin. Við gerum ráð fyr­ ir lítillega breyttu fyrirkomulagi og fækkum stöngum aðeins og stækk­ um veiðisvæði,“ segir Guðrún sig­ urjónsdóttir. „Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu verkefni á sama tíma og ég er afar stoltur yfir því trausti sem landeigendur í Norðurá eru að sýna mér. Ég hef alla tíð lagt mik­ inn metnað í minn rekstur og það að Norðurá sé nú innan minna vé­ banda mun efla mig og félag mitt til að gera enn betur. Hér er mikil saga og Norðurá á sér mjög stóran hóp aðdáenda þannig að ég er að taka við góðu búi. Við höfum fengið til liðs við okkur Brynjar Hreggviðs­ son sem er reynslumikill sölumaður og mun aðkoma hans styrkja okk­ ur enn frekar,“ segir rafn Valur af þessu tilefni. mm Eins og flestum er kunnugt varð eldsvoði í Fjöliðjunni að dalbraut á akranesi í maí 2019 þess valdandi að ekki var hægt að halda starf­ seminni áfram í húsinu og flutti Fjöliðjan í kjölfarið starfsemi sína í húsnæði akurs að smiðjuvöll­ um. starfshópur um uppbyggingu Fjöliðjunnar, sem skila átti tillögu að endanlegri uppbyggingu Fjöl­ iðjunnar með samnýtingu á eldra húsnæðið fyrir 16. júlí, hefur feng­ ið framlengdan frest til að skila til­ lögunni til 30. október nk. Í ljósi þess að enn er nokkuð í land þar til hægt verður að leggja fram tillögu að endanlegri útfærslu á uppbygg­ ingu Fjöliðjunnar óskaði starfshóp­ urinn eftir fresti út þennan mán­ uð og samþykkti bæjarráð á fundi sínum 16. september að veita um­ beðinn frest en leggur áherslu á að vinnunni verði hraðað eins og kost­ ur er. Á áðurnefndum fundi bæjarráðs 16. september lagði rakel Óskars­ dóttir, bæjarfulltrúi sjálfstæðis­ flokks, fram eftirfarandi bókun: „Fulltrúi sjálfstæðisflokksins kall­ ar eftir því að starfshópur um upp­ byggingu Fjöliðjunnar starfi eft­ ir reglum um stofnun starfshópa akraneskaupstaðar. Þar er kveðið á um að fundargerðir skulu lagðar fram til kynningar í viðeigandi fag­ ráði hverju sinni. Nú hefur starfs­ hópurinn átt fjóra fundi og engar fundagerðir lagt fram til upplýsinga fyrir kjörna fulltrúa.“ frg Heilbrigðisráðherra hefur ákveð­ ið að styrkja geðheilbrigðisþjón­ ustu fyrir einstaklinga sem dvelja í geðhjúkrunarrýmum á Ási, dvalar­ og hjúkrunarheimili í Hveragerði og Hjúkrunarheimilinu Fellsenda í dölum. Þetta er gert í samræmi við mat embættis landlæknis sem telur að styrkja þurfi faglega geð­ heilbrigðisþjónustu á heimilun­ um þar sem búa einstaklingar með flókna þjónustuþörf á þessu sviði. Í Ási munu geðheilsuteymi Heil­ brigðisstofnunar suðurlands og Ás starfa saman í þessum tilgangi en Fellsendi verður í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vesturlands og fagaðila í geðheilbrigðisþjónustu eftir þörfum. Þetta fyrirkomulag er sett af stað sem tilraunaverkefni til eins árs og verður varið til þess 15 milljónum króna. Verkefnið sem hefur það mark­ mið að styrkja geðheilbrigðisþjón­ ustu í nærumhverfi íbúa hjúkrun­ arheimilanna tveggja byggist ann­ ars vegar á því að auka aðgengi notendanna að sérhæfðri geðheil­ brigðisþjónustu og hins vegar að efla þekkingu og færni starfsfólks heimilanna til að veita þeim sér­ tækan stuðning og umönnun. Í Ási í Hveragerði eru 39 geðhjúkrunar­ rými og 27 á Fellsenda. mm Guðrún Sigurjónsdóttir og Rafn Valur Alfreðsson undirrituðu samninginn. Samið um að Rafn Valur taki að sér sölu Norðurár Hjúkrunarheimilið á Fellsenda í Dölum. Sérhæfð þjónusta efld á Fellsenda Starfsmenn Fjöliðjunnar í kröfugöngu í maí 2021 þegar tvö ár voru liðin frá bruna í Fjöliðjunni. Ljósm. úr safni/mm. Starfshópur um uppbyggingu Fjöliðjunnar fær framlengdan frest Mikil arðsemi af lagningu Sundabrautar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.