Skessuhorn


Skessuhorn - 29.09.2021, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 29.09.2021, Blaðsíða 2
MiðVikudaGur 29. sEpTEMBEr 20212 Haustið er skollið á með tilheyr- andi lægðum og þegar vindurinn vælir á rúðunni hvað er þá betra en að kúra upp í sófa, með popp og kók og smjatta yfir góðri bíó- mynd. Þess á milli má fara út með hundinn í hávaðaroki og kannski týna honum og húfunni sinni í leiðinni, koma síðan heim og þar liggur helvískur upp í sófa og þyk- ist ekki þekkja mann. En þá er bara að nota ytri röddina og biðja hann vinsamlegast að hunskast í bæl- ið sitt á stundinni. Koma sér síðan vel fyrir í sófanum, setja á sig höf- uðtólin, hækka vel í græjunum og hlusta á eitthvað annað en veðrið og vindofsaganginn. Á fimmtudag gengur í austan og norðaustan 10-18 m/s en 18-23 m/s suðaustan til. Rigning á aust- anverðu landinu, annars úrkomu- lítið. Hiti víða 2 til 7 stig. Á föstu- dag er gert ráð fyrir norðan og norðaustan 8-15 m/s og rigningu en bjart með köflum um sunnan- vert landið. Hiti 4 til 9 stig. Á laug- ardag og sunnudag er reiknað með norðan áttum og víða rign- ingu en þurrt og víða bjart sunnan til á landinu. Hiti 2 til 9 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvað í veðrinu pirr- ar þig mest?“ 49% svarenda sögðu „Rokið“ 19% sögðu „Úrkoman,“ 17% sögðu „Blanda af ýmsu,“ 11% sögðu „Kuldinn“ og 4% sögðu „Hit- inn.“ Í næstu viku er spurt: Hversu oft ferðu í klippingu á ári? Ívar Orri Kristjánsson var kosinn dómari ársins af leikmönnum Pepsi Max deildarinnar í knattspyrnu um helgina. Ívar Orri bjó í Búðardal fyrstu tíu ár ævi sinnar, síðan þau tíu næstu í Borgarnesi og síðustu ár hefur hann búið á Akranesi. Það má því með sanni segja að í honum renni alvöru Vestlendingablóð og því á hann enn meira skilið þenn- an titil. Ívar Orri er Vestlendingur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Leiðrétting SKESSUHORN: Í blaði síð­ ustu viku, í spurningu vikunnar, var farið vitlaust með föðurnafn sóleyjar rutar. Hún var sögð Jónsdóttir en er Hjálmsdóttir. skessuhorn biðst velvirðingar á þessum mistökum. -mm Upphitunarkvöld fyrir bikarleik ÍA AKRANES: knattspyrnu­ félag Ía verður með upphitun fyrir stuðningsmenn Ía næsta föstudagskvöld í Frístundamið­ stöðinni á Garðavelli og hefst klukkan 19. daginn eftir á laug­ ardeginum mæta skagamenn liði keflavíkur í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á akranesvelli og hefst leikurinn klukkan 14. Í tilkynningu frá knattspyrnu­ félagi Ía segir að nú sé orðið tímabært að hittast, slá á létta strengi og hita vel upp fyrir undanúrslitaleikinn. Miðaverð á viðburðinn er 6000 krónur en innifalið í því verði er kvöld­ matur, skemmtiatriði en létt­ ar veigar verða seldar. skráning hjá hlini@ia.is. -vaks síðastliðinn fimmtudag fluttu Veit­ ur ohf. á Vesturlandi inn í nýtt og glæsilegt þúsund fermetra hús við Lækjarflóa 1 á akranesi. Veitur hafa fjölþætta starfsemi í rúmum helmingi sveitarfélaga í landshlut­ anum, allt frá norðurmunna Hval­ Ný starfsstöð Veitna á Vesturlandi tekin í notkun fjarðarganga; um Hvalfjarðarsveit, akranes, Borgarbyggð, skorradal auk stykkishólms og Grundarfjarð­ ar. Þeirri starfsemi verður nú allri stýrt frá nýrri starfsstöð í Lækjar­ flóa. Framkvæmdir við húsbygg­ inguna hófust fyrir rúmu ári og er byggingin nú fullbúin. Var fram­ kvæmdin sem slík flokkuð með svokölluðum viðspyrnuverkefnum Veitna til að bregðast við efnahags­ samdrætti vegna Covid­19. Engu að síður var brýnt að byggja yfir starfsemina því árið 2017 þurfti að rýma skrifstofubyggingu Veitna við dalbraut 8 á akranesi vegna myglu sem þar hafði verið greind. Frá þeim tíma hefur starfsemin verið til húsa í gámaeiningum á lóð veitna við dalbraut. starfsmenn Veitna fluttu í nýju bygginguna í morgun og var boðið til látlausrar athafnar eftir hádegi af þessu tilefni. Húsið í Lækjarflóa var að sögn Gissurar Ágústssonar, sérfræðings í rekstri vatns­, hita, og fráveitu hjá Veitum, hannað og byggt út frá þarfagreiningu sem miðaði við að það yrði nógu stórt fyrir starfsemi fyrirtækisins, en þó ekki of stórt. Það er byggt á einni hæð og skiptist í skrifstofurými og tvískiptan verk­ stæðishluta. Í skrifstofuhlutanum, sem er næst byggðinni á akranesi, eru skrifstofur, vinnuherbergi og fundaaðstaða auk kaffiaðstöðu fyr­ ir starfsmenn og búningsherbergi. Verkstæðishlutinn skiptist annars vegar í lager og almennt verkstæði fyrir vatnsveitur með hleðslurými fyrir lyftara og inntaksrými og hins vegar í aðskilda aðstöðu fyrir frá­ veitu til þrifa og viðgerða á búnaði, einnig með tilheyrandi búnings­ og þvottaaðstöðu. Þá er einnig tækja­ geymsla sem er aðgengileg utan frá. Það voru heimamenn sem komu að byggingu hússins í kjölfar út­ boðs Veitna. Verktaki var sjammi ehf. og komu allir helstu undirverk­ takar sjamma sömuleiðis frá akra­ nesi. Jarðvinnuframkvæmdir hófust seinni hluta ágústmánaðar á síðasta ári. Húsið er byggt með burðarvirki frá Límtré Vírneti og forsteyptum einingum frá BM Vallá auk ylein­ inga fyrir iðnaðarhluta sem koma einnig frá Límtré Vírneti. Bygging hússins stóðst kostnaðaráætlun sem var um 513 milljónir króna. Það voru Tarkakitektar sem voru hönnuðir byggingarinnar í Lækjar­ flóa. Er verk þeirra almennt rómað og byggingin talin falleg og sóm­ ir sér vel á áberandi stað við inn­ keyrsluna að akranesi. mm Það var létt yfir starfsmönnum Veitna við flutning í nýtt húsnæði. Hér sitja nokkrir þeirra inni í skrifstofuálmunni. Fullkomin endurgerð af húsinu í formi köku. Hörður Kristinn Harðarson verkstjóri vatns, frá- og rafveitu, og Gissur Ágústsson sérfræðingur í rekstri vatns , hita- og fráveitu. Þeir voru að vonum hæstánægðir með nýju bygginguna. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi færði Veitum blóm og óskaði starfs- fólki til hamingju með nýju höfuðstöðvarnar. Frá vinstri: Guðrún Erla Jónsdóttir formaður stjórnar Veitna, Gissur Ágústsson, Sævar Freyr Þráinsson og Gestur Pétursson framkvæmdastjóri Veitna. vertu með á floi.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.